Tapaðar launatekjur vegna loðnubrests í Eyjum milljarður króna Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2020 09:02 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir ástandið í Eyjum alvarlegt. Loðnubrestur hefur bein áhrif á 350 starfsmenn í Eyjum og er ígildi 60 ársverka. Tapaðar launatekjur í Vestmannaeyjum eru að minnsta kosti 1000 milljónir.Þetta kemur fram í Eyjafréttum sem sagði af greiningu Hrafns Sævaldssonar sem Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum kynnti á fundi bæjarráðs í gær. Tap útgerðarfyrirtækja 7.600 milljónir Þar var farið yfir loðunbrest á vertíðinni 2019. Tekjutap útgerðarfyrirtækja er metið á um 7.600 milljónir. Tekjutap annar fyrirtækja er um 900 milljónir og Vestmannaeyjabær og Vestmannaeyjahöfn verða af um 160 milljónum króna. „Ljóst er að áhrif loðnubrestsins 2019 hér í Eyjum eru mjög mikil á samfélagið allt ekki bara þá sem starfa í sjávarútvegi. Fyrirtæki og fólk í Eyjum hafa tekið þetta mikla högg vegna ársins 2019 en annar loðnubrestur er eitthvað sem yrði Vestmannaeyjum mjög erfitt,“ segir í Eyjafréttum en rúmlega 30 prósent veiðiheimilda á loðnu eru hjá fyrirtækjum í Eyjum. Ríkið komi að málum Máluð er upp dökk mynd af stöðu mála, afleiðingin sé ekki aðeins tekjutap samfélagsins alls heldur eru miklar líkur á að markaðir tapist verði loðnubrestur annað árið í röð. „Loðnubrestur er alvarlegt mál fyrir samfélag eins Vestmannaeyjar og önnur sveitarfélög sem teysta á loðnu. Loðnubrestur er líka áhyggjuefni ríkisins sem er stærsti hagsmunaaðili loðnunnar. Við vonum svo sannarlega að það finnist loðna og gefinn verði út kvóti fyrir 2020,“ segir Íris á Facebooksíðu sinni en rætt var við Írisi í Bítinu nú í morgun um málið. (Sjá hér neðar.) Telja Eyjamenn vert að stjórnvöld beiti sér fyrir auknum rannsóknum og loðnuleit. Komi til þess að ekki verði gefinn út loðnukvóti annað árið í röð hyggst bæjarráð óska eftir fundi með sjávarútvegsráðherra, sveitarstjórnaráðherra og fjármálaráðherra til að ræða mögulegar mótvægisaðgerðir við aflabresti. Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lítil von um loðnuveiði Leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar sem kemur í höfn í Reykjavík nú í hádeginu segir að fyrstu mælingar á loðnu bendi til þess að í ár sé aftur loðnubrestur á Íslandsmiðum. 25. janúar 2020 12:15 Loðnutorfur loksins fundnar út af Hornströndum og Húnaflóa Fyrstu loðnutorfur vetrarins eru fundnar á Íslandsmiðum, norður af Hornströndum og Húnaflóa. "Þetta er nú ekkert gríðarlegt magn sem við sáum í heildina,“ segir leiðangursstjórinn. 22. janúar 2020 16:18 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Loðnubrestur hefur bein áhrif á 350 starfsmenn í Eyjum og er ígildi 60 ársverka. Tapaðar launatekjur í Vestmannaeyjum eru að minnsta kosti 1000 milljónir.Þetta kemur fram í Eyjafréttum sem sagði af greiningu Hrafns Sævaldssonar sem Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum kynnti á fundi bæjarráðs í gær. Tap útgerðarfyrirtækja 7.600 milljónir Þar var farið yfir loðunbrest á vertíðinni 2019. Tekjutap útgerðarfyrirtækja er metið á um 7.600 milljónir. Tekjutap annar fyrirtækja er um 900 milljónir og Vestmannaeyjabær og Vestmannaeyjahöfn verða af um 160 milljónum króna. „Ljóst er að áhrif loðnubrestsins 2019 hér í Eyjum eru mjög mikil á samfélagið allt ekki bara þá sem starfa í sjávarútvegi. Fyrirtæki og fólk í Eyjum hafa tekið þetta mikla högg vegna ársins 2019 en annar loðnubrestur er eitthvað sem yrði Vestmannaeyjum mjög erfitt,“ segir í Eyjafréttum en rúmlega 30 prósent veiðiheimilda á loðnu eru hjá fyrirtækjum í Eyjum. Ríkið komi að málum Máluð er upp dökk mynd af stöðu mála, afleiðingin sé ekki aðeins tekjutap samfélagsins alls heldur eru miklar líkur á að markaðir tapist verði loðnubrestur annað árið í röð. „Loðnubrestur er alvarlegt mál fyrir samfélag eins Vestmannaeyjar og önnur sveitarfélög sem teysta á loðnu. Loðnubrestur er líka áhyggjuefni ríkisins sem er stærsti hagsmunaaðili loðnunnar. Við vonum svo sannarlega að það finnist loðna og gefinn verði út kvóti fyrir 2020,“ segir Íris á Facebooksíðu sinni en rætt var við Írisi í Bítinu nú í morgun um málið. (Sjá hér neðar.) Telja Eyjamenn vert að stjórnvöld beiti sér fyrir auknum rannsóknum og loðnuleit. Komi til þess að ekki verði gefinn út loðnukvóti annað árið í röð hyggst bæjarráð óska eftir fundi með sjávarútvegsráðherra, sveitarstjórnaráðherra og fjármálaráðherra til að ræða mögulegar mótvægisaðgerðir við aflabresti.
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lítil von um loðnuveiði Leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar sem kemur í höfn í Reykjavík nú í hádeginu segir að fyrstu mælingar á loðnu bendi til þess að í ár sé aftur loðnubrestur á Íslandsmiðum. 25. janúar 2020 12:15 Loðnutorfur loksins fundnar út af Hornströndum og Húnaflóa Fyrstu loðnutorfur vetrarins eru fundnar á Íslandsmiðum, norður af Hornströndum og Húnaflóa. "Þetta er nú ekkert gríðarlegt magn sem við sáum í heildina,“ segir leiðangursstjórinn. 22. janúar 2020 16:18 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Lítil von um loðnuveiði Leiðangursstjóri hafrannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar sem kemur í höfn í Reykjavík nú í hádeginu segir að fyrstu mælingar á loðnu bendi til þess að í ár sé aftur loðnubrestur á Íslandsmiðum. 25. janúar 2020 12:15
Loðnutorfur loksins fundnar út af Hornströndum og Húnaflóa Fyrstu loðnutorfur vetrarins eru fundnar á Íslandsmiðum, norður af Hornströndum og Húnaflóa. "Þetta er nú ekkert gríðarlegt magn sem við sáum í heildina,“ segir leiðangursstjórinn. 22. janúar 2020 16:18