Sérsveit Maduro sögð skipuð dæmdum glæpamönnum Kjartan Kjartansson skrifar 19. febrúar 2020 23:45 Grímuklæddir liðsmenn FAES-sérsveitarinnar á ferð við höfuðborgina Carácas. Vísir/EPA Dæmdir glæpamenn eru sagðir á meðal liðsmanna sérsveitar lögreglunnar í Venesúela sem Nicolas Maduro stofnaði. Tveir liðsmenn sveitarinnar sem hafa hlotið refsidóma eru á meðal lögreglumanna sem eru sakaðir um morð. Maduro forseti stofnaði sérsveit innan ríkislögreglu Venesúela fyrir tveimur og hálfu ári. Liðsmenn hennar klæðast svörtum grímum og einkennisbúningum með höfuðkúpumerki og ganga yfirleitt undir nafnleynd. Mannréttindasamtök, stjórnarandstöðuþingmenn og óbreyttir borgarar hafa sakað liðsmenn hennar um pyntingar og aftökur utan dóms og laga. Þúsundir slíkra mála eru sögð látin falla niður án frekari rannsóknar. Ítarleg rannsókn Reuters-fréttastofunnar leiðir í ljós að menn sem hafa hlotið fangelsisdóma séu á meðal þeirra sem skipa sérsveit Maduro. Þannig afplánuðu að minnsta kosti tveir liðsmenn sveitarinnar sem eru sakaðir um að hafa drepið tvo menn fyrir utan höfuðborgina Caracas fangelsisdóma áður en þeir gengu til liðs við sveitina. Að minnsta kosti þrír aðrir lögreglumenn sem ekki eru ákærðir eru einnig á sakaskrá. Mennirnir tveir sem voru myrtir voru sjálfir núverandi og fyrrverandi lögreglumenn, þó ekki hjá sérsveitinni. Tengsl þeirra við lögregluna eru sögð líklega eina ástæða þess að morðin voru rannsökuð frekar og upplýst var um nöfn lögreglumannanna sem eru grunaðir um að hafa drepið þá. Upphaflega hélt sérsveitin því fram að mennirnir tveir hefðu verið felldir eftir að þeir hófu sjálfir skothríð á lögreglumennina. Rannsókn leiddi síðar í ljós að hvorugur þeirra hafði hleypt af skotum og að þeir hefðu sjálfir verið skotnir ofan frá, ekki í skotbardaga eins og sérsveitin fullyrti. Vekja jafnmikinn ótta og glæpamenn Landslög og innri stefna ríkislögreglunnar bannar að dæmdir gegni starfi lögreglumanna. Fulltrúar yfirvalda svöruðu ekki fyrirspurnum Reuters um lögreglumennina sem eru með sakaferil á bakinu. Fréttaveitan hefur ekki getað staðfest hversu margir liðsmenn sérsveitarinnar eru dæmdir glæpamenn. Sérsveitin, sem gengur undir skammstöfuninni FAES, er af mörgum talin tól Maduro forseta til að halda almenningi í heljargreipum. Maduro hefur lofað sveitina fyrir að berjast gegn glæpum og ofbeldi en liðsmenn hennar eru sagðir vekja jafnmikinn ótta hjá landsmönnum og glæpamennirnir sem hún á að berjast gegn, sérstaklega í fátækari hverfum þar sem efnahagslegar þrengingar hafa valdið óánægju og gremju í garð stjórnvalda. „Þeir ráða fólk sem er ekki hrætt við að fremja glæpi, að fara inn á heimili án heimildar og drepa. Glæpamaður gerir þetta greiðar því hann hefur þegar gert þessa hluti áður,“ segir Nora Echavez, fyrrverandi saksóknari í Miranda-ríki, þar sem morðmálið gegn liðsmönnum sveitarinnar er nú rekið. Venesúela Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Dæmdir glæpamenn eru sagðir á meðal liðsmanna sérsveitar lögreglunnar í Venesúela sem Nicolas Maduro stofnaði. Tveir liðsmenn sveitarinnar sem hafa hlotið refsidóma eru á meðal lögreglumanna sem eru sakaðir um morð. Maduro forseti stofnaði sérsveit innan ríkislögreglu Venesúela fyrir tveimur og hálfu ári. Liðsmenn hennar klæðast svörtum grímum og einkennisbúningum með höfuðkúpumerki og ganga yfirleitt undir nafnleynd. Mannréttindasamtök, stjórnarandstöðuþingmenn og óbreyttir borgarar hafa sakað liðsmenn hennar um pyntingar og aftökur utan dóms og laga. Þúsundir slíkra mála eru sögð látin falla niður án frekari rannsóknar. Ítarleg rannsókn Reuters-fréttastofunnar leiðir í ljós að menn sem hafa hlotið fangelsisdóma séu á meðal þeirra sem skipa sérsveit Maduro. Þannig afplánuðu að minnsta kosti tveir liðsmenn sveitarinnar sem eru sakaðir um að hafa drepið tvo menn fyrir utan höfuðborgina Caracas fangelsisdóma áður en þeir gengu til liðs við sveitina. Að minnsta kosti þrír aðrir lögreglumenn sem ekki eru ákærðir eru einnig á sakaskrá. Mennirnir tveir sem voru myrtir voru sjálfir núverandi og fyrrverandi lögreglumenn, þó ekki hjá sérsveitinni. Tengsl þeirra við lögregluna eru sögð líklega eina ástæða þess að morðin voru rannsökuð frekar og upplýst var um nöfn lögreglumannanna sem eru grunaðir um að hafa drepið þá. Upphaflega hélt sérsveitin því fram að mennirnir tveir hefðu verið felldir eftir að þeir hófu sjálfir skothríð á lögreglumennina. Rannsókn leiddi síðar í ljós að hvorugur þeirra hafði hleypt af skotum og að þeir hefðu sjálfir verið skotnir ofan frá, ekki í skotbardaga eins og sérsveitin fullyrti. Vekja jafnmikinn ótta og glæpamenn Landslög og innri stefna ríkislögreglunnar bannar að dæmdir gegni starfi lögreglumanna. Fulltrúar yfirvalda svöruðu ekki fyrirspurnum Reuters um lögreglumennina sem eru með sakaferil á bakinu. Fréttaveitan hefur ekki getað staðfest hversu margir liðsmenn sérsveitarinnar eru dæmdir glæpamenn. Sérsveitin, sem gengur undir skammstöfuninni FAES, er af mörgum talin tól Maduro forseta til að halda almenningi í heljargreipum. Maduro hefur lofað sveitina fyrir að berjast gegn glæpum og ofbeldi en liðsmenn hennar eru sagðir vekja jafnmikinn ótta hjá landsmönnum og glæpamennirnir sem hún á að berjast gegn, sérstaklega í fátækari hverfum þar sem efnahagslegar þrengingar hafa valdið óánægju og gremju í garð stjórnvalda. „Þeir ráða fólk sem er ekki hrætt við að fremja glæpi, að fara inn á heimili án heimildar og drepa. Glæpamaður gerir þetta greiðar því hann hefur þegar gert þessa hluti áður,“ segir Nora Echavez, fyrrverandi saksóknari í Miranda-ríki, þar sem morðmálið gegn liðsmönnum sveitarinnar er nú rekið.
Venesúela Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira