Alþjóða íþróttadómstóllinn taldi sig ekki hafa vald til að hjálpa konunum að ná fram jafnrétti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2020 16:30 Andreea Arsine frá Rúmeníu í keppni í 20 km göngu á ÓL í Ríó 2016. Getty/ Julian Finney Nokkrar af bestu göngukonum heims vildu fá jafnrétti í keppnisgreinum á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar en verður ekki ágengt í baráttunni sinni. Alþjóða íþróttadómstóllinn hafnaði kröfu þeirra. Hópur af bestu göngukonum heims hefur barist fyrir því að þær fái að keppa í 50 km göngu á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar alveg eins og karlarnir. Íþróttakonurnar eru sjö talsins og í þeim hóp er portúgalski heimsmeistarinn frá 2017, Ines Henriques. Hópurinn áfrýjaði ákvörðun Alþjóðaólympíunefndarinnar og World Athletics til Alþjóða íþróttadómstólsins en þeirri áfrýjun hefur nú verið vísað frá. Ástæðan var sú að Alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, taldi það ekki vera á sínu valdi að ákveða keppnisgreinar á Ólympíuleikum. In 2020 gender equality is still not there at @Olympics. Women’s 50km walk not included in the program while it has been in @WorldAthletics WC since 2017. IOC rejects fault on IAAF. Women were allowed to compete in marathon 88 years after men at the Olympics, pole vault 104 years https://t.co/d2jc9LiZpk— PJ Vazel (@pjvazel) February 4, 2020 World Athletics stýrir frjálsíþróttakeppninni á Ólympíuleikunum og hafði bætt 50 kílómetra göngu kvenna inn á síðustu tvö heimsmeistaramót, 2017 og 2019. Það hefur aftur á móti aldrei verið keppt í 50 km göngu kvenna á Ólympíuleikum og Alþjóðaólympíunefndin hefur engan áhuga á að breyta því. Karlarnir hafa hins vegar keppt í 50 km göngu síðan á Ólympíuleikunum 1932, fyrir utan leikana í Montreal 1976. Karlarnir hafa einnig keppt í 20 km göngu frá því á leikunum í Helsinki 1952. Konurnar hafa keppt í 20 kílómetra göngu frá leikunum í Sydney árið 2000 en þær hafa ekki fengið að keppa í löngu göngunni. Göngukonurnar vildu fá að keppa í jafnmörgum greinum og karlarnir á leikunum í sumar en því verður ekki breytt. Göngukarlarnir geta unnið tvö gull á ÓL 2020 en konurnar aðeins eitt. Jafnréttismál Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Nokkrar af bestu göngukonum heims vildu fá jafnrétti í keppnisgreinum á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar en verður ekki ágengt í baráttunni sinni. Alþjóða íþróttadómstóllinn hafnaði kröfu þeirra. Hópur af bestu göngukonum heims hefur barist fyrir því að þær fái að keppa í 50 km göngu á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar alveg eins og karlarnir. Íþróttakonurnar eru sjö talsins og í þeim hóp er portúgalski heimsmeistarinn frá 2017, Ines Henriques. Hópurinn áfrýjaði ákvörðun Alþjóðaólympíunefndarinnar og World Athletics til Alþjóða íþróttadómstólsins en þeirri áfrýjun hefur nú verið vísað frá. Ástæðan var sú að Alþjóða íþróttadómstólsins, CAS, taldi það ekki vera á sínu valdi að ákveða keppnisgreinar á Ólympíuleikum. In 2020 gender equality is still not there at @Olympics. Women’s 50km walk not included in the program while it has been in @WorldAthletics WC since 2017. IOC rejects fault on IAAF. Women were allowed to compete in marathon 88 years after men at the Olympics, pole vault 104 years https://t.co/d2jc9LiZpk— PJ Vazel (@pjvazel) February 4, 2020 World Athletics stýrir frjálsíþróttakeppninni á Ólympíuleikunum og hafði bætt 50 kílómetra göngu kvenna inn á síðustu tvö heimsmeistaramót, 2017 og 2019. Það hefur aftur á móti aldrei verið keppt í 50 km göngu kvenna á Ólympíuleikum og Alþjóðaólympíunefndin hefur engan áhuga á að breyta því. Karlarnir hafa hins vegar keppt í 50 km göngu síðan á Ólympíuleikunum 1932, fyrir utan leikana í Montreal 1976. Karlarnir hafa einnig keppt í 20 km göngu frá því á leikunum í Helsinki 1952. Konurnar hafa keppt í 20 kílómetra göngu frá leikunum í Sydney árið 2000 en þær hafa ekki fengið að keppa í löngu göngunni. Göngukonurnar vildu fá að keppa í jafnmörgum greinum og karlarnir á leikunum í sumar en því verður ekki breytt. Göngukarlarnir geta unnið tvö gull á ÓL 2020 en konurnar aðeins eitt.
Jafnréttismál Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Sport Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira