Segir nær öruggt að flugmaður Malaysian Air MH370 hafi grandað vélinni af ásettu ráði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 23:26 Tony Abbott var forsætisráðherra Ástralíu þegar flugvél Malaysian Airlines MH370 hvarf. getty/Stefan Postles Fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu segir það nærri öruggt að flugstjóri Malaysian Airlines MH370 flugvélarinnar hafi framið morð og sjálfsvíg. Það hafi leitt til hvarfs vélarinnar árið 2014 sem enn hefur ekki fundist. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Tony Abbott, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, sagði að allt frá upphafi hafi háttsettir embættismenn í Malasíska stjórnkerfinu talið að Zaharie Ahmad Shah, flugmaður vélarinnar, hafi vísvitandi grandað vélinni.Sjá einnig: Dularfullt hvarf farþegaflugvélar Abbott var forsætisráðherra þegar Boeing 777 vélin hvarf þann 8. mars 2014 með 239 innanborðs á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking. Flugritarnir enn týndir Einu ummerkin sem fundust um vélina í sameiginlegri leit Ástralíu og Malasíu var brot af væng sem skolaði upp á land á eyju í Indlandshafi og er það eini hluti vélarinnar sem fundist hefur. Leit var að lokum hætt árið 2017. Leitin var sú umfangsmesta í sögu flugsamganga. Ári síðar komu fram niðurstöður úr sjálfstæðri rannsókn á vegum Malasíu og kom þar fram að stefnu vélarinnar hafi verið breytt vísvitandi og það hafi verið gert handvirkt. Þó var enginn nefndur sem grunaður í málinu.Sjá einnig: Sex mánuðir í dag frá hvarfi flugs Malaysian Airlines MH370 Maður skrifar skilaboð til farþega flugvélarinnar MH370 sem hvarf árið 2014.getty/NurPhoto Þá sagði einnig í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að ekki væri hægt að segja til um það hvað hafi valdið hrapinu nema ef brak vélarinnar eða flugriti þess komi í leitirnar. Þá hafi ekki verið nein merki um að flugmennirnir hafi verið undir álagi eða hagað sér undarlega og að enginn farþeganna hefði getað flogið vélinni upp á eigin spýtur. Allar vísbendingar eltar en ekkert svar fannst „Ég tel mig vita það með vissu, og hafa fyrir því heimildir frá æðstu embættismönnum Malasíu, að þeir hafi talið, allt frá byrjun, að flugmaðurinn hafi grandað vélinni af ásetningi,“ sagði Abbott í heimildarmynd fréttastofu Sky í Ástralíu. „Ég ætla ekki að segja hver sagði hverjum hvað, en ég ætla að vera alveg skýr: það var almennur skilningur hjá hinum hæst settu að þetta hafi alveg örugglega verið morð og sjálfsvíg flugmannsins.“ Einn rannsakendanna, malasíski lögreglustjórinn Abdul Hamid Bador, svaraði þessum orðum forsætisráðherrans fyrrverandi og sagði að engar sannanir liggi fyrir um hlut Zaharie í málinu og að hvarf vélarinnar sé enn ráðgáta. Þá hafi rannsakendur elt uppi hverja einustu vísbendingu og möguleika en ekkert óhrekjandi svar hafi fundist. Þetta sagði Hishammuddin Hussein, samgönguráðherra Malasíu, í yfirlýsingu. Ástralía Flugvélahvarf MH370 Fréttir af flugi Malasía Tengdar fréttir Flugi MH370 ekki grandað af flugstjóranum Rannsakendur í Ástralíu hafna því alfarið að flugstjóri malasískrar farþegaþotu hafi viljandi grandað vélinni í flugi frá Pekíng til Kuala Lumpur árið 2014. 23. maí 2018 07:07 Hætta leit að MH370 eftir tvær vikur Þá verður leit lokið á um 120 þúsund ferkílómetra svæði í Indlandshafi, en engar trúverðugar vísbendingar um staðsetningu vélarinnar hafa fundist. 6. janúar 2017 14:35 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu segir það nærri öruggt að flugstjóri Malaysian Airlines MH370 flugvélarinnar hafi framið morð og sjálfsvíg. Það hafi leitt til hvarfs vélarinnar árið 2014 sem enn hefur ekki fundist. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Tony Abbott, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, sagði að allt frá upphafi hafi háttsettir embættismenn í Malasíska stjórnkerfinu talið að Zaharie Ahmad Shah, flugmaður vélarinnar, hafi vísvitandi grandað vélinni.Sjá einnig: Dularfullt hvarf farþegaflugvélar Abbott var forsætisráðherra þegar Boeing 777 vélin hvarf þann 8. mars 2014 með 239 innanborðs á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking. Flugritarnir enn týndir Einu ummerkin sem fundust um vélina í sameiginlegri leit Ástralíu og Malasíu var brot af væng sem skolaði upp á land á eyju í Indlandshafi og er það eini hluti vélarinnar sem fundist hefur. Leit var að lokum hætt árið 2017. Leitin var sú umfangsmesta í sögu flugsamganga. Ári síðar komu fram niðurstöður úr sjálfstæðri rannsókn á vegum Malasíu og kom þar fram að stefnu vélarinnar hafi verið breytt vísvitandi og það hafi verið gert handvirkt. Þó var enginn nefndur sem grunaður í málinu.Sjá einnig: Sex mánuðir í dag frá hvarfi flugs Malaysian Airlines MH370 Maður skrifar skilaboð til farþega flugvélarinnar MH370 sem hvarf árið 2014.getty/NurPhoto Þá sagði einnig í skýrslu rannsóknarnefndarinnar að ekki væri hægt að segja til um það hvað hafi valdið hrapinu nema ef brak vélarinnar eða flugriti þess komi í leitirnar. Þá hafi ekki verið nein merki um að flugmennirnir hafi verið undir álagi eða hagað sér undarlega og að enginn farþeganna hefði getað flogið vélinni upp á eigin spýtur. Allar vísbendingar eltar en ekkert svar fannst „Ég tel mig vita það með vissu, og hafa fyrir því heimildir frá æðstu embættismönnum Malasíu, að þeir hafi talið, allt frá byrjun, að flugmaðurinn hafi grandað vélinni af ásetningi,“ sagði Abbott í heimildarmynd fréttastofu Sky í Ástralíu. „Ég ætla ekki að segja hver sagði hverjum hvað, en ég ætla að vera alveg skýr: það var almennur skilningur hjá hinum hæst settu að þetta hafi alveg örugglega verið morð og sjálfsvíg flugmannsins.“ Einn rannsakendanna, malasíski lögreglustjórinn Abdul Hamid Bador, svaraði þessum orðum forsætisráðherrans fyrrverandi og sagði að engar sannanir liggi fyrir um hlut Zaharie í málinu og að hvarf vélarinnar sé enn ráðgáta. Þá hafi rannsakendur elt uppi hverja einustu vísbendingu og möguleika en ekkert óhrekjandi svar hafi fundist. Þetta sagði Hishammuddin Hussein, samgönguráðherra Malasíu, í yfirlýsingu.
Ástralía Flugvélahvarf MH370 Fréttir af flugi Malasía Tengdar fréttir Flugi MH370 ekki grandað af flugstjóranum Rannsakendur í Ástralíu hafna því alfarið að flugstjóri malasískrar farþegaþotu hafi viljandi grandað vélinni í flugi frá Pekíng til Kuala Lumpur árið 2014. 23. maí 2018 07:07 Hætta leit að MH370 eftir tvær vikur Þá verður leit lokið á um 120 þúsund ferkílómetra svæði í Indlandshafi, en engar trúverðugar vísbendingar um staðsetningu vélarinnar hafa fundist. 6. janúar 2017 14:35 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Sjá meira
Flugi MH370 ekki grandað af flugstjóranum Rannsakendur í Ástralíu hafna því alfarið að flugstjóri malasískrar farþegaþotu hafi viljandi grandað vélinni í flugi frá Pekíng til Kuala Lumpur árið 2014. 23. maí 2018 07:07
Hætta leit að MH370 eftir tvær vikur Þá verður leit lokið á um 120 þúsund ferkílómetra svæði í Indlandshafi, en engar trúverðugar vísbendingar um staðsetningu vélarinnar hafa fundist. 6. janúar 2017 14:35