Djokovic sá ekkert að því að slá á skó dómarans í miðjum úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2020 16:30 Novak Djokovic sló á fætur dómarans Damien Dumusois EPA-EFE/DAVE HUNT Novak Djokovic tryggði sér sigur á Opna ástralska risamótinu í tennis í áttunda skiptið í gær en gæti átt von á veglegri sekt eftir framkomu sína í úrslitaleiknum. Novak Djokovic byrjaði leikinn illa og lenti undir á móti Austurríkismanninum Dominic Thiem. Dominic Thiem fékk tvö sett til að tryggja sér sigurinn en Serbinn öflugi sýndi styrk sinn með því að koma til baka og vinna 3-2. Djokovic fékk 2,85 milljónir dollara í verðlaunafé eða 355 milljónir íslenskra króna en hann gæti þurft að borga hluta af því í stóra sekt vegna hegðunar sinnar í úrslitaleiknum. Novak Djokovic says he did not overstep mark when touching umpire's shoe https://t.co/bM3Q1dIX8j— Guardian sport (@guardian_sport) February 2, 2020 Í tvígang snerti Novak Djokovic skó dómarans í úrslitaleiknum þegar hann var að mótmæla dómi. Dómarinn er Frakki og heitir Damien Dumusois. Hann hafði þá refsað Serbanum tvisvar fyrir leiktöf. Novak Djokovic var mjög ósáttur við að fá sömu refsinguna í tvígang og taldi það ekki sæma jafnreyndum dómara og Damien Dumusois. Novak Djokovic gerði lítið úr dómaranum þannig að menn heyrðu. Um leið og hann slá á fætur dómarans þá sagði hann háðslega við hann: „Þér tókst að gera sjálfan þig frægan í þessum leik. Vel gert. Sérstaklega í seinna skiptið. Stendur þig vel. Þú gerðir þig frægan. Vel gert,“ sagði Novak Djokovic. Damien Dumusois brást ekki við þessum háðsglósum Serbans. Djokovic sá ekkert að þessu og þótti þetta ekki stórmál. „Fyrir að snerta skóinn hans? Ég vissi ekki að það væri bannað. Mér fannst þetta bara vera vinaleg snerting. Ég var ekkert að ógna honum. Ég trúði því bara ekki að ég hefði fengið þessa refsingu. Það kom mér úr jafnvægi. Þetta var ekki meira en það,“ sagði Novak Djokovic. Novak Djokovic gæti fengið 20 þúsund dollara sekt fyrir hvert brot eða tvær og hálf milljón íslenskra króna en það er ekki mikill peningur hjá manni sem var að vinna 355 milljónir. Tennis Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Novak Djokovic tryggði sér sigur á Opna ástralska risamótinu í tennis í áttunda skiptið í gær en gæti átt von á veglegri sekt eftir framkomu sína í úrslitaleiknum. Novak Djokovic byrjaði leikinn illa og lenti undir á móti Austurríkismanninum Dominic Thiem. Dominic Thiem fékk tvö sett til að tryggja sér sigurinn en Serbinn öflugi sýndi styrk sinn með því að koma til baka og vinna 3-2. Djokovic fékk 2,85 milljónir dollara í verðlaunafé eða 355 milljónir íslenskra króna en hann gæti þurft að borga hluta af því í stóra sekt vegna hegðunar sinnar í úrslitaleiknum. Novak Djokovic says he did not overstep mark when touching umpire's shoe https://t.co/bM3Q1dIX8j— Guardian sport (@guardian_sport) February 2, 2020 Í tvígang snerti Novak Djokovic skó dómarans í úrslitaleiknum þegar hann var að mótmæla dómi. Dómarinn er Frakki og heitir Damien Dumusois. Hann hafði þá refsað Serbanum tvisvar fyrir leiktöf. Novak Djokovic var mjög ósáttur við að fá sömu refsinguna í tvígang og taldi það ekki sæma jafnreyndum dómara og Damien Dumusois. Novak Djokovic gerði lítið úr dómaranum þannig að menn heyrðu. Um leið og hann slá á fætur dómarans þá sagði hann háðslega við hann: „Þér tókst að gera sjálfan þig frægan í þessum leik. Vel gert. Sérstaklega í seinna skiptið. Stendur þig vel. Þú gerðir þig frægan. Vel gert,“ sagði Novak Djokovic. Damien Dumusois brást ekki við þessum háðsglósum Serbans. Djokovic sá ekkert að þessu og þótti þetta ekki stórmál. „Fyrir að snerta skóinn hans? Ég vissi ekki að það væri bannað. Mér fannst þetta bara vera vinaleg snerting. Ég var ekkert að ógna honum. Ég trúði því bara ekki að ég hefði fengið þessa refsingu. Það kom mér úr jafnvægi. Þetta var ekki meira en það,“ sagði Novak Djokovic. Novak Djokovic gæti fengið 20 þúsund dollara sekt fyrir hvert brot eða tvær og hálf milljón íslenskra króna en það er ekki mikill peningur hjá manni sem var að vinna 355 milljónir.
Tennis Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira