YouTube-stjörnurnar Casey Neistat og Dan Mace eru bestu vinir en fyrir fimm árum tók Mace veðmál við Neistat um að hann gæti ekki náð að hrekkja þann síðarnefnda.
Í einu af nýjasta myndbandi Dan Mace kemur aftur á móti í ljós að hann vann veðmálið.
Í myndbandinu má sjá Neistat á brimbretti þegar allt í einu hákarl birtist fyrir aftan hann og mikil hræðsla kom yfir YouTube-stjörnuna.
Þann 20.mars árið 2016 byrjaði Mace að undirbúa hrekkinn og sýnir hann frá öllu ferlinu í myndbandinu. Loksins kom síðan að deginum og hafði Mace fengið félaga sinn til að koma sér fyrir rétt hjá Neistat og það í kafarabúning og með gervi hárkarlaugga fastan á sér.
Casey Neistat er með um tólf milljónir fylgjenda á YouTube og er því gríðarlega vinsæll á þeim miðli.
Hrekkurinn heppnaðist fullkomlega eins og sjá má.