Ætlaði að verða skurðlæknir eða poppstjarna og færir eiginmanninum alltaf kaffi í rúmið Stefán Árni Pálsson skrifar 4. febrúar 2020 10:30 Katrín Jakobsdóttir bauð Sindra Sindrasyni í kaffi einn morguninn á heimili sínu í Vesturbænum. Hvernig fer morguninn af stað hjá forsætisráðherra? Er hún morgunmanneskja? hvað fær hún sér áður en hún fer af stað? og hvort þeirra færir hinu kaffi í rúmið? Í Íslandi í dag bankaði Sindri Sindrason við upp á hjá Katrínu Jakobsdóttur klukkan átta að morgni og fékk hann að vita allt um málið. „Ég myndi ekki segja að ég sé morgunmanneskja en núna er eitthvað að gerast í líkamanum, ég er að verða miðaldra og vakna fyrr og sofna fyrr,“ segir Katrín en fjölskyldan fær sér alltaf hafragraut saman á morgnanna, allir nema eiginmaður hennar. „Þetta er óvenjulegur morgun en venjulega geri ég kaffi og fer með bolla inn til mannsins míns og vek hann við það, sem er algjör lúxus. Hann kemur kannski með kaffibolla inn til mín þegar ég á afmæli,“ segir Katrín sem er gift Gunnar Erni Sigvaldasyni. Saman eiga þau þrjá drengi. Katrín segist vera gömul sál, elskar allt sem er í 60´s og er heimili hennar í þeim stíl, hún er listræn, elskar tónlist, góðar bækur og að vera með skemmtilegu fólki. Hún segist vera ströng mamma. „Það er takmarkanir á tölvuleikjum, búa um rúmin sín, mæta í kvöldmat og taka þátt í því sem við erum að gera sem fjölskylda. Ég reyni að mæta alltaf í kvöldmat og reyni að forgangsraða því eins og ég get. Yngsti sonur okkar er frekar málglaður. Hann er alltaf að segja öllum allt frá fjölskyldulífinu og ég er alltaf bara, hættu að tala. Eitt af því sem hann er að segja öllum er ég verði svolítið mikið reið og það sé svolítið erfitt en pabbi hans verði meira svona pirraður í lengri tíma. Og við stöndum bara og hugsum, ætlar barnið ekki að fara þegja. Hann er svona glaðlyndur og er svona í beinni útsendingu, þessi drengur,“ segir Katrín en hún ætlaði á yngri árum að verða skurðlæknir en til vara poppstjarna. Hér að neðan má sjá Ísland í dag frá því í gærkvöldi. Ísland í dag Vinstri græn Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Hvernig fer morguninn af stað hjá forsætisráðherra? Er hún morgunmanneskja? hvað fær hún sér áður en hún fer af stað? og hvort þeirra færir hinu kaffi í rúmið? Í Íslandi í dag bankaði Sindri Sindrason við upp á hjá Katrínu Jakobsdóttur klukkan átta að morgni og fékk hann að vita allt um málið. „Ég myndi ekki segja að ég sé morgunmanneskja en núna er eitthvað að gerast í líkamanum, ég er að verða miðaldra og vakna fyrr og sofna fyrr,“ segir Katrín en fjölskyldan fær sér alltaf hafragraut saman á morgnanna, allir nema eiginmaður hennar. „Þetta er óvenjulegur morgun en venjulega geri ég kaffi og fer með bolla inn til mannsins míns og vek hann við það, sem er algjör lúxus. Hann kemur kannski með kaffibolla inn til mín þegar ég á afmæli,“ segir Katrín sem er gift Gunnar Erni Sigvaldasyni. Saman eiga þau þrjá drengi. Katrín segist vera gömul sál, elskar allt sem er í 60´s og er heimili hennar í þeim stíl, hún er listræn, elskar tónlist, góðar bækur og að vera með skemmtilegu fólki. Hún segist vera ströng mamma. „Það er takmarkanir á tölvuleikjum, búa um rúmin sín, mæta í kvöldmat og taka þátt í því sem við erum að gera sem fjölskylda. Ég reyni að mæta alltaf í kvöldmat og reyni að forgangsraða því eins og ég get. Yngsti sonur okkar er frekar málglaður. Hann er alltaf að segja öllum allt frá fjölskyldulífinu og ég er alltaf bara, hættu að tala. Eitt af því sem hann er að segja öllum er ég verði svolítið mikið reið og það sé svolítið erfitt en pabbi hans verði meira svona pirraður í lengri tíma. Og við stöndum bara og hugsum, ætlar barnið ekki að fara þegja. Hann er svona glaðlyndur og er svona í beinni útsendingu, þessi drengur,“ segir Katrín en hún ætlaði á yngri árum að verða skurðlæknir en til vara poppstjarna. Hér að neðan má sjá Ísland í dag frá því í gærkvöldi.
Ísland í dag Vinstri græn Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira