Fór með börnin sín út á land eftir ítrekaðar hótanir frá barnaníðingum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 10:35 Mikael Torfason segir að umfjöllun DV hafi verið glannalega framsett. Skjáskot/Youtube Mikael Torfason, sem hefur ritstýrt mörgum af stærstu fjölmiðlum landsins er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Eftir Mikael liggja fjölmargar bækur og um árabil ritstýrði hann DV, Fréttablaðinu, Fréttatímanum og tímaritum Birtings. Í viðtalinu ræða hann og Sölvi alls kyns sögur sem áttu sér stað bak við tjöldin. Ein sú stærsta var þegar tugþúsundir manna vildu leggja niður DV eftir frétt um barnaníðing á Vestfjörðum. „Fréttin er alveg rock solid, en svo getum við ekki setið á okkur, þannig að ég breyti fyrirsögninni á forsíðu í að taka það sérstaklega fram að hann hafi verið einhentur. Svo gerist það um nóttina áður en blaðið fer í prentun, að hann hengir sig,“ segir Mikael. „Þessi frétt var glannalega framsett. Í fullkomnunaráráttunni minni á þessum tíma fannst mér að það hefði verið betra að standa fastari fótum og vera ekki með einhvern fíflaskap í þessu máli og sleppa því að segja að hann væri einhentur. Þetta var fullmikið „british tabloid“ en það var rosalega lærdómsríkt ferli sem fylgdi þarna á eftir að vera svona umdeildur.“ Dagana eftir að fréttin fór úr skrifuðu tugþúsundir Íslendinga undir undirskriftarlista um að það ætti að leggja niður DV og Mikael gat varla farið út í búð í langan tíma á eftir. „Þetta var ótrúlega áhugaverður tími sem kenndi mér mikið. Það er rosalega mikill áróður gegn blaðamönnum og við erum á ákveðinn hátt vanþróuð hvernig við lítum á blaðamennsku. Ég hef örugglega tapað á bilinu 8 til 12 meiðyrðamálum fyrir dómi, en aldrei á þeirri forsendu að það hafi ekki verið satt.“ Steingrímur Njálsson mætti á ritstjórnina Mikael þurfti að fara með börnin sín út á land og láta þau vera þar í kjölfarið, þar sem hann lenti í alls kyns hótunum og segir að barnaníðingar hafi fengið byr í seglin og margir þeirra höfðu samband við hann og DV eftir að fréttin kom út. „Það var fullt af nafntoguðu fólki sem vildi segja þá skoðun sína að ég hefði drepið mann þegar ég skrifaði fréttina og hann hengdi sig. Margir með mjög harðar skoðanir, en það hvarflaði aldrei að mér að fara í mál. Þetta getur alveg böggað mig og ég get setið heima hjá mér og sárnað.“ Hann fór þó ekki í mál við þessa einstaklinga. „Ég lenti alveg í því að leigubílar neituðu að keyra mig og ég lenti alveg í því að barnaníðingar komu inn á ritstjórnina og heim til mín og sögðust vita hvar börnin mín væru og svo framvegis. Þeim fannst þeir vera komnir með uppreisn æru þarna og Steingrímur Njálsson kom inn á ritstjórnina af því að hann taldi þarna að núna sæi fólk loksins hvað barnaníðingar hefðu verið mikil fórnarlömb fjölmiðla og ég flutti börnin mín í skjól út á land. Við sóttum þau bara í skólann og keyrðum þau alltaf austur fyrir fjall þess á milli,“ segir Mikael meðal annars í viðtalinu. „Ástæðan fyrir því að þetta var svona umdeilt var að við vorum að kroppa í sár sem enginn hafði þorað að kroppa í. Varðandi kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum og kynbundið ofbeldi og fleira. Það var á þessum tíma raunverulegt að skömmin var þín ef þú varst fórnarlamb.“ Í dag býr Mikael með fjölskyldu sinni í Vínarborg, þar sem hann fæst mest við að skrifa handrit fyrir leikhús, kvikmyndir og sjónvarp. Í viðtalinu fara hann og Sölvi yfir stórmerkilegan feril Mikaels, erfiðustu fréttirnar, eigendaafskipti, gildi í blaðamennsku og margt fleira. Viðtalið er komið á Spotify og má einnig sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira
Mikael Torfason, sem hefur ritstýrt mörgum af stærstu fjölmiðlum landsins er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í podcasti Sölva. Eftir Mikael liggja fjölmargar bækur og um árabil ritstýrði hann DV, Fréttablaðinu, Fréttatímanum og tímaritum Birtings. Í viðtalinu ræða hann og Sölvi alls kyns sögur sem áttu sér stað bak við tjöldin. Ein sú stærsta var þegar tugþúsundir manna vildu leggja niður DV eftir frétt um barnaníðing á Vestfjörðum. „Fréttin er alveg rock solid, en svo getum við ekki setið á okkur, þannig að ég breyti fyrirsögninni á forsíðu í að taka það sérstaklega fram að hann hafi verið einhentur. Svo gerist það um nóttina áður en blaðið fer í prentun, að hann hengir sig,“ segir Mikael. „Þessi frétt var glannalega framsett. Í fullkomnunaráráttunni minni á þessum tíma fannst mér að það hefði verið betra að standa fastari fótum og vera ekki með einhvern fíflaskap í þessu máli og sleppa því að segja að hann væri einhentur. Þetta var fullmikið „british tabloid“ en það var rosalega lærdómsríkt ferli sem fylgdi þarna á eftir að vera svona umdeildur.“ Dagana eftir að fréttin fór úr skrifuðu tugþúsundir Íslendinga undir undirskriftarlista um að það ætti að leggja niður DV og Mikael gat varla farið út í búð í langan tíma á eftir. „Þetta var ótrúlega áhugaverður tími sem kenndi mér mikið. Það er rosalega mikill áróður gegn blaðamönnum og við erum á ákveðinn hátt vanþróuð hvernig við lítum á blaðamennsku. Ég hef örugglega tapað á bilinu 8 til 12 meiðyrðamálum fyrir dómi, en aldrei á þeirri forsendu að það hafi ekki verið satt.“ Steingrímur Njálsson mætti á ritstjórnina Mikael þurfti að fara með börnin sín út á land og láta þau vera þar í kjölfarið, þar sem hann lenti í alls kyns hótunum og segir að barnaníðingar hafi fengið byr í seglin og margir þeirra höfðu samband við hann og DV eftir að fréttin kom út. „Það var fullt af nafntoguðu fólki sem vildi segja þá skoðun sína að ég hefði drepið mann þegar ég skrifaði fréttina og hann hengdi sig. Margir með mjög harðar skoðanir, en það hvarflaði aldrei að mér að fara í mál. Þetta getur alveg böggað mig og ég get setið heima hjá mér og sárnað.“ Hann fór þó ekki í mál við þessa einstaklinga. „Ég lenti alveg í því að leigubílar neituðu að keyra mig og ég lenti alveg í því að barnaníðingar komu inn á ritstjórnina og heim til mín og sögðust vita hvar börnin mín væru og svo framvegis. Þeim fannst þeir vera komnir með uppreisn æru þarna og Steingrímur Njálsson kom inn á ritstjórnina af því að hann taldi þarna að núna sæi fólk loksins hvað barnaníðingar hefðu verið mikil fórnarlömb fjölmiðla og ég flutti börnin mín í skjól út á land. Við sóttum þau bara í skólann og keyrðum þau alltaf austur fyrir fjall þess á milli,“ segir Mikael meðal annars í viðtalinu. „Ástæðan fyrir því að þetta var svona umdeilt var að við vorum að kroppa í sár sem enginn hafði þorað að kroppa í. Varðandi kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum og kynbundið ofbeldi og fleira. Það var á þessum tíma raunverulegt að skömmin var þín ef þú varst fórnarlamb.“ Í dag býr Mikael með fjölskyldu sinni í Vínarborg, þar sem hann fæst mest við að skrifa handrit fyrir leikhús, kvikmyndir og sjónvarp. Í viðtalinu fara hann og Sölvi yfir stórmerkilegan feril Mikaels, erfiðustu fréttirnar, eigendaafskipti, gildi í blaðamennsku og margt fleira. Viðtalið er komið á Spotify og má einnig sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Sjá meira