Annar Samherjatogari sagður hafa yfirgefið Namibíu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2020 11:30 Togarar við strönd Namibíu. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar. Vísir/Getty Geysir, einn af togurum Samherja sem veitt hefur við strendur Namibíu, er sagður hafa yfirgefið Namibíu, án þess að áhöfn skipsins hafi fengið miklar skýringar. Namibíski fjölmiðillinn Namibian Sun greinir frá þessu og segir að togarinn hafi yfirgefið Namibíu í gærkvöldi. Yfir 100 áhafnameðlimir hafi fengið litlar skýringar, aðrar en þær að skipið myndi snúa aftur þegar það fengi nýjan kvóta. JUST IN: Another vessel owned by Samherji left the Namibian shores last night, leaving more than 100 crew members stranded. The vessel, Geysir, gave no prior communication to crew members, apart from allegedly stating that it would return when it gets new fishing quotas. pic.twitter.com/w2wXtzVPsu— Namibian Sun (@namibiansun) February 3, 2020 Fyrir helgi var greint frá því að sjómenn á Sögu, skipi Samherja í Namibíu, hafi áhyggjur um stöðu sína eftir að skipinu var siglt til Las Palmas á Kanarí-eyjum.Namibískir fjölmiðlar greindu frá því fyrr í dag að spillingarlögreglan í Namibíu hafi ráðlagt stjórnvöldum þar í landi að tryggja það að fiskiskipum eða einstaklingum í Namibíu sem tengist Samherjamálinu á einhvern hátt verði ekki leyft að yfirgefa landið, án þess að lögregla yrði fyrst látin vita. Um miðjan janúar tilkynnti Samherji að fyrirtækið væri „um þessar mundir að draga úr starfsemi sinni í Namibíu með það að markmiði að hætta alfarið rekstri í landinu.“ Slíkt myndi þó taka tíma auk þess sagt var að allar ákvarðanir vegna starfseminnar í Namibíu veðri teknar í nánu samráði við þar til bær stjórnvöld og í samræmi við gildandi lög og reglur. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Geysir, einn af togurum Samherja sem veitt hefur við strendur Namibíu, er sagður hafa yfirgefið Namibíu, án þess að áhöfn skipsins hafi fengið miklar skýringar. Namibíski fjölmiðillinn Namibian Sun greinir frá þessu og segir að togarinn hafi yfirgefið Namibíu í gærkvöldi. Yfir 100 áhafnameðlimir hafi fengið litlar skýringar, aðrar en þær að skipið myndi snúa aftur þegar það fengi nýjan kvóta. JUST IN: Another vessel owned by Samherji left the Namibian shores last night, leaving more than 100 crew members stranded. The vessel, Geysir, gave no prior communication to crew members, apart from allegedly stating that it would return when it gets new fishing quotas. pic.twitter.com/w2wXtzVPsu— Namibian Sun (@namibiansun) February 3, 2020 Fyrir helgi var greint frá því að sjómenn á Sögu, skipi Samherja í Namibíu, hafi áhyggjur um stöðu sína eftir að skipinu var siglt til Las Palmas á Kanarí-eyjum.Namibískir fjölmiðlar greindu frá því fyrr í dag að spillingarlögreglan í Namibíu hafi ráðlagt stjórnvöldum þar í landi að tryggja það að fiskiskipum eða einstaklingum í Namibíu sem tengist Samherjamálinu á einhvern hátt verði ekki leyft að yfirgefa landið, án þess að lögregla yrði fyrst látin vita. Um miðjan janúar tilkynnti Samherji að fyrirtækið væri „um þessar mundir að draga úr starfsemi sinni í Namibíu með það að markmiði að hætta alfarið rekstri í landinu.“ Slíkt myndi þó taka tíma auk þess sagt var að allar ákvarðanir vegna starfseminnar í Namibíu veðri teknar í nánu samráði við þar til bær stjórnvöld og í samræmi við gildandi lög og reglur.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira