Segir nær öruggt að flugmaður Malaysian Air MH370 hafi grandað vélinni af ásettu ráði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 23:26 Tony Abbott var forsætisráðherra Ástralíu þegar flugvél Malaysian Airlines MH370 hvarf. getty/Stefan Postles Fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu segir það nærri öruggt að flugstjóri Malaysian Airlines MH370 flugvélarinnar hafi framið morð og sjálfsvíg. Það hafi leitt til hvarfs vélarinnar árið 2014 sem enn hefur ekki fundist. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Tony Abbott, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, sagði að allt frá upphafi hafi háttsettir embættismenn í Malasíska stjórnkerfinu talið að Zaharie Ahmad Shah, flugmaður vélarinnar, hafi vísvitandi grandað vélinni.Sjá einnig: Dularfullt hvarf farþegaflugvélar Abbott var forsætisráðherra þegar Boeing 777 vélin hvarf þann 8. mars 2014 með 239 innanborðs á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking. Flugritarnir enn týndir Einu ummerkin sem fundust um vélina í sameiginlegri leit Ástralíu og Malasíu var brot af væng sem skolaði upp á land á eyju í Indlandshafi og er það eini hluti vélarinnar sem fundist hefur. Leit var að lokum hætt árið 2017. Leitin var sú umfangsmesta í sögu flugsamganga. Ári síðar komu fram niðurstöður úr sjálfstæðri rannsókn á vegum Malasíu og kom þar fram að stefnu vélarinnar hafi verið breytt vísvitandi og það hafi verið gert handvirkt. Þó var enginn nefndur sem grunaður í málinu.Sjá einnig: Sex mánuðir í dag frá hvarfi flugs Malaysian Airlines MH370 Maður skrifar skilaboð til farþega flugvélarinnar MH370 sem hvarf árið 2014.getty/NurPhoto Þá sagði einnig í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að ekki væri hægt að segja til um það hvað hafi valdið hrapinu nema ef brak vélarinnar eða flugriti þess komi í leitirnar. Þá hafi ekki verið nein merki um að flugmennirnir hafi verið undir álagi eða hagað sér undarlega og að enginn farþeganna hefði getað flogið vélinni upp á eigin spýtur. Allar vísbendingar eltar en ekkert svar fannst „Ég tel mig vita það með vissu, og hafa fyrir því heimildir frá æðstu embættismönnum Malasíu, að þeir hafi talið, allt frá byrjun, að flugmaðurinn hafi grandað vélinni af ásetningi,“ sagði Abbott í heimildarmynd fréttastofu Sky í Ástralíu. „Ég ætla ekki að segja hver sagði hverjum hvað, en ég ætla að vera alveg skýr: það var almennur skilningur hjá hinum hæst settu að þetta hafi alveg örugglega verið morð og sjálfsvíg flugmannsins.“ Einn rannsakendanna, malasíski lögreglustjórinn Abdul Hamid Bador, svaraði þessum orðum forsætisráðherrans fyrrverandi og sagði að engar sannanir liggi fyrir um hlut Zaharie í málinu og að hvarf vélarinnar sé enn ráðgáta. Þá hafi rannsakendur elt uppi hverja einustu vísbendingu og möguleika en ekkert óhrekjandi svar hafi fundist. Þetta sagði Hishammuddin Hussein, samgönguráðherra Malasíu, í yfirlýsingu. Ástralía Flugvélahvarf MH370 Fréttir af flugi Malasía Tengdar fréttir Flugi MH370 ekki grandað af flugstjóranum Rannsakendur í Ástralíu hafna því alfarið að flugstjóri malasískrar farþegaþotu hafi viljandi grandað vélinni í flugi frá Pekíng til Kuala Lumpur árið 2014. 23. maí 2018 07:07 Hætta leit að MH370 eftir tvær vikur Þá verður leit lokið á um 120 þúsund ferkílómetra svæði í Indlandshafi, en engar trúverðugar vísbendingar um staðsetningu vélarinnar hafa fundist. 6. janúar 2017 14:35 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu segir það nærri öruggt að flugstjóri Malaysian Airlines MH370 flugvélarinnar hafi framið morð og sjálfsvíg. Það hafi leitt til hvarfs vélarinnar árið 2014 sem enn hefur ekki fundist. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Tony Abbott, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, sagði að allt frá upphafi hafi háttsettir embættismenn í Malasíska stjórnkerfinu talið að Zaharie Ahmad Shah, flugmaður vélarinnar, hafi vísvitandi grandað vélinni.Sjá einnig: Dularfullt hvarf farþegaflugvélar Abbott var forsætisráðherra þegar Boeing 777 vélin hvarf þann 8. mars 2014 með 239 innanborðs á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking. Flugritarnir enn týndir Einu ummerkin sem fundust um vélina í sameiginlegri leit Ástralíu og Malasíu var brot af væng sem skolaði upp á land á eyju í Indlandshafi og er það eini hluti vélarinnar sem fundist hefur. Leit var að lokum hætt árið 2017. Leitin var sú umfangsmesta í sögu flugsamganga. Ári síðar komu fram niðurstöður úr sjálfstæðri rannsókn á vegum Malasíu og kom þar fram að stefnu vélarinnar hafi verið breytt vísvitandi og það hafi verið gert handvirkt. Þó var enginn nefndur sem grunaður í málinu.Sjá einnig: Sex mánuðir í dag frá hvarfi flugs Malaysian Airlines MH370 Maður skrifar skilaboð til farþega flugvélarinnar MH370 sem hvarf árið 2014.getty/NurPhoto Þá sagði einnig í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að ekki væri hægt að segja til um það hvað hafi valdið hrapinu nema ef brak vélarinnar eða flugriti þess komi í leitirnar. Þá hafi ekki verið nein merki um að flugmennirnir hafi verið undir álagi eða hagað sér undarlega og að enginn farþeganna hefði getað flogið vélinni upp á eigin spýtur. Allar vísbendingar eltar en ekkert svar fannst „Ég tel mig vita það með vissu, og hafa fyrir því heimildir frá æðstu embættismönnum Malasíu, að þeir hafi talið, allt frá byrjun, að flugmaðurinn hafi grandað vélinni af ásetningi,“ sagði Abbott í heimildarmynd fréttastofu Sky í Ástralíu. „Ég ætla ekki að segja hver sagði hverjum hvað, en ég ætla að vera alveg skýr: það var almennur skilningur hjá hinum hæst settu að þetta hafi alveg örugglega verið morð og sjálfsvíg flugmannsins.“ Einn rannsakendanna, malasíski lögreglustjórinn Abdul Hamid Bador, svaraði þessum orðum forsætisráðherrans fyrrverandi og sagði að engar sannanir liggi fyrir um hlut Zaharie í málinu og að hvarf vélarinnar sé enn ráðgáta. Þá hafi rannsakendur elt uppi hverja einustu vísbendingu og möguleika en ekkert óhrekjandi svar hafi fundist. Þetta sagði Hishammuddin Hussein, samgönguráðherra Malasíu, í yfirlýsingu.
Ástralía Flugvélahvarf MH370 Fréttir af flugi Malasía Tengdar fréttir Flugi MH370 ekki grandað af flugstjóranum Rannsakendur í Ástralíu hafna því alfarið að flugstjóri malasískrar farþegaþotu hafi viljandi grandað vélinni í flugi frá Pekíng til Kuala Lumpur árið 2014. 23. maí 2018 07:07 Hætta leit að MH370 eftir tvær vikur Þá verður leit lokið á um 120 þúsund ferkílómetra svæði í Indlandshafi, en engar trúverðugar vísbendingar um staðsetningu vélarinnar hafa fundist. 6. janúar 2017 14:35 Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fleiri fréttir Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Sjá meira
Flugi MH370 ekki grandað af flugstjóranum Rannsakendur í Ástralíu hafna því alfarið að flugstjóri malasískrar farþegaþotu hafi viljandi grandað vélinni í flugi frá Pekíng til Kuala Lumpur árið 2014. 23. maí 2018 07:07
Hætta leit að MH370 eftir tvær vikur Þá verður leit lokið á um 120 þúsund ferkílómetra svæði í Indlandshafi, en engar trúverðugar vísbendingar um staðsetningu vélarinnar hafa fundist. 6. janúar 2017 14:35