„Hann verður að útskýra hvernig það er ekki þvingun ef menn verða samt að sameinast“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. febrúar 2020 20:30 Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps segir að Sigurður Ingi Jóhansson, sveitarstjórnarráðherra, verði að útskýra betur hvernig það sé ekki lögþvingun að sveitarfélög verði að sameinast til að ná lágmarksíbúafjölda.Alþingi samþykkti á fimmtudaginn þingsályktunartillögu um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. Gert er áð fyrir að innan tveggja ári verði lágmarksfjöldi íbúa í sveitarfélögum 250 og að árið 2026 verði öll sveitarfélög að lágmarki með eitt þúsund íbúa. Grýtubakkahreppur, þar sem búa um 400 manns, þarf því að óbreyttu að finna sér sameiningarfélaga fyrir árið 2026. Þar á bæ eru íbúar mjög ósáttir við að þurfa að sameinast öðrum sveitarfélögum. Óánægjan kom skýrt fram á fundi með Sigurði Inga á miðvikudaginn þar sem honum var afhent mótmælaskjal. Sveitarfélög á Íslandi í upphafi ársins 2019.Vísir. „Það var einkaframtak hjá ibúunum sjálfum að mótmæla lögþvingun sameininga og það voru 186 sem skrifuðu undir. 2018 kusu 193 þannnig að þetta er bara samfélagið. Eindrægnin og samstaðan var gríðarleg. Ég er mjög stoltur af íbúunum hvernig þeir komu fram sem algjörlega einn maður,“ segir Þröstur Friðfinsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.Ráðherra hefur þvertekið fyrir í umræðum um málið á Alþingi að lágmarksíbúafjöldi feli í sér þvingun til að sameinast, þau hafi tíma til að aðlaga sig. Þetta gengur ekki upp að mati heimamanna í Grýtubakkahreppi „Það er alveg skýrt að það á að vera 1000 íbúa lágmark Hann segir að það sé ekki lögþvingun af því að við fáum góðan tíma, sveitarfélög almennt, fái að ráða hverjum þau sameinast, en hann verður að útskýra hvernig það er ekki þvingun ef menn verða samt að sameinast,“ segir Þröstur. Sigurður Ingi Jóhannsson aflaði sér ekki vinsælda hjá smæstu sveitarfélögunum.Vísir/Vilhelm Íbúarnir óttist það að með sameiningum fjari undan sjálfsákvörðunarréttinum. „Íbúar upplifa þetta þannig að 370 manns, lítið samfélag, það verður alltaf mikill minnihluti í samfélagi sem er orðið eitthvað yfir 1000, tala nú ekki um enn stærra. Þá hafa menn ekkert forræði í sínum málum,“ segir Þröstur. Íbúar í Grýtubrakkahreppi velti því fyrir sér hvort þetta geti tallist lýðræðislegt. „Við spyrjum okkur af hverju íbúarnir hérna eigi að vera með öðruvísi lýðræði en þeir sem búa í Hveragerði eða einhvers staðar annars staðar.“ Alþingi Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Lítur á lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga sem ofbeldi Síðari umræða um þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033 fór fram á Alþingi í dag. 28. janúar 2020 18:02 Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 Deildu um lögþvingun Sveitarstjórnarráðherra segir suma þingmenn misskilja þingsályktunartillögu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga. Ekki sé um lögþvingun að ræða enda hafi tillagan verið unnin í náinni samvinnu við sveitarfélög og þau hafi tíma til að aðlaga sig. 30. janúar 2020 20:49 Alþingi samþykkir tillögu þar sem kveðið er á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga Henni er meðal annars ætlað að stuðla að sameiningum sveitarfélaga en í áætluninni fellst ákvæði um að lágmarksíbúafjöldi miðist við 1000 íbúa árið 2026. 29. janúar 2020 17:22 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Sjá meira
Sveitarstjóri Grýtubakkahrepps segir að Sigurður Ingi Jóhansson, sveitarstjórnarráðherra, verði að útskýra betur hvernig það sé ekki lögþvingun að sveitarfélög verði að sameinast til að ná lágmarksíbúafjölda.Alþingi samþykkti á fimmtudaginn þingsályktunartillögu um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. Gert er áð fyrir að innan tveggja ári verði lágmarksfjöldi íbúa í sveitarfélögum 250 og að árið 2026 verði öll sveitarfélög að lágmarki með eitt þúsund íbúa. Grýtubakkahreppur, þar sem búa um 400 manns, þarf því að óbreyttu að finna sér sameiningarfélaga fyrir árið 2026. Þar á bæ eru íbúar mjög ósáttir við að þurfa að sameinast öðrum sveitarfélögum. Óánægjan kom skýrt fram á fundi með Sigurði Inga á miðvikudaginn þar sem honum var afhent mótmælaskjal. Sveitarfélög á Íslandi í upphafi ársins 2019.Vísir. „Það var einkaframtak hjá ibúunum sjálfum að mótmæla lögþvingun sameininga og það voru 186 sem skrifuðu undir. 2018 kusu 193 þannnig að þetta er bara samfélagið. Eindrægnin og samstaðan var gríðarleg. Ég er mjög stoltur af íbúunum hvernig þeir komu fram sem algjörlega einn maður,“ segir Þröstur Friðfinsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.Ráðherra hefur þvertekið fyrir í umræðum um málið á Alþingi að lágmarksíbúafjöldi feli í sér þvingun til að sameinast, þau hafi tíma til að aðlaga sig. Þetta gengur ekki upp að mati heimamanna í Grýtubakkahreppi „Það er alveg skýrt að það á að vera 1000 íbúa lágmark Hann segir að það sé ekki lögþvingun af því að við fáum góðan tíma, sveitarfélög almennt, fái að ráða hverjum þau sameinast, en hann verður að útskýra hvernig það er ekki þvingun ef menn verða samt að sameinast,“ segir Þröstur. Sigurður Ingi Jóhannsson aflaði sér ekki vinsælda hjá smæstu sveitarfélögunum.Vísir/Vilhelm Íbúarnir óttist það að með sameiningum fjari undan sjálfsákvörðunarréttinum. „Íbúar upplifa þetta þannig að 370 manns, lítið samfélag, það verður alltaf mikill minnihluti í samfélagi sem er orðið eitthvað yfir 1000, tala nú ekki um enn stærra. Þá hafa menn ekkert forræði í sínum málum,“ segir Þröstur. Íbúar í Grýtubrakkahreppi velti því fyrir sér hvort þetta geti tallist lýðræðislegt. „Við spyrjum okkur af hverju íbúarnir hérna eigi að vera með öðruvísi lýðræði en þeir sem búa í Hveragerði eða einhvers staðar annars staðar.“
Alþingi Grýtubakkahreppur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Lítur á lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga sem ofbeldi Síðari umræða um þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033 fór fram á Alþingi í dag. 28. janúar 2020 18:02 Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00 Deildu um lögþvingun Sveitarstjórnarráðherra segir suma þingmenn misskilja þingsályktunartillögu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga. Ekki sé um lögþvingun að ræða enda hafi tillagan verið unnin í náinni samvinnu við sveitarfélög og þau hafi tíma til að aðlaga sig. 30. janúar 2020 20:49 Alþingi samþykkir tillögu þar sem kveðið er á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga Henni er meðal annars ætlað að stuðla að sameiningum sveitarfélaga en í áætluninni fellst ákvæði um að lágmarksíbúafjöldi miðist við 1000 íbúa árið 2026. 29. janúar 2020 17:22 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Sjá meira
Lítur á lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga sem ofbeldi Síðari umræða um þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til ársins 2033 fór fram á Alþingi í dag. 28. janúar 2020 18:02
Telur að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi geti leitt til verri þjónustu Sveitarstjóra Grýtubakkahrepps líst illa á tillögur um að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga miðist við þúsund. Hann telur að með því muni þjónusta í mörgum sveitarfélögum versna, þvert á það sem lagt er upp með í tillögum stjórnvalda. 15. ágúst 2019 20:00
Deildu um lögþvingun Sveitarstjórnarráðherra segir suma þingmenn misskilja þingsályktunartillögu um lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga. Ekki sé um lögþvingun að ræða enda hafi tillagan verið unnin í náinni samvinnu við sveitarfélög og þau hafi tíma til að aðlaga sig. 30. janúar 2020 20:49
Alþingi samþykkir tillögu þar sem kveðið er á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga Henni er meðal annars ætlað að stuðla að sameiningum sveitarfélaga en í áætluninni fellst ákvæði um að lágmarksíbúafjöldi miðist við 1000 íbúa árið 2026. 29. janúar 2020 17:22