Katrín ræddi loftslagsmál, Brexit og FATF við leiðtoga EFTA-ríkjanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 14:43 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs og Adrian Hasler, forseta Liechtenstein á leiðtogafundi EFTA í morgun. Mynd/Stjórnarráðið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sótti leiðtogafund EFTA-ríkjanna sem fram fór í Osló í morgun. Þar fundaði hún með Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs og Adrian Hasler, forseta Liechtenstein, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Samstarf EFTA-ríkjanna í samskiptum við Bretland á árinu var sérstaklega rætt á fundinum en ríkin eiga marga sameiginlega hagsmuni gagnvart Bretlandi. Þá var meðal annars fjallað um samstarf á sviði fjármálamarkaða innan EES-samningsins, um aukið samstarf á sviði vinnumarkaðsmála og um aðgerðir í loftslagsmálum, meðal annars í tengslum við samstarf EFTA-ríkjanna við Evrópusambandið um sameiginleg markmið um losun gróðurhúsalofttegunda. Katrín og Erna Solberg ræddu einnig um loftslagsmál á tvíhliða fundi sínum og um stöðuna í samningum um fiskveiðar úr deilistofnum. Þá fjallaði Katrín einnig um þær aðgerðir sem Ísland hafi gripið til til að bæta úr vörnum gegn peningaþvætti í tengslum við þátttöku Íslands í FATF-samstarfinu. „Það er mikilvægt að treysta stoðir EFTA-samstarfsins innan EES, ekki síst þegar við blasa krefjandi verkefni eins og samningsgerð við Bretland í kjölfar Brexit. Þar eiga EFTA-ríkin ýmsa sameiginlega hagsmuni og við munum hafa náið samstarf í tengslum við þessa samningagerð. Þá eru ýmsar aðrar áskoranir sem blasa við á hinu alþjóðlega sviði, eins og loftslagsváin, sem kalla á náið alþjóðlegt samstarf. Þar munu EFTA-ríkin eiga áfram gott samstarf við ESB, hér eftir sem hingað til,“ er haft eftir Katrínu í tilkynningunni. Brexit Ísland á gráum lista FATF Liechtenstein Noregur Utanríkismál Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sótti leiðtogafund EFTA-ríkjanna sem fram fór í Osló í morgun. Þar fundaði hún með Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs og Adrian Hasler, forseta Liechtenstein, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Samstarf EFTA-ríkjanna í samskiptum við Bretland á árinu var sérstaklega rætt á fundinum en ríkin eiga marga sameiginlega hagsmuni gagnvart Bretlandi. Þá var meðal annars fjallað um samstarf á sviði fjármálamarkaða innan EES-samningsins, um aukið samstarf á sviði vinnumarkaðsmála og um aðgerðir í loftslagsmálum, meðal annars í tengslum við samstarf EFTA-ríkjanna við Evrópusambandið um sameiginleg markmið um losun gróðurhúsalofttegunda. Katrín og Erna Solberg ræddu einnig um loftslagsmál á tvíhliða fundi sínum og um stöðuna í samningum um fiskveiðar úr deilistofnum. Þá fjallaði Katrín einnig um þær aðgerðir sem Ísland hafi gripið til til að bæta úr vörnum gegn peningaþvætti í tengslum við þátttöku Íslands í FATF-samstarfinu. „Það er mikilvægt að treysta stoðir EFTA-samstarfsins innan EES, ekki síst þegar við blasa krefjandi verkefni eins og samningsgerð við Bretland í kjölfar Brexit. Þar eiga EFTA-ríkin ýmsa sameiginlega hagsmuni og við munum hafa náið samstarf í tengslum við þessa samningagerð. Þá eru ýmsar aðrar áskoranir sem blasa við á hinu alþjóðlega sviði, eins og loftslagsváin, sem kalla á náið alþjóðlegt samstarf. Þar munu EFTA-ríkin eiga áfram gott samstarf við ESB, hér eftir sem hingað til,“ er haft eftir Katrínu í tilkynningunni.
Brexit Ísland á gráum lista FATF Liechtenstein Noregur Utanríkismál Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira