Sportpakkinn: „Sárt að detta út en hlakka til að spila aftur íþróttina sem ég elska svo mikið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. febrúar 2020 08:00 Gísli hefur verið þjakaður af meiðslum undanfarin tvö ár. vísir/friðrik þór Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson segir að endurteknum axlarmeiðslum og fjarveru vegna þeirra fylgi mikill tilfinningarússíbani. Gísli fór úr axlarlið í sínum fyrsta leik fyrir Magdeburg í byrjun þessa mánaðar og spilar ekki meira á þessu tímabili. Gísli fór undir hnífinn og við tekur enn ein endurhæfingin. „Þetta var ótrúlega mikið sjokk. Þetta var fyrsti leikur eftir svo góða endurhæfingu. Eftir að hafa farið úr lið fyrst leit allt ótrúlega vel út og læknarnir voru ótrúlega ánægðir með stöðuna,“ sagði Gísli í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. „Svo kom þetta upp undir lok leiks gegn Flensburg. Ég var mjög leiður og sorgmæddur þetta kvöld, satt að segja.“Það versta kemur alltaf upp í hugannGísli gengur sárþjáður af velli í sínum fyrsta leik fyrir Magdeburg.vísir/gettyGísli segist hafa óttast að ferilinn væri á enda þegar hann meiddist gegn Flensburg. „Eftir yfirlýsingar frá læknum hugsaði ég það versta. Alltaf þegar þetta gerist kemur það versta upp í hugann,“ sagði Gísli. Ein þeirra tilfinninga sem koma upp í mótlætinu er reiði. „Ég hef alveg verið reiður og maður á sínar neikvæðu hliðar. En ég reyni alltaf að hugsa jákvætt og taka það góða út,“ sagði Gísli. Hafnfirðingurinn vonast til að geta byrjað að spila með Magdeburg í byrjun næsta tímabils. „Þetta tímabil er frá en ég verð tilbúinn fyrir undirbúningstímabilið. Ég fullur tilhlökkunar að byrja aftur að spila handbolta, íþróttina sem ég elska svo mikið. Það var svo sárt að detta aftur út,“ sagði Gísli. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Reynir að hugsa jákvætt Sportpakkinn Þýski handboltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira
Handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson segir að endurteknum axlarmeiðslum og fjarveru vegna þeirra fylgi mikill tilfinningarússíbani. Gísli fór úr axlarlið í sínum fyrsta leik fyrir Magdeburg í byrjun þessa mánaðar og spilar ekki meira á þessu tímabili. Gísli fór undir hnífinn og við tekur enn ein endurhæfingin. „Þetta var ótrúlega mikið sjokk. Þetta var fyrsti leikur eftir svo góða endurhæfingu. Eftir að hafa farið úr lið fyrst leit allt ótrúlega vel út og læknarnir voru ótrúlega ánægðir með stöðuna,“ sagði Gísli í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. „Svo kom þetta upp undir lok leiks gegn Flensburg. Ég var mjög leiður og sorgmæddur þetta kvöld, satt að segja.“Það versta kemur alltaf upp í hugannGísli gengur sárþjáður af velli í sínum fyrsta leik fyrir Magdeburg.vísir/gettyGísli segist hafa óttast að ferilinn væri á enda þegar hann meiddist gegn Flensburg. „Eftir yfirlýsingar frá læknum hugsaði ég það versta. Alltaf þegar þetta gerist kemur það versta upp í hugann,“ sagði Gísli. Ein þeirra tilfinninga sem koma upp í mótlætinu er reiði. „Ég hef alveg verið reiður og maður á sínar neikvæðu hliðar. En ég reyni alltaf að hugsa jákvætt og taka það góða út,“ sagði Gísli. Hafnfirðingurinn vonast til að geta byrjað að spila með Magdeburg í byrjun næsta tímabils. „Þetta tímabil er frá en ég verð tilbúinn fyrir undirbúningstímabilið. Ég fullur tilhlökkunar að byrja aftur að spila handbolta, íþróttina sem ég elska svo mikið. Það var svo sárt að detta aftur út,“ sagði Gísli. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Reynir að hugsa jákvætt
Sportpakkinn Þýski handboltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira