Flest banaslys á fjöllum á Esjunni Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2020 21:15 Frá björgunaraðgerðum við Móskarðshnjúka í síðustu viku. Vísir/Egill Efla þarf snjóflóðavöktun á Esjusvæðinu samhliða auknum útivistaráhuga borgarbúa að mati björgunarsveitarmanns sem segir borgarbúa ekki gera sér endilega grein fyrir því að í túnfæti borgarinnar sé eitt hættulegasta fjall landsins. 23 ára gamall maður lést þegar hann grófst undir snjóflóði við Móskarðhnjúka í síðustu viku. Fyrir þremur fórst maður sem varð fyrir snjóflóði neðan við Hátind í Grafardal, skammt frá Móskarðshnjúkum. Vegna útivistaráhuga hóf Veðurstofa Íslands að gefa út spá um snjóflóðahættu til fjalla á suðvesturhorni landsins. Verkefnastjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir ljóst að festa þurfi það eftirlit í sessi. „Það þarf að tryggja að Veðurstofan fái fjármagn og þar af leiðandi mannafla til að gera það. Við sjáum það eins og degi sem þetta banaslys var í síðustu viku. Það voru tugir manna á Móskarðshnjúkum á fjallaskíðum. Það var gott veður og góðar aðstæður. Öllum langar okkur út í sólina og gera eitthvað skemmtilegt. Það þarf að tryggja Veðurstofunni þetta fjármagn,“ segir Jónas Guðmundsson og segir að það mætti jafnvel auka fjármagni og að sama skapi gera þetta mat á snjóflóðahættu sýnilegra. „Það er árið 2020 og við getum auðveldlega nýtt tæknina þannig að maður fái þetta í símann sinn daglega.“ Jónas segir að slíkt ætti að vera svipað í framkvæmd og að fá veðurviðvaranir í síma. „Erlendis sjáum við að fólk getur gerst áskrifendur að snjóflóðamati og spám og fengið upplýsingar á þann veg sem hentar þeim. Fjallaleiðsögumenn fá mjög ítarlegar upplýsingar en þeir sem þekkja minna til fá þetta á myndrænan og einfaldan hátt.“ 100 þúsund manns sækja þessa útivistarparadís á ári hverju og fjöldi slysa í samræmi við það. „Þróunin hefur verið sú að síðustu tíu til fimmtán árin hafa útköll í kringum Þverfellshorn, þangað sem fólk gengur til að fara upp að Steini, verið mjög algeng. Svo var farið í umbætur á stígnum og merkingum og útköllum í kringum Þverfellshorn fækkað. En á móti hefur útköll á öðrum svæðum Esjunnar fjölgað sem fylgir auknum útivistaráhuga.“ Árið 2013 lést kona í Esjunni eftir að hafa hrapað til bana. Árið 1979 fórust tveir piltar í snjóflóði vestan megin við Þverfellshorn. Jónas segir Esjuna eitt hættulegasta fjall landsins. „Það er þannig og auðvitað að hluti til vegna fjöldans sem fer á Esjuna. En þarna hafa verið flest banaslys á fjöllum, bæði snjóflóðum og ekki snjóflóðum, síðustu árin og áratugina. Það er kannski vegna þess að við förum héðan úr höfuðborginni upp á þetta fjall þar sem eru alvöru vetraraðstæður. Þarna þarf brodda, ísaxir og snjóflóðaýla. Þetta er bara alvöru fjall.“ Hann segir mikilvægt að fólk kynni sér aðstæður og sé við öllu búið. „Fólk þarf að hafa reynsluna til. Gönguleiðin upp að Þverfellshorni er tiltölulega örugg að sumarlagi og vetrarlagi. En fyrir utan þessar merktu gönguleiðir þarftu að kunna að vera á fjöllum að vetrarlagi þegar þú ert á Esjunni að vetrarlagi.“ Esjan er fjallgarður klofinn mörgum djúpum dölum, frá Blikdal yfir í Móskarðshnjúka en alls nær Esjan yfir 24 kílómetra svæði. Hábunga er hæsti tindur í Esjunnar í 914 metra hæð. Björgunarsveitir Esjan Reykjavík Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Efla þarf snjóflóðavöktun á Esjusvæðinu samhliða auknum útivistaráhuga borgarbúa að mati björgunarsveitarmanns sem segir borgarbúa ekki gera sér endilega grein fyrir því að í túnfæti borgarinnar sé eitt hættulegasta fjall landsins. 23 ára gamall maður lést þegar hann grófst undir snjóflóði við Móskarðhnjúka í síðustu viku. Fyrir þremur fórst maður sem varð fyrir snjóflóði neðan við Hátind í Grafardal, skammt frá Móskarðshnjúkum. Vegna útivistaráhuga hóf Veðurstofa Íslands að gefa út spá um snjóflóðahættu til fjalla á suðvesturhorni landsins. Verkefnastjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir ljóst að festa þurfi það eftirlit í sessi. „Það þarf að tryggja að Veðurstofan fái fjármagn og þar af leiðandi mannafla til að gera það. Við sjáum það eins og degi sem þetta banaslys var í síðustu viku. Það voru tugir manna á Móskarðshnjúkum á fjallaskíðum. Það var gott veður og góðar aðstæður. Öllum langar okkur út í sólina og gera eitthvað skemmtilegt. Það þarf að tryggja Veðurstofunni þetta fjármagn,“ segir Jónas Guðmundsson og segir að það mætti jafnvel auka fjármagni og að sama skapi gera þetta mat á snjóflóðahættu sýnilegra. „Það er árið 2020 og við getum auðveldlega nýtt tæknina þannig að maður fái þetta í símann sinn daglega.“ Jónas segir að slíkt ætti að vera svipað í framkvæmd og að fá veðurviðvaranir í síma. „Erlendis sjáum við að fólk getur gerst áskrifendur að snjóflóðamati og spám og fengið upplýsingar á þann veg sem hentar þeim. Fjallaleiðsögumenn fá mjög ítarlegar upplýsingar en þeir sem þekkja minna til fá þetta á myndrænan og einfaldan hátt.“ 100 þúsund manns sækja þessa útivistarparadís á ári hverju og fjöldi slysa í samræmi við það. „Þróunin hefur verið sú að síðustu tíu til fimmtán árin hafa útköll í kringum Þverfellshorn, þangað sem fólk gengur til að fara upp að Steini, verið mjög algeng. Svo var farið í umbætur á stígnum og merkingum og útköllum í kringum Þverfellshorn fækkað. En á móti hefur útköll á öðrum svæðum Esjunnar fjölgað sem fylgir auknum útivistaráhuga.“ Árið 2013 lést kona í Esjunni eftir að hafa hrapað til bana. Árið 1979 fórust tveir piltar í snjóflóði vestan megin við Þverfellshorn. Jónas segir Esjuna eitt hættulegasta fjall landsins. „Það er þannig og auðvitað að hluti til vegna fjöldans sem fer á Esjuna. En þarna hafa verið flest banaslys á fjöllum, bæði snjóflóðum og ekki snjóflóðum, síðustu árin og áratugina. Það er kannski vegna þess að við förum héðan úr höfuðborginni upp á þetta fjall þar sem eru alvöru vetraraðstæður. Þarna þarf brodda, ísaxir og snjóflóðaýla. Þetta er bara alvöru fjall.“ Hann segir mikilvægt að fólk kynni sér aðstæður og sé við öllu búið. „Fólk þarf að hafa reynsluna til. Gönguleiðin upp að Þverfellshorni er tiltölulega örugg að sumarlagi og vetrarlagi. En fyrir utan þessar merktu gönguleiðir þarftu að kunna að vera á fjöllum að vetrarlagi þegar þú ert á Esjunni að vetrarlagi.“ Esjan er fjallgarður klofinn mörgum djúpum dölum, frá Blikdal yfir í Móskarðshnjúka en alls nær Esjan yfir 24 kílómetra svæði. Hábunga er hæsti tindur í Esjunnar í 914 metra hæð.
Björgunarsveitir Esjan Reykjavík Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda