Breytt gjaldskrá Póstsins „mikið högg“ fyrir lítinn héraðsfréttamiðil Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2020 13:45 Gunnar segir þetta hafi í för með sér 25-30% hækkun kostnaðar vegna dreifingar. Vísir/Vilhelm Gjaldskrárbreytingar hjá Póstinum koma afar illa við rekstur Austurfrétta og annarra héraðsmiðla að sögn ritstjóra. Það sé miðlinum lífsnauðsynlegt að fjölmiðlafrumvarpið nái fram að ganga en gjaldskrárhækkanir Póstsins éti þó upp á móti það sem fengist í styrk samkvæmt fjölmiðlafrumvarpinu. Pósturinn hefur boðað breytingar sem meðal annars fela í sér að felld verður niður gjaldskrá fyrir blöð og tímarit. Dreifing slíkra blaða færist þannig undir almenna gjaldskrá með magnafslætti. Í tilfelli Austurfrétta hækkar kostnaður vegna dreifingar um 25-30% að sögn Gunnars Gunnarssonar ritstjóra. „Þetta er högg fyrir okkar rekstur sem við höfum ekkert svigrúm til að mæta í raun og veru, þannig að við þurfum að grípa til einhverra aðgerða,“ segir Gunnar. Ekki liggi nákvæmlega fyrir á þessari stundu til hvers konar aðgerða þurfi að grípa. mbl.is fjallar um málið í gær en þar taka ritstjóra annarra héraðsmiðla um landið í svipaðan streng. „Við erum svo sem bara að ræða það innan húss eins og er. Við getum nefnt að við höfum séð héraðsfréttamiðla fækka útgáfudögum og annað slíkt sem að þá kannski verður það eitthvað sem bítur í skottið á þessum aðgerðum því að á móti þá drögum við væntanlega úr viðskiptum við Póstinn,“ segir Gunnar. Hann vilji reyna að standa vörð um útgáfuna eins lengi og hægt er. Fyrir Alþingi liggur fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra þar sem kveðið er á um stuðning við einkarekna fjölmiðla. „Það er náttúrlega á hreinu að fjölmiðlafrumvarpið, og við höfum lagt á það áherslu, það skiptir sérstaklega þessa héraðsfréttamiðla, það er spurning um líf eða dauða fyrir þá,“ segir Gunnar. Þessi hækkun kostnaðar vegna póstdreifingar auki enn frekar á mikilvægi þess að frumvarpið nái fram að ganga. „Í okkar tilfelli svona varlega áætlað tekjulega fyrir okkur út úr frumvarpinu þá fer þessi hækkun lækkun langt með að éta upp það sem við myndum fá. Þannig að í raun og veru er ríkið þegar búið að taka af okkur það sem það hefur mögulega í skyn gefið að við fáum.“ Fjölmiðlar Íslandspóstur Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Gjaldskrárbreytingar hjá Póstinum koma afar illa við rekstur Austurfrétta og annarra héraðsmiðla að sögn ritstjóra. Það sé miðlinum lífsnauðsynlegt að fjölmiðlafrumvarpið nái fram að ganga en gjaldskrárhækkanir Póstsins éti þó upp á móti það sem fengist í styrk samkvæmt fjölmiðlafrumvarpinu. Pósturinn hefur boðað breytingar sem meðal annars fela í sér að felld verður niður gjaldskrá fyrir blöð og tímarit. Dreifing slíkra blaða færist þannig undir almenna gjaldskrá með magnafslætti. Í tilfelli Austurfrétta hækkar kostnaður vegna dreifingar um 25-30% að sögn Gunnars Gunnarssonar ritstjóra. „Þetta er högg fyrir okkar rekstur sem við höfum ekkert svigrúm til að mæta í raun og veru, þannig að við þurfum að grípa til einhverra aðgerða,“ segir Gunnar. Ekki liggi nákvæmlega fyrir á þessari stundu til hvers konar aðgerða þurfi að grípa. mbl.is fjallar um málið í gær en þar taka ritstjóra annarra héraðsmiðla um landið í svipaðan streng. „Við erum svo sem bara að ræða það innan húss eins og er. Við getum nefnt að við höfum séð héraðsfréttamiðla fækka útgáfudögum og annað slíkt sem að þá kannski verður það eitthvað sem bítur í skottið á þessum aðgerðum því að á móti þá drögum við væntanlega úr viðskiptum við Póstinn,“ segir Gunnar. Hann vilji reyna að standa vörð um útgáfuna eins lengi og hægt er. Fyrir Alþingi liggur fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra þar sem kveðið er á um stuðning við einkarekna fjölmiðla. „Það er náttúrlega á hreinu að fjölmiðlafrumvarpið, og við höfum lagt á það áherslu, það skiptir sérstaklega þessa héraðsfréttamiðla, það er spurning um líf eða dauða fyrir þá,“ segir Gunnar. Þessi hækkun kostnaðar vegna póstdreifingar auki enn frekar á mikilvægi þess að frumvarpið nái fram að ganga. „Í okkar tilfelli svona varlega áætlað tekjulega fyrir okkur út úr frumvarpinu þá fer þessi hækkun lækkun langt með að éta upp það sem við myndum fá. Þannig að í raun og veru er ríkið þegar búið að taka af okkur það sem það hefur mögulega í skyn gefið að við fáum.“
Fjölmiðlar Íslandspóstur Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira