Segir tap Liverpool í gær sýna og sanna að spænska deildin sé betri en sú enska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2020 16:00 Saul Niguez skorar eina mark leiksins og tryggir Atletico Madrid sigurinn. Getty/Michael Regan Liverpool hefur verið yfirburðarlið á Englandi í vetur en tapaði fyrri leiknum á móti Atletico Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool er með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en tapaði í gærkvöldi á móti liði sem er í fjórða sæti spænsku deildarinnar. Þetta þýðir bara eitt að mati fyrrum forseta Real Madrid. Enska úrvalsdeildin átti bæði liðin í úrslitum Meistaradeildarinnar (Liverpool vann Tottenham) og úrslitum Evrópudeildarinnar (Chelsea vann Arsenal) á síðasta tímabili og þótti í huga margra hafa tekið fram úr spænsku deildinni. Ramon Calderon, fyrrum forseti Real Madrid, segir að spænska deildin sé betri en sú enska og úrslitin á í gærkvöldi hafi sýnt það og sannað. Former Real Madrid president takes aim at Premier League after Liverpool loss https://t.co/lOu3hQQ1gdpic.twitter.com/8Guo6Nkav6— Mirror Football (@MirrorFootball) February 19, 2020 Liverpool hafði aðeins tapað tveimur leikjum á tímabilinu þegar kom að leiknum á móti Atletico Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Saul Niguez skoraði eina mark leiksins strax á fjórðu mínútu og þrátt fyrir að Liverpool væri mikið með boltann tókst liðinu ekki að opna vörnina hjá vinnusömu liði Atletico Madrid sem fékk frábæran stuðning á pöllunum. Ramon Calderon var forseti Real Madrid á árunum 2006 til 2009. Hann fór inn á Twitter til að tjá skoðun sína á því hvor deildin væri betri. The match between @LFC and @Atleti triggers again the debate between Premier and La Liga, and it’s a clear prove of which competition is stronger. @LFC is leader with 25 points ahead of the 2nd, while Atlético is 4th and 13 points behind the leader.— Ramón Calderón (@rcalderonorg) February 19, 2020 „Leikurinn á milli @LFC og @Atleti setur aftur í gang í umræðuna um hvort enska úrvalsdeildin eða spænska deildin sé betri. Úrslitin í gær er klár sönnun á því hvor deildin sé betri. @LFC er með 25 stiga forskot á toppnum en Atlético er í fjórða sætinu og þrettán stigum á eftir toppliðinu,“ skrifaði Ramon Calderon. „Ég skil vel þau sjónarmið að þetta hafi aðeins verið fyrri leikurinn. Ég geri mér grein fyrir því en við fengum samt skýra mynd í þessum leik. @LVP náði ekki skoti á mark á 90 mínútum,“ skrifaði Ramon Calderon. I understand the point of view of the ones that talking about the debate between Premier&La Liga linked to the match between @LFC and @Atleti saying that it’s only the first leg. I know it, but the image given in it was clear. There weren’t shots on target from @LVP in 90 minutes— Ramón Calderón (@rcalderonorg) February 19, 2020 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sjá meira
Liverpool hefur verið yfirburðarlið á Englandi í vetur en tapaði fyrri leiknum á móti Atletico Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool er með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en tapaði í gærkvöldi á móti liði sem er í fjórða sæti spænsku deildarinnar. Þetta þýðir bara eitt að mati fyrrum forseta Real Madrid. Enska úrvalsdeildin átti bæði liðin í úrslitum Meistaradeildarinnar (Liverpool vann Tottenham) og úrslitum Evrópudeildarinnar (Chelsea vann Arsenal) á síðasta tímabili og þótti í huga margra hafa tekið fram úr spænsku deildinni. Ramon Calderon, fyrrum forseti Real Madrid, segir að spænska deildin sé betri en sú enska og úrslitin á í gærkvöldi hafi sýnt það og sannað. Former Real Madrid president takes aim at Premier League after Liverpool loss https://t.co/lOu3hQQ1gdpic.twitter.com/8Guo6Nkav6— Mirror Football (@MirrorFootball) February 19, 2020 Liverpool hafði aðeins tapað tveimur leikjum á tímabilinu þegar kom að leiknum á móti Atletico Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Saul Niguez skoraði eina mark leiksins strax á fjórðu mínútu og þrátt fyrir að Liverpool væri mikið með boltann tókst liðinu ekki að opna vörnina hjá vinnusömu liði Atletico Madrid sem fékk frábæran stuðning á pöllunum. Ramon Calderon var forseti Real Madrid á árunum 2006 til 2009. Hann fór inn á Twitter til að tjá skoðun sína á því hvor deildin væri betri. The match between @LFC and @Atleti triggers again the debate between Premier and La Liga, and it’s a clear prove of which competition is stronger. @LFC is leader with 25 points ahead of the 2nd, while Atlético is 4th and 13 points behind the leader.— Ramón Calderón (@rcalderonorg) February 19, 2020 „Leikurinn á milli @LFC og @Atleti setur aftur í gang í umræðuna um hvort enska úrvalsdeildin eða spænska deildin sé betri. Úrslitin í gær er klár sönnun á því hvor deildin sé betri. @LFC er með 25 stiga forskot á toppnum en Atlético er í fjórða sætinu og þrettán stigum á eftir toppliðinu,“ skrifaði Ramon Calderon. „Ég skil vel þau sjónarmið að þetta hafi aðeins verið fyrri leikurinn. Ég geri mér grein fyrir því en við fengum samt skýra mynd í þessum leik. @LVP náði ekki skoti á mark á 90 mínútum,“ skrifaði Ramon Calderon. I understand the point of view of the ones that talking about the debate between Premier&La Liga linked to the match between @LFC and @Atleti saying that it’s only the first leg. I know it, but the image given in it was clear. There weren’t shots on target from @LVP in 90 minutes— Ramón Calderón (@rcalderonorg) February 19, 2020
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Aston Villa - Arsenal | Tvö eldheit lið á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sjá meira