Segir tap Liverpool í gær sýna og sanna að spænska deildin sé betri en sú enska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2020 16:00 Saul Niguez skorar eina mark leiksins og tryggir Atletico Madrid sigurinn. Getty/Michael Regan Liverpool hefur verið yfirburðarlið á Englandi í vetur en tapaði fyrri leiknum á móti Atletico Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool er með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en tapaði í gærkvöldi á móti liði sem er í fjórða sæti spænsku deildarinnar. Þetta þýðir bara eitt að mati fyrrum forseta Real Madrid. Enska úrvalsdeildin átti bæði liðin í úrslitum Meistaradeildarinnar (Liverpool vann Tottenham) og úrslitum Evrópudeildarinnar (Chelsea vann Arsenal) á síðasta tímabili og þótti í huga margra hafa tekið fram úr spænsku deildinni. Ramon Calderon, fyrrum forseti Real Madrid, segir að spænska deildin sé betri en sú enska og úrslitin á í gærkvöldi hafi sýnt það og sannað. Former Real Madrid president takes aim at Premier League after Liverpool loss https://t.co/lOu3hQQ1gdpic.twitter.com/8Guo6Nkav6— Mirror Football (@MirrorFootball) February 19, 2020 Liverpool hafði aðeins tapað tveimur leikjum á tímabilinu þegar kom að leiknum á móti Atletico Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Saul Niguez skoraði eina mark leiksins strax á fjórðu mínútu og þrátt fyrir að Liverpool væri mikið með boltann tókst liðinu ekki að opna vörnina hjá vinnusömu liði Atletico Madrid sem fékk frábæran stuðning á pöllunum. Ramon Calderon var forseti Real Madrid á árunum 2006 til 2009. Hann fór inn á Twitter til að tjá skoðun sína á því hvor deildin væri betri. The match between @LFC and @Atleti triggers again the debate between Premier and La Liga, and it’s a clear prove of which competition is stronger. @LFC is leader with 25 points ahead of the 2nd, while Atlético is 4th and 13 points behind the leader.— Ramón Calderón (@rcalderonorg) February 19, 2020 „Leikurinn á milli @LFC og @Atleti setur aftur í gang í umræðuna um hvort enska úrvalsdeildin eða spænska deildin sé betri. Úrslitin í gær er klár sönnun á því hvor deildin sé betri. @LFC er með 25 stiga forskot á toppnum en Atlético er í fjórða sætinu og þrettán stigum á eftir toppliðinu,“ skrifaði Ramon Calderon. „Ég skil vel þau sjónarmið að þetta hafi aðeins verið fyrri leikurinn. Ég geri mér grein fyrir því en við fengum samt skýra mynd í þessum leik. @LVP náði ekki skoti á mark á 90 mínútum,“ skrifaði Ramon Calderon. I understand the point of view of the ones that talking about the debate between Premier&La Liga linked to the match between @LFC and @Atleti saying that it’s only the first leg. I know it, but the image given in it was clear. There weren’t shots on target from @LVP in 90 minutes— Ramón Calderón (@rcalderonorg) February 19, 2020 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Sjá meira
Liverpool hefur verið yfirburðarlið á Englandi í vetur en tapaði fyrri leiknum á móti Atletico Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool er með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en tapaði í gærkvöldi á móti liði sem er í fjórða sæti spænsku deildarinnar. Þetta þýðir bara eitt að mati fyrrum forseta Real Madrid. Enska úrvalsdeildin átti bæði liðin í úrslitum Meistaradeildarinnar (Liverpool vann Tottenham) og úrslitum Evrópudeildarinnar (Chelsea vann Arsenal) á síðasta tímabili og þótti í huga margra hafa tekið fram úr spænsku deildinni. Ramon Calderon, fyrrum forseti Real Madrid, segir að spænska deildin sé betri en sú enska og úrslitin á í gærkvöldi hafi sýnt það og sannað. Former Real Madrid president takes aim at Premier League after Liverpool loss https://t.co/lOu3hQQ1gdpic.twitter.com/8Guo6Nkav6— Mirror Football (@MirrorFootball) February 19, 2020 Liverpool hafði aðeins tapað tveimur leikjum á tímabilinu þegar kom að leiknum á móti Atletico Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Saul Niguez skoraði eina mark leiksins strax á fjórðu mínútu og þrátt fyrir að Liverpool væri mikið með boltann tókst liðinu ekki að opna vörnina hjá vinnusömu liði Atletico Madrid sem fékk frábæran stuðning á pöllunum. Ramon Calderon var forseti Real Madrid á árunum 2006 til 2009. Hann fór inn á Twitter til að tjá skoðun sína á því hvor deildin væri betri. The match between @LFC and @Atleti triggers again the debate between Premier and La Liga, and it’s a clear prove of which competition is stronger. @LFC is leader with 25 points ahead of the 2nd, while Atlético is 4th and 13 points behind the leader.— Ramón Calderón (@rcalderonorg) February 19, 2020 „Leikurinn á milli @LFC og @Atleti setur aftur í gang í umræðuna um hvort enska úrvalsdeildin eða spænska deildin sé betri. Úrslitin í gær er klár sönnun á því hvor deildin sé betri. @LFC er með 25 stiga forskot á toppnum en Atlético er í fjórða sætinu og þrettán stigum á eftir toppliðinu,“ skrifaði Ramon Calderon. „Ég skil vel þau sjónarmið að þetta hafi aðeins verið fyrri leikurinn. Ég geri mér grein fyrir því en við fengum samt skýra mynd í þessum leik. @LVP náði ekki skoti á mark á 90 mínútum,“ skrifaði Ramon Calderon. I understand the point of view of the ones that talking about the debate between Premier&La Liga linked to the match between @LFC and @Atleti saying that it’s only the first leg. I know it, but the image given in it was clear. There weren’t shots on target from @LVP in 90 minutes— Ramón Calderón (@rcalderonorg) February 19, 2020
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Sjá meira