Þjálfari ÍBV sagður hafa kallað dómara „djöfulsins apakött“ Henry Birgir Gunnarsson og Ingvi Þór Sæmundsson skrifa 6. febrúar 2020 10:00 Sigurður Bragason er þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍBV. vísir/bára Sigurður Bragason missti stjórn á skapi sínu í leik Fram U og ÍBV U í Grill 66 deild kvenna í handbolta á sunnudaginn. Samkvæmt heimildum Vísis kallaði Sigurður annan dómara leiksins, Ricardo Bernardo Machai Xavier, djöfulsins apakött. Málið var tekið fyrir á fundi aganefndar HSÍ. Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Fram sitt þrettánda mark í leiknum. Tíminn var greinilega runninn út áður en boltinn fór inn fyrir marklínuna en Ricardo dæmdi markið samt gott og gilt. Hann dæmdi leikinn ásamt Heklu Daðadóttur. Sigurður var vægast sagt ósáttur við dóminn og mótmælti kröftuglega. Ricardo gaf honum fyrst gula spjaldið, svo tveggja mínútna brottvísun og loks rauða spjaldið. Sigurður hélt áfram að mótmæla og samkvæmt heimildum Vísis kemur fram í skýrslu dómara að Sigurður hafi, á leið sinni til búningsherbergja, kallað Ricardo „djöfulsins apakött“. Leikur Fram U og ÍBV U var sýndur á Fram TV og myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. Fram U vann leikinn, 33-19. Klippa: Þjálfari ÍBV úthúðaði dómara Sigurður er þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍBV og hefur einnig verið á bekknum í flestum leikjum ÍBV U í Grill 66 deild kvenna í vetur. Málið var tekið fyrir á fundi aganefndar HSÍ í fyrradag en frestað um sólarhring. Skrifstofu HSÍ var falið að kynna ÍBV fram komna skýrslu og gaf félaginu færi á að koma athugasemdum á framfæri áður en aganefnd tók málið aftur fyrir á fundi sínum. Sigurður hefur áður komist í fréttir fyrir hegðun sína innan sem utan vallar. Árið 2015 sendi ÍBV frá sér yfirlýsingu vegna ummæla sem Sigurður hafði látið falla og baðst afsökunar á þeim. Þá gisti hann fangageymslur árið 2018 eftir að hafa ráðist á einn leikmanna karlaliðs ÍBV í bikarfögnuði. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir ÍBV harmar fyllerísummæli aðstoðarþjálfara Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari ÍBV, sakaði HSÍ um skammarleg vinnubrögð. 12. nóvember 2015 17:14 Aðstoðarþjálfari ÍBV gisti fangageymslur eftir bikarfögnuðinn Karlalið ÍBV varð bikarmeistari um helgina. Fögnuðurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. 12. mars 2018 14:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð Sjá meira
Sigurður Bragason missti stjórn á skapi sínu í leik Fram U og ÍBV U í Grill 66 deild kvenna í handbolta á sunnudaginn. Samkvæmt heimildum Vísis kallaði Sigurður annan dómara leiksins, Ricardo Bernardo Machai Xavier, djöfulsins apakött. Málið var tekið fyrir á fundi aganefndar HSÍ. Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Fram sitt þrettánda mark í leiknum. Tíminn var greinilega runninn út áður en boltinn fór inn fyrir marklínuna en Ricardo dæmdi markið samt gott og gilt. Hann dæmdi leikinn ásamt Heklu Daðadóttur. Sigurður var vægast sagt ósáttur við dóminn og mótmælti kröftuglega. Ricardo gaf honum fyrst gula spjaldið, svo tveggja mínútna brottvísun og loks rauða spjaldið. Sigurður hélt áfram að mótmæla og samkvæmt heimildum Vísis kemur fram í skýrslu dómara að Sigurður hafi, á leið sinni til búningsherbergja, kallað Ricardo „djöfulsins apakött“. Leikur Fram U og ÍBV U var sýndur á Fram TV og myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. Fram U vann leikinn, 33-19. Klippa: Þjálfari ÍBV úthúðaði dómara Sigurður er þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍBV og hefur einnig verið á bekknum í flestum leikjum ÍBV U í Grill 66 deild kvenna í vetur. Málið var tekið fyrir á fundi aganefndar HSÍ í fyrradag en frestað um sólarhring. Skrifstofu HSÍ var falið að kynna ÍBV fram komna skýrslu og gaf félaginu færi á að koma athugasemdum á framfæri áður en aganefnd tók málið aftur fyrir á fundi sínum. Sigurður hefur áður komist í fréttir fyrir hegðun sína innan sem utan vallar. Árið 2015 sendi ÍBV frá sér yfirlýsingu vegna ummæla sem Sigurður hafði látið falla og baðst afsökunar á þeim. Þá gisti hann fangageymslur árið 2018 eftir að hafa ráðist á einn leikmanna karlaliðs ÍBV í bikarfögnuði.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir ÍBV harmar fyllerísummæli aðstoðarþjálfara Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari ÍBV, sakaði HSÍ um skammarleg vinnubrögð. 12. nóvember 2015 17:14 Aðstoðarþjálfari ÍBV gisti fangageymslur eftir bikarfögnuðinn Karlalið ÍBV varð bikarmeistari um helgina. Fögnuðurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. 12. mars 2018 14:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð Sjá meira
ÍBV harmar fyllerísummæli aðstoðarþjálfara Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari ÍBV, sakaði HSÍ um skammarleg vinnubrögð. 12. nóvember 2015 17:14
Aðstoðarþjálfari ÍBV gisti fangageymslur eftir bikarfögnuðinn Karlalið ÍBV varð bikarmeistari um helgina. Fögnuðurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. 12. mars 2018 14:30