Katrín ræddi loftslagsmál, Brexit og FATF við leiðtoga EFTA-ríkjanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 14:43 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs og Adrian Hasler, forseta Liechtenstein á leiðtogafundi EFTA í morgun. Mynd/Stjórnarráðið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sótti leiðtogafund EFTA-ríkjanna sem fram fór í Osló í morgun. Þar fundaði hún með Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs og Adrian Hasler, forseta Liechtenstein, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Samstarf EFTA-ríkjanna í samskiptum við Bretland á árinu var sérstaklega rætt á fundinum en ríkin eiga marga sameiginlega hagsmuni gagnvart Bretlandi. Þá var meðal annars fjallað um samstarf á sviði fjármálamarkaða innan EES-samningsins, um aukið samstarf á sviði vinnumarkaðsmála og um aðgerðir í loftslagsmálum, meðal annars í tengslum við samstarf EFTA-ríkjanna við Evrópusambandið um sameiginleg markmið um losun gróðurhúsalofttegunda. Katrín og Erna Solberg ræddu einnig um loftslagsmál á tvíhliða fundi sínum og um stöðuna í samningum um fiskveiðar úr deilistofnum. Þá fjallaði Katrín einnig um þær aðgerðir sem Ísland hafi gripið til til að bæta úr vörnum gegn peningaþvætti í tengslum við þátttöku Íslands í FATF-samstarfinu. „Það er mikilvægt að treysta stoðir EFTA-samstarfsins innan EES, ekki síst þegar við blasa krefjandi verkefni eins og samningsgerð við Bretland í kjölfar Brexit. Þar eiga EFTA-ríkin ýmsa sameiginlega hagsmuni og við munum hafa náið samstarf í tengslum við þessa samningagerð. Þá eru ýmsar aðrar áskoranir sem blasa við á hinu alþjóðlega sviði, eins og loftslagsváin, sem kalla á náið alþjóðlegt samstarf. Þar munu EFTA-ríkin eiga áfram gott samstarf við ESB, hér eftir sem hingað til,“ er haft eftir Katrínu í tilkynningunni. Brexit Ísland á gráum lista FATF Liechtenstein Noregur Utanríkismál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sótti leiðtogafund EFTA-ríkjanna sem fram fór í Osló í morgun. Þar fundaði hún með Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs og Adrian Hasler, forseta Liechtenstein, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Samstarf EFTA-ríkjanna í samskiptum við Bretland á árinu var sérstaklega rætt á fundinum en ríkin eiga marga sameiginlega hagsmuni gagnvart Bretlandi. Þá var meðal annars fjallað um samstarf á sviði fjármálamarkaða innan EES-samningsins, um aukið samstarf á sviði vinnumarkaðsmála og um aðgerðir í loftslagsmálum, meðal annars í tengslum við samstarf EFTA-ríkjanna við Evrópusambandið um sameiginleg markmið um losun gróðurhúsalofttegunda. Katrín og Erna Solberg ræddu einnig um loftslagsmál á tvíhliða fundi sínum og um stöðuna í samningum um fiskveiðar úr deilistofnum. Þá fjallaði Katrín einnig um þær aðgerðir sem Ísland hafi gripið til til að bæta úr vörnum gegn peningaþvætti í tengslum við þátttöku Íslands í FATF-samstarfinu. „Það er mikilvægt að treysta stoðir EFTA-samstarfsins innan EES, ekki síst þegar við blasa krefjandi verkefni eins og samningsgerð við Bretland í kjölfar Brexit. Þar eiga EFTA-ríkin ýmsa sameiginlega hagsmuni og við munum hafa náið samstarf í tengslum við þessa samningagerð. Þá eru ýmsar aðrar áskoranir sem blasa við á hinu alþjóðlega sviði, eins og loftslagsváin, sem kalla á náið alþjóðlegt samstarf. Þar munu EFTA-ríkin eiga áfram gott samstarf við ESB, hér eftir sem hingað til,“ er haft eftir Katrínu í tilkynningunni.
Brexit Ísland á gráum lista FATF Liechtenstein Noregur Utanríkismál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira