Dagur kvenfélagskonunnar er í dag 1. febrúar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. febrúar 2020 12:15 Elinborg Sigurðardóttir, formaður Sambands sunnlenskra kvenna. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Dagur kvenfélagskonunnar er í dag og á sama tíma fagnar Kvenfélagssamband Íslands 90 ára afmæli. Í tilefni dagsins ætla kvenfélagskonur að heimsækja forseta Íslands á Bessastaði og í kvöld verður skemmtun í Aratungu í Biskupstungum þar sem á að safna peningum til kaupa á tækjabúnaði, sem nýtist við skoðun á kvenlíffærum í tengslum við meðgöngu, fæðingu og kvenheilbrigði. Um fimm þúsund kvenfélagskonur eru í landinu í fjölmörgum kvenfélögum. 1. febrúar er alltaf tileinkaður kvenfélagskonum og nú háttar svo til að Kvenfélagasamband Íslands á líka 90 ára afmæli í dag en það var stofnað 1. febrúar 1930. Það stendur mikið til hjá kvenfélagskonum allt árið vegna afmælisins hjá kvenfélagskonum. Elinborg Sigurðardóttir er formaður Sambands sunnlenskra kvenna. „Við ætlum að safna fyrir tækjum og tækni til þess að hægt verði að tengja saman monitora og ómtæki um allt land og tengja það Kvennadeild Landsspítalans þannig að það sé hægt að skoða konur á meðgöngu og fæðingu og varðandi kvensjúkdóma og fá aðstoð hjá kvennadeildinni við að lesa úr ef það eru einhver vafaatriði þannig að það þurfi ekki að vera að senda konur á milli landshluta vegna einhverra óvissuþátta eins og hefur þurft að gera“, segir Elinborg og bætir við. „Þetta er heilmikið og stórt verkefni, við þurfum að safna að minnsta kosti 36 milljónum króna til þess að þetta takist og við ætlum okkur allt árið til þessa“. Ætlunin er að safna 36 milljónum króna á afmælisárinu. Kvenfélagskonurnar ætla til dæmis að selja gyllt armbönd og súkkulaði til að fjármagna verkefnið. Í tilefni af 90 ára afmæli Kvenfélagssambandsin ætla fulltrúar kvenfélagskvenna að heimsækja forseta Íslands á Bessastaði klukkan 14:00 í dag og í kvöld klukkan 20.00 verður fjáröflunarsamkoma á vegum Kvenfélags Biskupstungna í Aratungu, sem ber yfirskriftina; „Gyllum tilveruna“. „Það verða skemmtiatriði, matur og að konur hafi gaman saman, hlægja og skemmti sér og þess vegna að dansa, það verður líka tískusýning, já, bara eitt og annað skemmtilegt“, segir Elínborg. Þetta eru skilaboðin frá formanni Sambands sunnlenskra kvenna. „Bara að óska öllum kvenfélagskonum til hamingju með afmælið og áfram verður við sterkar og vinnum með hugsjón kvenfélagsstarfsins að leiðarljósi, kærleikur, samvinna, virðing“. Bláskógabyggð Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Dagur kvenfélagskonunnar er í dag og á sama tíma fagnar Kvenfélagssamband Íslands 90 ára afmæli. Í tilefni dagsins ætla kvenfélagskonur að heimsækja forseta Íslands á Bessastaði og í kvöld verður skemmtun í Aratungu í Biskupstungum þar sem á að safna peningum til kaupa á tækjabúnaði, sem nýtist við skoðun á kvenlíffærum í tengslum við meðgöngu, fæðingu og kvenheilbrigði. Um fimm þúsund kvenfélagskonur eru í landinu í fjölmörgum kvenfélögum. 1. febrúar er alltaf tileinkaður kvenfélagskonum og nú háttar svo til að Kvenfélagasamband Íslands á líka 90 ára afmæli í dag en það var stofnað 1. febrúar 1930. Það stendur mikið til hjá kvenfélagskonum allt árið vegna afmælisins hjá kvenfélagskonum. Elinborg Sigurðardóttir er formaður Sambands sunnlenskra kvenna. „Við ætlum að safna fyrir tækjum og tækni til þess að hægt verði að tengja saman monitora og ómtæki um allt land og tengja það Kvennadeild Landsspítalans þannig að það sé hægt að skoða konur á meðgöngu og fæðingu og varðandi kvensjúkdóma og fá aðstoð hjá kvennadeildinni við að lesa úr ef það eru einhver vafaatriði þannig að það þurfi ekki að vera að senda konur á milli landshluta vegna einhverra óvissuþátta eins og hefur þurft að gera“, segir Elinborg og bætir við. „Þetta er heilmikið og stórt verkefni, við þurfum að safna að minnsta kosti 36 milljónum króna til þess að þetta takist og við ætlum okkur allt árið til þessa“. Ætlunin er að safna 36 milljónum króna á afmælisárinu. Kvenfélagskonurnar ætla til dæmis að selja gyllt armbönd og súkkulaði til að fjármagna verkefnið. Í tilefni af 90 ára afmæli Kvenfélagssambandsin ætla fulltrúar kvenfélagskvenna að heimsækja forseta Íslands á Bessastaði klukkan 14:00 í dag og í kvöld klukkan 20.00 verður fjáröflunarsamkoma á vegum Kvenfélags Biskupstungna í Aratungu, sem ber yfirskriftina; „Gyllum tilveruna“. „Það verða skemmtiatriði, matur og að konur hafi gaman saman, hlægja og skemmti sér og þess vegna að dansa, það verður líka tískusýning, já, bara eitt og annað skemmtilegt“, segir Elínborg. Þetta eru skilaboðin frá formanni Sambands sunnlenskra kvenna. „Bara að óska öllum kvenfélagskonum til hamingju með afmælið og áfram verður við sterkar og vinnum með hugsjón kvenfélagsstarfsins að leiðarljósi, kærleikur, samvinna, virðing“.
Bláskógabyggð Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira