Berst fyrir því að matarfíkn verði viðurkenndur sjúkdómur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 21:00 Esther Helga segir það mikilvægt að matarfíkn verði viðurkennd sem sjúkdómur getty/Jeff J Mitchell Esther Helga Guðmundsdóttir, sérfræðingur í matarfíkniráðgjöf og dáleiðslumeðferðarfræðingur, hefur lengi barist fyrir því að matarfíkn verði viðurkennd sem sjúkdómur. Hún segir mikilvægt fyrir matarfíkla að fá viðeigandi úrræði svo þeir geti unnið úr fíknivandanum. „Ég er búin að starfrækja meðferðarúrræði sem byggja á þessu sem fíknivanda í fjórtán ár núna og hef bæði verið með ráðstefnur hér heima og staðið fyrir því að fá mikið af sérfræðingum hingað heim, fólk sem hefur verið að starfa við þetta á þennan hátt víða um heim, og við höfum síðan tekið höndum saman við það að stofna þennan alþjóðlega skóla þar sem við erum að koma fram með þær vísindarannsóknir sem sýna fram á þennan sjúkdóm.“ Hún segir frá rannsókn sem sýnir fram á það að sykur hafi sömu áhrif á heilann og líkamann okkar eins og önnur vímuefni og kveiki löngun til að borða meira. „Þá er þetta í rauninni heilasjúkdómur en það er ekki nóg að glíma kannski bara við mataræðið og ef einstaklingur er búinn að þróa með sér fíknivanda þá hefur það sýnt sig […] að fíknimeðferðir virka meðan aðrar gera það ekki.“ Esther segir ekki mikla grundvöll fyrir því að fólk fari í svipaða meðferð við matarfíkn líkt og við áfengisfíkn eins og tíðkast hér á landi, þar sem fólk fer inn á meðferðarstofnun í einhvern tíma á meðan það nær réttu hugarfari. „Ég hef hins vegar staðið fyrir námskeiðahaldi og meðferðum, ég hef stundum fengið með mér fólk inn í innlagningarmeðferð hér, svona einu sinni tvisvar á ári hef ég leitast við að gera það og það náttúrulega virkar gríðarlega vel.“ Horfa þarf á matarfíkn sem sjúkdóm Hægt er að fara í slíkar meðferðir erlendis en þeim fylgir gríðarlegur kostnaður segir Esther. Í vetur fór hún á fund heilbrigðisráðherra til að ræða slíkar meðferðir en hún segir ekkert hafa komið út úr því enn. „Við höfum verið að gera rannsóknir á meðferðarfylgni hér í þessum meðferðum og þær sýna það að það er sextíu til áttatíu prósent árangur á fyrsta ári, þrjátíu prósent langtímaárangur meðan víða þegar verið er að vinna með offituna og ekki þetta element tekið inn þá er undir fimm prósent árangur á einu til þremur árum. Það eru þær rannsóknir sem Reykjalundur og fleiri hafa verið að gefa út.“ Hún segir vandamálið vera að þeir sem skilgreina sjúkdóma séu amerísku geðlæknasamtökin, og Alþjóða heilbrigðismálastofnunin og á þeirra borði sé matur enn ekki skilgreindur sem fíkniefni. „Ég er í erlendum þrýstihópi sem fékk þó allavega eina setningu inn í síðasta DSM greiningarferlið um að binge-eating (lotugræðgi), sem er búið að fá viðurkenningu sem átröskun, hafi sambærileg einkenni og fíknivandi.“ Hún segir næstu skref vonandi vera þau að fólk sem meti hvort eitthvað sé sjúkdómur eða ekki fari að horfa á þetta sem sjúkdóm. „Við sem að svo höfum verið að vinna í þessum geira við náttúrulega sjáum batann sem verður þegar fólk fær greiningu á vandann og fær svo réttar leiðbeiningar og stuðning.“ Heilbrigðismál Heilsa Matur Tengdar fréttir Bein útsending: Af hverju erum við að fitna? Íslensk erfðagreining heldur opinn fræðslufund um offitu. 1. febrúar 2020 12:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Valdimar hefur misst 30 kíló: „Kærasta sem stoppar mig þegar mig langar að panta pizzu“ "Núna þarf ég aðeins að monta mig.“ 20. janúar 2020 14:30 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Sjá meira
Esther Helga Guðmundsdóttir, sérfræðingur í matarfíkniráðgjöf og dáleiðslumeðferðarfræðingur, hefur lengi barist fyrir því að matarfíkn verði viðurkennd sem sjúkdómur. Hún segir mikilvægt fyrir matarfíkla að fá viðeigandi úrræði svo þeir geti unnið úr fíknivandanum. „Ég er búin að starfrækja meðferðarúrræði sem byggja á þessu sem fíknivanda í fjórtán ár núna og hef bæði verið með ráðstefnur hér heima og staðið fyrir því að fá mikið af sérfræðingum hingað heim, fólk sem hefur verið að starfa við þetta á þennan hátt víða um heim, og við höfum síðan tekið höndum saman við það að stofna þennan alþjóðlega skóla þar sem við erum að koma fram með þær vísindarannsóknir sem sýna fram á þennan sjúkdóm.“ Hún segir frá rannsókn sem sýnir fram á það að sykur hafi sömu áhrif á heilann og líkamann okkar eins og önnur vímuefni og kveiki löngun til að borða meira. „Þá er þetta í rauninni heilasjúkdómur en það er ekki nóg að glíma kannski bara við mataræðið og ef einstaklingur er búinn að þróa með sér fíknivanda þá hefur það sýnt sig […] að fíknimeðferðir virka meðan aðrar gera það ekki.“ Esther segir ekki mikla grundvöll fyrir því að fólk fari í svipaða meðferð við matarfíkn líkt og við áfengisfíkn eins og tíðkast hér á landi, þar sem fólk fer inn á meðferðarstofnun í einhvern tíma á meðan það nær réttu hugarfari. „Ég hef hins vegar staðið fyrir námskeiðahaldi og meðferðum, ég hef stundum fengið með mér fólk inn í innlagningarmeðferð hér, svona einu sinni tvisvar á ári hef ég leitast við að gera það og það náttúrulega virkar gríðarlega vel.“ Horfa þarf á matarfíkn sem sjúkdóm Hægt er að fara í slíkar meðferðir erlendis en þeim fylgir gríðarlegur kostnaður segir Esther. Í vetur fór hún á fund heilbrigðisráðherra til að ræða slíkar meðferðir en hún segir ekkert hafa komið út úr því enn. „Við höfum verið að gera rannsóknir á meðferðarfylgni hér í þessum meðferðum og þær sýna það að það er sextíu til áttatíu prósent árangur á fyrsta ári, þrjátíu prósent langtímaárangur meðan víða þegar verið er að vinna með offituna og ekki þetta element tekið inn þá er undir fimm prósent árangur á einu til þremur árum. Það eru þær rannsóknir sem Reykjalundur og fleiri hafa verið að gefa út.“ Hún segir vandamálið vera að þeir sem skilgreina sjúkdóma séu amerísku geðlæknasamtökin, og Alþjóða heilbrigðismálastofnunin og á þeirra borði sé matur enn ekki skilgreindur sem fíkniefni. „Ég er í erlendum þrýstihópi sem fékk þó allavega eina setningu inn í síðasta DSM greiningarferlið um að binge-eating (lotugræðgi), sem er búið að fá viðurkenningu sem átröskun, hafi sambærileg einkenni og fíknivandi.“ Hún segir næstu skref vonandi vera þau að fólk sem meti hvort eitthvað sé sjúkdómur eða ekki fari að horfa á þetta sem sjúkdóm. „Við sem að svo höfum verið að vinna í þessum geira við náttúrulega sjáum batann sem verður þegar fólk fær greiningu á vandann og fær svo réttar leiðbeiningar og stuðning.“
Heilbrigðismál Heilsa Matur Tengdar fréttir Bein útsending: Af hverju erum við að fitna? Íslensk erfðagreining heldur opinn fræðslufund um offitu. 1. febrúar 2020 12:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Valdimar hefur misst 30 kíló: „Kærasta sem stoppar mig þegar mig langar að panta pizzu“ "Núna þarf ég aðeins að monta mig.“ 20. janúar 2020 14:30 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Sjá meira
Bein útsending: Af hverju erum við að fitna? Íslensk erfðagreining heldur opinn fræðslufund um offitu. 1. febrúar 2020 12:00
Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30
Valdimar hefur misst 30 kíló: „Kærasta sem stoppar mig þegar mig langar að panta pizzu“ "Núna þarf ég aðeins að monta mig.“ 20. janúar 2020 14:30