Einn af hverjum þremur fær krabbamein Halla Þorvaldsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 15:00 Í dag er Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn og þá beinum við sjónum að því sem vel hefur tekist – og því sem betur má fara þegar kemur að baráttunni gegn krabbameinum. Um þriðjungur Íslendinga fær krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni en helmingur allra krabbameina greinist eftir 65 ára aldur. Krabbamein eru svo algeng að flest okkar eiga amk einn nákominn sem fengið hefur krabbamein. Á Íslandi greindust sem dæmi að meðaltali 1647 einstaklingar með krabbamein á ári á árabilinu 2014 – 2018. Þeim fjölgar hins vegar sem lifa eftir að hafa fengið krabbamein og í árslok 2018 voru 15.294 einstaklingar á lífi, þar af 6.832 karlar og 8.462 konur. Þrátt fyrir framfarir í greiningu og meðferð er yfir fjórðungur dánarmeina ennþá af völdum krabbameina en bæði nýgengi og dánartíðni af völdum krabbameina fer sem betur fer lækkandi. Þó nýgengi lækki fjölgar samt krabbameinstilvikum hér á landi, fyrst og fremst af því að landsmönnum fjölgar og þjóðin eldist. Eru krabbamein alltaf lífshættuleg? Umræða um krabbamein er flókin. Greining krabbameins er flestum mikið áfall, því enn er það svo að flestir tengja orðið krabbamein við lífshættu. Það er hins vegar ekki endilega raunin því mörg krabbamein er hægt að lækna og öðrum er hægt að halda niðri í mjög langan tíma, líkt og mörgum langvinnum sjúkdómum. Þeir sem greinast með þessa sjúkdóma þurfa því ekki endilega að óttast um líf sitt þó meðferðin sé hins vegar oft á tíðum afar erfið og geti skert lífsgæði til skemmri eða lengri tíma. Framfarir í lækningum á öðrum krabbameinum, sérstaklega þeim sjaldgæfari, eru hins vegar oft á tíðum mun minni og lífshorfur takmarkaðar. Við greiningu slíkra sjúkdóma blasir við allt annar og alvarlegri veruleiki. Meiri þekking á krabbameinum og alvarleika þeirra er mikilvæg, við þurfum öll að vita betur hvað við er að fást í hverju tilviki. Áskoranir og leiðir Á alþjóðlega krabbameinsdeginum reikar hugurinn víða, áskoranirnar eru sannarlega margar. Árangur hér á landi er afar góður varðandi greiningu og meðferð og með aukinni gæðaskráningu á greiningu og meðferð í samstarfi Krabbameinsfélagsins og spítalanna er hægt að fylgjast enn betur með, til að tryggja árangur til framtíðar. Sjúkratryggingar Íslands veittu nýverið 220 milljónum til endurhæfingar þeirra sem fá krabbamein, með samningi við Ljósið. Það er risastórt framfaraskref sem ber að fagna. En áhyggjuefnin eru líka til staðar. Aðstaða krabbameinssjúklinga á dag- og göngudeild Landspítala er óboðleg og afar brýnt að bæta úr. Mönnunarvandi í heilbrigðisþjónustunni er sífellt áhyggjuefni, ekki minnst þegar ljóst er að þeim fjölgar sem þurfa þjónustu krabbameinseininganna. Forvarnir Huga þarf mun betur að forvörnum en nú er gert. Við öðlumst sífellt meiri upplýsingar um hvernig hægt er að draga úr líkum á krabbameinum með heilbrigðum lífsstíl. Mottumars er skammt undan og þar verður lögð áhersla á hreyfingu sem leið til að draga úr líkum á að karlmenn fái krabbamein. Félagið býður karlmönnum upp á stutt námskeið í samstarfi við hlaup.is og stendur fyrir Karlahlaupi þann 1. mars næstkomandi sem hentar öllum karlmönnum, hægum og hröðum. Stuðningsnetið Að greinast og lifa með krabbamein er sérstök reynsla og enginn þekkir hana eins vel og þeir sem hafa gengið í gegnum það sjálfir. Í dag hefst vitundarvakning Krabbameinsfélagsins og Krafts, eins aðildarfélags félagsins um Stuðningsnetið, undir yfirskriftinni Ég skil þig. Í Stuðningsnetinu býður fjöldi einstaklinga, sem fengið hefur krabbamein eða eru aðstandendur, fram krafta sína til að styðja fólk í sömu stöðu. Það er ómetanlegt. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Í dag er Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn og þá beinum við sjónum að því sem vel hefur tekist – og því sem betur má fara þegar kemur að baráttunni gegn krabbameinum. Um þriðjungur Íslendinga fær krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni en helmingur allra krabbameina greinist eftir 65 ára aldur. Krabbamein eru svo algeng að flest okkar eiga amk einn nákominn sem fengið hefur krabbamein. Á Íslandi greindust sem dæmi að meðaltali 1647 einstaklingar með krabbamein á ári á árabilinu 2014 – 2018. Þeim fjölgar hins vegar sem lifa eftir að hafa fengið krabbamein og í árslok 2018 voru 15.294 einstaklingar á lífi, þar af 6.832 karlar og 8.462 konur. Þrátt fyrir framfarir í greiningu og meðferð er yfir fjórðungur dánarmeina ennþá af völdum krabbameina en bæði nýgengi og dánartíðni af völdum krabbameina fer sem betur fer lækkandi. Þó nýgengi lækki fjölgar samt krabbameinstilvikum hér á landi, fyrst og fremst af því að landsmönnum fjölgar og þjóðin eldist. Eru krabbamein alltaf lífshættuleg? Umræða um krabbamein er flókin. Greining krabbameins er flestum mikið áfall, því enn er það svo að flestir tengja orðið krabbamein við lífshættu. Það er hins vegar ekki endilega raunin því mörg krabbamein er hægt að lækna og öðrum er hægt að halda niðri í mjög langan tíma, líkt og mörgum langvinnum sjúkdómum. Þeir sem greinast með þessa sjúkdóma þurfa því ekki endilega að óttast um líf sitt þó meðferðin sé hins vegar oft á tíðum afar erfið og geti skert lífsgæði til skemmri eða lengri tíma. Framfarir í lækningum á öðrum krabbameinum, sérstaklega þeim sjaldgæfari, eru hins vegar oft á tíðum mun minni og lífshorfur takmarkaðar. Við greiningu slíkra sjúkdóma blasir við allt annar og alvarlegri veruleiki. Meiri þekking á krabbameinum og alvarleika þeirra er mikilvæg, við þurfum öll að vita betur hvað við er að fást í hverju tilviki. Áskoranir og leiðir Á alþjóðlega krabbameinsdeginum reikar hugurinn víða, áskoranirnar eru sannarlega margar. Árangur hér á landi er afar góður varðandi greiningu og meðferð og með aukinni gæðaskráningu á greiningu og meðferð í samstarfi Krabbameinsfélagsins og spítalanna er hægt að fylgjast enn betur með, til að tryggja árangur til framtíðar. Sjúkratryggingar Íslands veittu nýverið 220 milljónum til endurhæfingar þeirra sem fá krabbamein, með samningi við Ljósið. Það er risastórt framfaraskref sem ber að fagna. En áhyggjuefnin eru líka til staðar. Aðstaða krabbameinssjúklinga á dag- og göngudeild Landspítala er óboðleg og afar brýnt að bæta úr. Mönnunarvandi í heilbrigðisþjónustunni er sífellt áhyggjuefni, ekki minnst þegar ljóst er að þeim fjölgar sem þurfa þjónustu krabbameinseininganna. Forvarnir Huga þarf mun betur að forvörnum en nú er gert. Við öðlumst sífellt meiri upplýsingar um hvernig hægt er að draga úr líkum á krabbameinum með heilbrigðum lífsstíl. Mottumars er skammt undan og þar verður lögð áhersla á hreyfingu sem leið til að draga úr líkum á að karlmenn fái krabbamein. Félagið býður karlmönnum upp á stutt námskeið í samstarfi við hlaup.is og stendur fyrir Karlahlaupi þann 1. mars næstkomandi sem hentar öllum karlmönnum, hægum og hröðum. Stuðningsnetið Að greinast og lifa með krabbamein er sérstök reynsla og enginn þekkir hana eins vel og þeir sem hafa gengið í gegnum það sjálfir. Í dag hefst vitundarvakning Krabbameinsfélagsins og Krafts, eins aðildarfélags félagsins um Stuðningsnetið, undir yfirskriftinni Ég skil þig. Í Stuðningsnetinu býður fjöldi einstaklinga, sem fengið hefur krabbamein eða eru aðstandendur, fram krafta sína til að styðja fólk í sömu stöðu. Það er ómetanlegt. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun