Þóra Kristín segir ásakanir um kynbótastefnu Kára fráleitar Jakob Bjarnar skrifar 3. febrúar 2020 10:31 Þóra Kristín segir steininn taka úr þegar Tara vitnar í þessu samhengi í félagsfræðing sem segir að erfðafræðin sé bakdyr að kynbótastefnu. „Í þessari frétt er haft eftir Töru, baráttukonu gegn fitufordómum að fræðslufundur Íslenskrar erfðagreiningar á laugardag hafi nær einungis snúist um hvað feitt fólk væri „vitlaust, óhlýðið og óheilbrigt“ Hún segir það hafa verið hrollvekjandi að hlusta á fundargesti hlæja að myndum af feitum börnum sem hafi verið líkt við beljur,“ segir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar. Kári smjattandi á hatursfullum boðskap Þóra Kristín vísar til fréttar Vísis sem reifar efni pistils Töru Margrétar Vilhjálmsdóttur félagsráðgjafa sem lýsir fræðslufundi Íslenskrar erfðaeiningar um offitu. Ljóst er að Tara Margrét var langt í frá sátt við það sem þar fór fram. Og víst er að fundurinn og það sem Kári hafði um niðurstöður rannsókna, meðal annars um tengsl milli þess að hafa hátt fjölgena score fyrir offitu og lélegs gengis á gáfnaprófum, hefur fallið misvel í kramið og reyndar valdið uppnámi víða á samfélagsmiðlum. „Af hverju voru þessir valdamiklu einstaklingar að taka þátt í þessum fundi? Og standa uppi á sviði með Kára og kinka kolli þegar hann smjattaði á sínum hatursfulla mannkynsbætandi boðskap og veita honum þannig réttmæti?“ segir meðal annars í pistli Töru Margrétar. Evrópumetið í offitu Þóru Kristínu segir auðvitað leiðinlegt ef einhver raunverulega misskildi orð Kára og móðgaðist fyrir sína hönd eða annarra. Hún segir Kári sjálfan hafa svarað þeim sem tóku orðum hans illa. En þessi lýsing er fráleit, þarna er verið að fjalla um fræðslufund þar sem reynt var að ræða orsakir þess frá mörgum hliðum að við eigum Evrópumet í ofþyngd með tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfið. „Það tekur síðan steininn úr þegar Tara vitnar í þessu samhengi í félagsfræðing sem segir að erfðafræðin sé bakdyr að kynbótastefnu,“ segir Þóra Kristín um ofangreinda tilvitnun í pistil Töru. „Ég ber virðingu fyrir því að Tara verji tíma sínum í að berjast gegn fordómum og mismunun og það er leiðinlegt ef henni hefur sárnað fyrir sína hönd eða annarra. En þarna er hún að bera fólk sökum sem eiga ekki við rök að styðjast.“ Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Tara gagnrýnir fund Íslenskrar erfðagreiningar: „Ég óttast um sjálfa mig og annað feitt fólk“ Tara Margrét Vilhjálmsdóttir félagsráðgjafi lýsir fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu sem "tímavél aftur í tímann“. Á fundinum sagði Kári Stefánsson tengsl vera milli þess að hafa hátt fjölgena score fyrir offitu og lélegs gengis á gáfnaprófum. 2. febrúar 2020 21:50 Kári svarar gagnrýni: „Ég var ekki að tjá skoðanir á feitum eða grönnum, gáfuðum eða vitlausum“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur svarað fyrir gagnrýni á ummæli hans um offitu og greind sem látin voru falla í útvarpi og á opnum fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu í gær, en fundinum var meðal annars streymt á Vísi. 2. febrúar 2020 15:06 Feit, heimsk og óhlýðin Félagsfræðingurinn Troy Duster hefur sagt að nútíma erfðafræði sé ekkert nema bakdyr að mannkynsbótum. Það kom berlega í ljós á fræðslufundi Íslenskrar Erfðagreiningar 1. febrúar sl. þar sem Kári Stefánsson viðraði kenningar sínar um að feitt fólk væri vitlausara sem skilaði sér síðan í lægra menntunarstigi, lægri tekjum og fleiri börnum sem að lokum mengar genamengið af offitu. 2. febrúar 2020 20:46 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
„Í þessari frétt er haft eftir Töru, baráttukonu gegn fitufordómum að fræðslufundur Íslenskrar erfðagreiningar á laugardag hafi nær einungis snúist um hvað feitt fólk væri „vitlaust, óhlýðið og óheilbrigt“ Hún segir það hafa verið hrollvekjandi að hlusta á fundargesti hlæja að myndum af feitum börnum sem hafi verið líkt við beljur,“ segir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar. Kári smjattandi á hatursfullum boðskap Þóra Kristín vísar til fréttar Vísis sem reifar efni pistils Töru Margrétar Vilhjálmsdóttur félagsráðgjafa sem lýsir fræðslufundi Íslenskrar erfðaeiningar um offitu. Ljóst er að Tara Margrét var langt í frá sátt við það sem þar fór fram. Og víst er að fundurinn og það sem Kári hafði um niðurstöður rannsókna, meðal annars um tengsl milli þess að hafa hátt fjölgena score fyrir offitu og lélegs gengis á gáfnaprófum, hefur fallið misvel í kramið og reyndar valdið uppnámi víða á samfélagsmiðlum. „Af hverju voru þessir valdamiklu einstaklingar að taka þátt í þessum fundi? Og standa uppi á sviði með Kára og kinka kolli þegar hann smjattaði á sínum hatursfulla mannkynsbætandi boðskap og veita honum þannig réttmæti?“ segir meðal annars í pistli Töru Margrétar. Evrópumetið í offitu Þóru Kristínu segir auðvitað leiðinlegt ef einhver raunverulega misskildi orð Kára og móðgaðist fyrir sína hönd eða annarra. Hún segir Kári sjálfan hafa svarað þeim sem tóku orðum hans illa. En þessi lýsing er fráleit, þarna er verið að fjalla um fræðslufund þar sem reynt var að ræða orsakir þess frá mörgum hliðum að við eigum Evrópumet í ofþyngd með tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfið. „Það tekur síðan steininn úr þegar Tara vitnar í þessu samhengi í félagsfræðing sem segir að erfðafræðin sé bakdyr að kynbótastefnu,“ segir Þóra Kristín um ofangreinda tilvitnun í pistil Töru. „Ég ber virðingu fyrir því að Tara verji tíma sínum í að berjast gegn fordómum og mismunun og það er leiðinlegt ef henni hefur sárnað fyrir sína hönd eða annarra. En þarna er hún að bera fólk sökum sem eiga ekki við rök að styðjast.“
Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Tara gagnrýnir fund Íslenskrar erfðagreiningar: „Ég óttast um sjálfa mig og annað feitt fólk“ Tara Margrét Vilhjálmsdóttir félagsráðgjafi lýsir fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu sem "tímavél aftur í tímann“. Á fundinum sagði Kári Stefánsson tengsl vera milli þess að hafa hátt fjölgena score fyrir offitu og lélegs gengis á gáfnaprófum. 2. febrúar 2020 21:50 Kári svarar gagnrýni: „Ég var ekki að tjá skoðanir á feitum eða grönnum, gáfuðum eða vitlausum“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur svarað fyrir gagnrýni á ummæli hans um offitu og greind sem látin voru falla í útvarpi og á opnum fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu í gær, en fundinum var meðal annars streymt á Vísi. 2. febrúar 2020 15:06 Feit, heimsk og óhlýðin Félagsfræðingurinn Troy Duster hefur sagt að nútíma erfðafræði sé ekkert nema bakdyr að mannkynsbótum. Það kom berlega í ljós á fræðslufundi Íslenskrar Erfðagreiningar 1. febrúar sl. þar sem Kári Stefánsson viðraði kenningar sínar um að feitt fólk væri vitlausara sem skilaði sér síðan í lægra menntunarstigi, lægri tekjum og fleiri börnum sem að lokum mengar genamengið af offitu. 2. febrúar 2020 20:46 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Tara gagnrýnir fund Íslenskrar erfðagreiningar: „Ég óttast um sjálfa mig og annað feitt fólk“ Tara Margrét Vilhjálmsdóttir félagsráðgjafi lýsir fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu sem "tímavél aftur í tímann“. Á fundinum sagði Kári Stefánsson tengsl vera milli þess að hafa hátt fjölgena score fyrir offitu og lélegs gengis á gáfnaprófum. 2. febrúar 2020 21:50
Kári svarar gagnrýni: „Ég var ekki að tjá skoðanir á feitum eða grönnum, gáfuðum eða vitlausum“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur svarað fyrir gagnrýni á ummæli hans um offitu og greind sem látin voru falla í útvarpi og á opnum fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar um offitu í gær, en fundinum var meðal annars streymt á Vísi. 2. febrúar 2020 15:06
Feit, heimsk og óhlýðin Félagsfræðingurinn Troy Duster hefur sagt að nútíma erfðafræði sé ekkert nema bakdyr að mannkynsbótum. Það kom berlega í ljós á fræðslufundi Íslenskrar Erfðagreiningar 1. febrúar sl. þar sem Kári Stefánsson viðraði kenningar sínar um að feitt fólk væri vitlausara sem skilaði sér síðan í lægra menntunarstigi, lægri tekjum og fleiri börnum sem að lokum mengar genamengið af offitu. 2. febrúar 2020 20:46