Óskar eftir leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi Vesturbyggðar vegna eineltismáls Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2020 08:23 Frá Patreksfirði í Vesturbyggð. Getty Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar þess að tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað bæjarfulltrúann, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. Annar þeirra sem sagði upp hefur ákveðið að leitað réttar sína vegna málsins. Var haft eftir lögfræðingi þess að það hafi verið skýr niðurstaða eineltisteymis sveitarfélagsins að um einelti hafi verið að ræða. Óvægin og einhliða Bæjarfulltrúinn, María Ósk Óskarsdóttir, greindi frá ákvörðun sinni að óska eftir tímabundnu leyfi frá störfum sínum í sveitarstjórn á Facebook-síðu sinni í gær. Segir nú að umræða síðustu daga bæði hafa verið óvægna og einhliða. María Ósk, sem á sæti í sveitarstjórn fyrir hönd Nýrrar sýnar, segir að þegar einstaklingur hljóti þann heiður að verða kjörinn fulltrúi fylgi því óhjákvæmilega ákveðið skotleyfi. Neydd í mikla sjálfsvinnu „Ég ætla ekki fyrir nokkurn mun að réttlæta mínar gjörðir, en ýmislegt hefur gengið á sem skekkir niðurstöðuna töluvert. Síðastliðin fjögur ár hefur einstaklingur haft á mér einstakan áhuga, raunar svo mikinn að hann hefur sagt það margoft að hann skuli ekki hætta að áreita mig fyrr en hann liggi í gröfinni. Þessi áreitni hefur neytt mig í mikla sjálfs vinnu og verð ég honum ævinlega þakklát fyrir það,“ segir María. Færslunni lýkur á því að María Ósk segist vilja koma því á framfæri að hún hafi óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum sínum sem bæjarfulltrúi í Vesturbyggð. Vísar hún svo í fleyg orð Jóhönnu Sigurðardóttur: „MINN TÍMI MUN KOMA.“ Sveitarstjórnarmál Vesturbyggð Tengdar fréttir Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Kennari við Patreksskóla á Patreksfirði í Vesturbyggð, sem sagði upp störfum á síðasta ári, hefur ákveðið að leita réttar síns þar sem hann segist hafa orðið fyrir eineltis af hálfu sveitarstjórnarmanns í sveitarfélaginu. 31. janúar 2020 07:47 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Faðir á Múlaborg sleginn, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Sjá meira
Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar þess að tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað bæjarfulltrúann, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. Annar þeirra sem sagði upp hefur ákveðið að leitað réttar sína vegna málsins. Var haft eftir lögfræðingi þess að það hafi verið skýr niðurstaða eineltisteymis sveitarfélagsins að um einelti hafi verið að ræða. Óvægin og einhliða Bæjarfulltrúinn, María Ósk Óskarsdóttir, greindi frá ákvörðun sinni að óska eftir tímabundnu leyfi frá störfum sínum í sveitarstjórn á Facebook-síðu sinni í gær. Segir nú að umræða síðustu daga bæði hafa verið óvægna og einhliða. María Ósk, sem á sæti í sveitarstjórn fyrir hönd Nýrrar sýnar, segir að þegar einstaklingur hljóti þann heiður að verða kjörinn fulltrúi fylgi því óhjákvæmilega ákveðið skotleyfi. Neydd í mikla sjálfsvinnu „Ég ætla ekki fyrir nokkurn mun að réttlæta mínar gjörðir, en ýmislegt hefur gengið á sem skekkir niðurstöðuna töluvert. Síðastliðin fjögur ár hefur einstaklingur haft á mér einstakan áhuga, raunar svo mikinn að hann hefur sagt það margoft að hann skuli ekki hætta að áreita mig fyrr en hann liggi í gröfinni. Þessi áreitni hefur neytt mig í mikla sjálfs vinnu og verð ég honum ævinlega þakklát fyrir það,“ segir María. Færslunni lýkur á því að María Ósk segist vilja koma því á framfæri að hún hafi óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum sínum sem bæjarfulltrúi í Vesturbyggð. Vísar hún svo í fleyg orð Jóhönnu Sigurðardóttur: „MINN TÍMI MUN KOMA.“
Sveitarstjórnarmál Vesturbyggð Tengdar fréttir Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Kennari við Patreksskóla á Patreksfirði í Vesturbyggð, sem sagði upp störfum á síðasta ári, hefur ákveðið að leita réttar síns þar sem hann segist hafa orðið fyrir eineltis af hálfu sveitarstjórnarmanns í sveitarfélaginu. 31. janúar 2020 07:47 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Faðir á Múlaborg sleginn, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Sjá meira
Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Kennari við Patreksskóla á Patreksfirði í Vesturbyggð, sem sagði upp störfum á síðasta ári, hefur ákveðið að leita réttar síns þar sem hann segist hafa orðið fyrir eineltis af hálfu sveitarstjórnarmanns í sveitarfélaginu. 31. janúar 2020 07:47