Segir ekki þingmanni sæmandi að saka heila atvinnugrein um glæpastarfsemi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2020 20:00 Félag atvinnurekenda segir þingmann Sjálfstæðisflokksins bera heila atvinnugrein þungum og órökstuddum sökum með því að segja blómaheildsala stunda misnotkun og smygl. Ásakanirnar séu þingmanninum ekki til sóma og réttast væri að hann bæðist afsökunar. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, birti færslu á Facebook síðu sinni í vikunni þar sem hann segir heildsala hafa beitt röngum skráningum og blekkingum við innflutning á blómum. Kallaði hann eftir því að stjórnvöld láti rannsaka það sem hann segir áralanga misnotkun og smygl. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segist undrandi yfir þessum ummælum Haraldar.Sjá einnig: Heildsalar hafi beitt blekkingum og brotið reglur við innflutning á blómum „Ég get ekki útilokað að það hafi verið farið á svig við reglur í einhverjum tilvikum, en að bera það í rauninni á alla atvinnugreinina án þess að nefna rök eða dæmi er býsna bratt,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Blómaverslun í landinu hafi árum saman kvartað undan háum tollum sem oft leggist á tegundir sem séu ekki einu sinni ræktaðar á Íslandi að sögn Ólafs. „Við í samstarfi við 25 fyrirtæki í blómaverslun skrifuðum fjármálaráðuneytinu og atvinnuvegaráðuneytinu bréf, fórum fram á endurskoðun, fórum á fund, þar eru þessi mál rædd fram og aftur. Þessu er vel tekið,“ segir Ólafur. Það erindi eigi ekkert skylt við meinta brotastarfsemi en Haraldur segir í færslu sinni að hann telji eðlilegt að upplýsa um slíkt áður en ráðist verði í breytingar á starfsskilyrðum blómaframleiðenda. Ólafur tekur þó undir að rétt sé að rannsaka það ef uppi er grunur um brot á lögum og reglum. „Það er bara eins og í öðru. Ef það er ekki farið eftir lögum landsins þá á að upplýsa það og beita þeim refsingum sem við eiga. En að halda því fram að heil atvinnugrein stundi glæpastarfsemi, það er bara ekki sæmandi þingmanni. Það er svo einfalt mál,“ segir Ólafur. Alþingi Landbúnaður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Félag atvinnurekenda segir þingmann Sjálfstæðisflokksins bera heila atvinnugrein þungum og órökstuddum sökum með því að segja blómaheildsala stunda misnotkun og smygl. Ásakanirnar séu þingmanninum ekki til sóma og réttast væri að hann bæðist afsökunar. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, birti færslu á Facebook síðu sinni í vikunni þar sem hann segir heildsala hafa beitt röngum skráningum og blekkingum við innflutning á blómum. Kallaði hann eftir því að stjórnvöld láti rannsaka það sem hann segir áralanga misnotkun og smygl. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segist undrandi yfir þessum ummælum Haraldar.Sjá einnig: Heildsalar hafi beitt blekkingum og brotið reglur við innflutning á blómum „Ég get ekki útilokað að það hafi verið farið á svig við reglur í einhverjum tilvikum, en að bera það í rauninni á alla atvinnugreinina án þess að nefna rök eða dæmi er býsna bratt,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Blómaverslun í landinu hafi árum saman kvartað undan háum tollum sem oft leggist á tegundir sem séu ekki einu sinni ræktaðar á Íslandi að sögn Ólafs. „Við í samstarfi við 25 fyrirtæki í blómaverslun skrifuðum fjármálaráðuneytinu og atvinnuvegaráðuneytinu bréf, fórum fram á endurskoðun, fórum á fund, þar eru þessi mál rædd fram og aftur. Þessu er vel tekið,“ segir Ólafur. Það erindi eigi ekkert skylt við meinta brotastarfsemi en Haraldur segir í færslu sinni að hann telji eðlilegt að upplýsa um slíkt áður en ráðist verði í breytingar á starfsskilyrðum blómaframleiðenda. Ólafur tekur þó undir að rétt sé að rannsaka það ef uppi er grunur um brot á lögum og reglum. „Það er bara eins og í öðru. Ef það er ekki farið eftir lögum landsins þá á að upplýsa það og beita þeim refsingum sem við eiga. En að halda því fram að heil atvinnugrein stundi glæpastarfsemi, það er bara ekki sæmandi þingmanni. Það er svo einfalt mál,“ segir Ólafur.
Alþingi Landbúnaður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira