Banna misvísandi kosningaáróður á Youtube Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2020 12:19 Merki Youtube á spjaldtölvuskjá. Fyrirtækið er í eigu tæknirisans Google. AP/Patrick Semansky Myndbandadeilisíðan Youtube ætlar að fjarlægja misvísandi efni sem tengist forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fara fram síðar á árinu. Varaforseti fyrirtækisins segir að nýrri stefnu þess verði framfylgt óháð pólitískri afstöðu efnisframleiðendanna. Samfélagsmiðlafyrirtæki hafa legið undir gagnrýni fyrir að bregðast lítt við straumi blekkinga og upplýsingafals sem hefur verið dreift í gegnum þau, ekki síst í aðdraganda kosninga víða um lönd. Upplýsingahernaður setti svip sinn á aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016 og er búist við því að það sama verði upp á teningnum fyrir kosningarnar í nóvember. Youtube, sem er í eigu tæknirisans Google, hefur fram að þessu ekki verið með samræmda stefnu hvað varðar upplýsingafals. Reglur og skilmálar sem fyrirtækið kynnti í gær eiga að koma í veg fyrir að miðillinn verði misnotaður til að koma ósannindum á framfæri. Myndbönd sem gefa notendum rangar upplýsingar um kjördag eða dreifa ósannindum um þátttöku í manntali sem bandarískar kjörskrár byggja á verða tekin niður samkvæmt nýju skilmálunum. Sömuleiðis verða myndbönd fjarlægð sem dreifa lygum um borgararétt frambjóðenda eða kjörgengi. Það virðist viðbragð við samsæriskenningum um að Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, væri ekki raunverulega fæddur í Bandaríkjunum. Donald Trump, núverandi forseti, var lengi vel einn helsti málsvari þeirrar stoðlausu kenningar. Þá ætlar Youtube að eyða aðgangi notenda sem villa á sér heimildir og látast vera annað fólk eða rásir, fela upprunaland sitt eða tengsl við ríkisstjórnir. Myndbönd þar sem virkni eins og ummæli og áhorf eru ýkt með bottum verða einnig fjarlægð. New York Times bendir á að Youtube eigi ærið verk fyrir höndum enda hlaða notendur síðunnar upp um 500 klukkustundum af myndböndum á hverri mínútu. Youtube hefur einnig legið undir ámæli fyrir að ýta notendum að efni öfgasinna með því að sýna þeim meira af slíku efni í gegnum algrím sem knýr síðuna. Fleiri samfélagsmiðlafyrirtæki hafa reynt að grípa til aðgerða til að draga úr upplýsingafalsi. Facebook tilkynnti í vetur að fyrirtækið myndi banna myndbönd sem hefur verið breytt með gervigreindarforritum en hefur verið gagnrýnt fyrir að leyfa ósannindi í pólitískum auglýsingum. Twitter gekk skrefinu lengra og bannaði pólitískar auglýsingar algerlega. Miðillinn ætlar þó ekki að skipta sér af tístum stjórnmálaleiðtoga, jafnvel þó að þau feli í sér lygar. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Google Tengdar fréttir Twitter ætlar að banna stjórnmálaauglýsingar Bannið við stjórnmálaauglýsingum er viðleitni Twitter til reyna að koma í veg fyrir upplýsingafals á samfélagsmiðlum í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári. 30. október 2019 20:56 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Myndbandadeilisíðan Youtube ætlar að fjarlægja misvísandi efni sem tengist forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fara fram síðar á árinu. Varaforseti fyrirtækisins segir að nýrri stefnu þess verði framfylgt óháð pólitískri afstöðu efnisframleiðendanna. Samfélagsmiðlafyrirtæki hafa legið undir gagnrýni fyrir að bregðast lítt við straumi blekkinga og upplýsingafals sem hefur verið dreift í gegnum þau, ekki síst í aðdraganda kosninga víða um lönd. Upplýsingahernaður setti svip sinn á aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016 og er búist við því að það sama verði upp á teningnum fyrir kosningarnar í nóvember. Youtube, sem er í eigu tæknirisans Google, hefur fram að þessu ekki verið með samræmda stefnu hvað varðar upplýsingafals. Reglur og skilmálar sem fyrirtækið kynnti í gær eiga að koma í veg fyrir að miðillinn verði misnotaður til að koma ósannindum á framfæri. Myndbönd sem gefa notendum rangar upplýsingar um kjördag eða dreifa ósannindum um þátttöku í manntali sem bandarískar kjörskrár byggja á verða tekin niður samkvæmt nýju skilmálunum. Sömuleiðis verða myndbönd fjarlægð sem dreifa lygum um borgararétt frambjóðenda eða kjörgengi. Það virðist viðbragð við samsæriskenningum um að Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, væri ekki raunverulega fæddur í Bandaríkjunum. Donald Trump, núverandi forseti, var lengi vel einn helsti málsvari þeirrar stoðlausu kenningar. Þá ætlar Youtube að eyða aðgangi notenda sem villa á sér heimildir og látast vera annað fólk eða rásir, fela upprunaland sitt eða tengsl við ríkisstjórnir. Myndbönd þar sem virkni eins og ummæli og áhorf eru ýkt með bottum verða einnig fjarlægð. New York Times bendir á að Youtube eigi ærið verk fyrir höndum enda hlaða notendur síðunnar upp um 500 klukkustundum af myndböndum á hverri mínútu. Youtube hefur einnig legið undir ámæli fyrir að ýta notendum að efni öfgasinna með því að sýna þeim meira af slíku efni í gegnum algrím sem knýr síðuna. Fleiri samfélagsmiðlafyrirtæki hafa reynt að grípa til aðgerða til að draga úr upplýsingafalsi. Facebook tilkynnti í vetur að fyrirtækið myndi banna myndbönd sem hefur verið breytt með gervigreindarforritum en hefur verið gagnrýnt fyrir að leyfa ósannindi í pólitískum auglýsingum. Twitter gekk skrefinu lengra og bannaði pólitískar auglýsingar algerlega. Miðillinn ætlar þó ekki að skipta sér af tístum stjórnmálaleiðtoga, jafnvel þó að þau feli í sér lygar.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Google Tengdar fréttir Twitter ætlar að banna stjórnmálaauglýsingar Bannið við stjórnmálaauglýsingum er viðleitni Twitter til reyna að koma í veg fyrir upplýsingafals á samfélagsmiðlum í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári. 30. október 2019 20:56 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Twitter ætlar að banna stjórnmálaauglýsingar Bannið við stjórnmálaauglýsingum er viðleitni Twitter til reyna að koma í veg fyrir upplýsingafals á samfélagsmiðlum í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári. 30. október 2019 20:56
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent