Gylfi einn gegn vaxtalækkun Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. febrúar 2020 16:46 Í peningastefnunefnd sitja Ásgeir Jónsson, formaður, Rannveig Sigurðardóttir, Þórarinn G. Pétursson, Katrín Ólafsdóttir og Gylfi Zoëga. sí Þrír af fjórum meðlimum peningastefnunefndar Seðlabankans, sem sátu fundi í aðdraganda vaxtaákvörðunar þann 5. febrúar síðastliðinn, vildu lækka stýrivexti um 0,25 prósentur. Sá fjórði, Gylfi Zoega hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, var lækkuninni hins vegar mótfallinn og vildi halda vöxtunum óbreyttum. Lækkunin var því ofan á, stýrivextir voru lækkaðir um 0,25 prósentur og eru meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, 2,75 prósent í dag. Í fundargerð peningastefnunefndar, sem birt var á vef Seðlabankans nú síðdegis, er aðdragandinn að ákvörðuninni rakinn. Peningastefnunefndin hafi rætt efnahagshorfur á innlendum og erlendum vettvangi og að endingu rökrætt þá möguleika að halda vöxtum óbreyttum eða lækka þá um 0,25 prósentur. „Helstu rökin fyrir því að hafa óbreytta vexti væru þau að þrátt fyrir að efnahagshorfur hefðu versnað væri innlent kostnaðarstig orðið hátt sem rekja mætti m.a. til mikilla launahækkana á undanförnum árum sem hefðu veikt samkeppnisstöðu útflutningsatvinnugreina,“ segir í fundargerðinni og bætt við að stýrivaxtalækkun myndi „ein og sér ekki leysa þann kostnaðarvanda sem er fyrir hendi í þjóðarbúinu.“Hér að neðan má sjá þegar stýrivaxtalækkunin var kynnt og rökstudd. Fleiri rök eru tínd til; horfur séu á að launakostnaður á framleidda einingu muni hækka nokkuð umfram verðbólgumarkmið auk þess sem enn eigi eftir að ljúka við hluta kjarasamninga opinberra starfsmanna. Órói á vinnumarkaði hafi einnig aukist að undanförnu. Því næst eru rökin fyrir stýrivaxtalækkun tiltekin, sjónarmiðið sem varð hlutskarpara sem fyrr segir. Efnahagshorfur hafi versnað og útlit fyrir að verðbólga yrði minni á næstu árum en áður var gert ráð fyrir. „Í ljósi þess að taumhald peningastefnunnar hefði aukist og fjármálaleg skilyrði fyrirtækja versnað væri rétt að draga úr peningalegu aðhaldi. Þar sem verðbólguvæntingar væru við markmið á flesta mælikvarða gerði það peningastefnunni kleift að nýta svigrúmið sem væri til staðar,“ segir í rökstuðningnum. Að þessum umræðum loknum lagði seðlabankastjóri, Ásgeir Jónsson sem jafnframt er formaður peningastefnunefndar, til að greiða atkvæði milli þessara tveggja valmöguleika, vaxtalækkun eða halda þeim óbreyttum. Ásgeir, Rannveig Sigurðardóttir og Katrín Ólafsdóttir greiddu atkvæði með tillögunni. Gylfi Zoëga greiddi atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra og vildi halda vöxtum óbreyttum. Fundargerð peningastefnunefndar má nálgast hér. Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56 Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Þrír af fjórum meðlimum peningastefnunefndar Seðlabankans, sem sátu fundi í aðdraganda vaxtaákvörðunar þann 5. febrúar síðastliðinn, vildu lækka stýrivexti um 0,25 prósentur. Sá fjórði, Gylfi Zoega hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, var lækkuninni hins vegar mótfallinn og vildi halda vöxtunum óbreyttum. Lækkunin var því ofan á, stýrivextir voru lækkaðir um 0,25 prósentur og eru meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, 2,75 prósent í dag. Í fundargerð peningastefnunefndar, sem birt var á vef Seðlabankans nú síðdegis, er aðdragandinn að ákvörðuninni rakinn. Peningastefnunefndin hafi rætt efnahagshorfur á innlendum og erlendum vettvangi og að endingu rökrætt þá möguleika að halda vöxtum óbreyttum eða lækka þá um 0,25 prósentur. „Helstu rökin fyrir því að hafa óbreytta vexti væru þau að þrátt fyrir að efnahagshorfur hefðu versnað væri innlent kostnaðarstig orðið hátt sem rekja mætti m.a. til mikilla launahækkana á undanförnum árum sem hefðu veikt samkeppnisstöðu útflutningsatvinnugreina,“ segir í fundargerðinni og bætt við að stýrivaxtalækkun myndi „ein og sér ekki leysa þann kostnaðarvanda sem er fyrir hendi í þjóðarbúinu.“Hér að neðan má sjá þegar stýrivaxtalækkunin var kynnt og rökstudd. Fleiri rök eru tínd til; horfur séu á að launakostnaður á framleidda einingu muni hækka nokkuð umfram verðbólgumarkmið auk þess sem enn eigi eftir að ljúka við hluta kjarasamninga opinberra starfsmanna. Órói á vinnumarkaði hafi einnig aukist að undanförnu. Því næst eru rökin fyrir stýrivaxtalækkun tiltekin, sjónarmiðið sem varð hlutskarpara sem fyrr segir. Efnahagshorfur hafi versnað og útlit fyrir að verðbólga yrði minni á næstu árum en áður var gert ráð fyrir. „Í ljósi þess að taumhald peningastefnunnar hefði aukist og fjármálaleg skilyrði fyrirtækja versnað væri rétt að draga úr peningalegu aðhaldi. Þar sem verðbólguvæntingar væru við markmið á flesta mælikvarða gerði það peningastefnunni kleift að nýta svigrúmið sem væri til staðar,“ segir í rökstuðningnum. Að þessum umræðum loknum lagði seðlabankastjóri, Ásgeir Jónsson sem jafnframt er formaður peningastefnunefndar, til að greiða atkvæði milli þessara tveggja valmöguleika, vaxtalækkun eða halda þeim óbreyttum. Ásgeir, Rannveig Sigurðardóttir og Katrín Ólafsdóttir greiddu atkvæði með tillögunni. Gylfi Zoëga greiddi atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra og vildi halda vöxtum óbreyttum. Fundargerð peningastefnunefndar má nálgast hér.
Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56 Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56