Tímamótarannsókn talin geta gerbreytt krabbameinsmeðferðum Eiður Þór Árnason skrifar 5. febrúar 2020 21:24 Þúsundir ólíkra stökkbreytinga eru nú sagðar geta leitt til krabbameins. Getty/SCIEPRO Ný rannsókn er sögð veita skýra heildarmynd af þróun flestallra tegunda krabbameins í mannslíkamanum og geta leitt til nýrra framfara í meðferð þeirra. Talið er að niðurstöðurnar gætu gert læknum kleift að sníða krabbameinsmeðferðir sérstaklega að æxli hvers og eins sjúklings eða hjálpað til við að þróa nýjar aðferðir til þess að greina krabbamein fyrr en áður var mögulegt. Yfir þúsund vísindamenn tóku þátt í verkefninu sem fól í sér að greina erfðalykill alls 2.658 mismunandi tegunda krabbameins. Rannsóknarniðurstöðurnar, sem birtar voru í hinu virta vísindariti Nature í dag, eru afrakstur yfir áratugalangrar vinnu rannsóknarteyma í alls 37 löndum. Þessi vinna hefur leitt í ljós hversu flókin fyrirbæri krabbamein geta verið en þúsundir ólíkra stökkbreytinga eru nú sagðar geta leitt til krabbameins. Lincoln Stein, sem starfar við krabbameinsrannsóknir í Ontario í Kanada, segir að fram að þessu hafi læknar átt erfitt með að meðhöndla um þriðjung krabbameinssjúklinga í ljósi þess að ómögulegt hafi verið að greina hvers vegna frumur þeirra hófu að stökkbreytast og mynda krabbamein. Niðurstöður þessa verkefnis benda þó til þess að það séu að meðaltali fjórar til fimm grundvallarstökkbreytingar sem knýi áfram vöxt krabbameins í líkamanum. Með þessari uppgötvun telja sérfræðingar að hægt verði að þróa nýjar meðferðir sem ráðist sérstaklega gegn þessum tilteknu stökkbreytingum. Þrátt fyrir þessar fregnir er ljóst að frekari rannsókna er enn þörf á þeim fimm prósentum krabbameina sem eru ekki keyrð áfram af þessum ákveðnu stökkbreytingum. Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Alþjóða krabbameinsdagurinn: 70% dauðsfalla í þróunarríkjum Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn – World Cancer Day – er í dag, 4. febrúar, og hefur tvíþættan tilgang, annars vegar að vekja almenning til vitundar um krabbamein og veita fræðslu og hins vegar felur hann í sér hvatningu til stjórnvalda og einstaklinga um heim allan að grípa til aðgerða gegn sjúkdómnum. 4. febrúar 2020 10:00 Telja mögulegt að lækna allar tegundir krabbameins með nýrri aðferð Vísindamenn telja sig hafa fundið áður óþekktan hluta ónæmiskerfis manna sem mögulega sé hægt að nota til að lækna margar, ef ekki allar, tegundir krabbameins. 21. janúar 2020 07:51 Aðalatriði að krabbamein verði langvinnur sjúkdómur en ekki bráðdrepandi Vísindamenn í Cardiff telja sig hafa fundið leið til að vinna gegn flestum tegundum krabbameins. Íslenskur krabbameinslæknir segir rannsóknir þeirra á byrjunarstigi, hann hafi gert sambærilega rannsókn fyrir tíu árum. 21. janúar 2020 20:16 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Ný rannsókn er sögð veita skýra heildarmynd af þróun flestallra tegunda krabbameins í mannslíkamanum og geta leitt til nýrra framfara í meðferð þeirra. Talið er að niðurstöðurnar gætu gert læknum kleift að sníða krabbameinsmeðferðir sérstaklega að æxli hvers og eins sjúklings eða hjálpað til við að þróa nýjar aðferðir til þess að greina krabbamein fyrr en áður var mögulegt. Yfir þúsund vísindamenn tóku þátt í verkefninu sem fól í sér að greina erfðalykill alls 2.658 mismunandi tegunda krabbameins. Rannsóknarniðurstöðurnar, sem birtar voru í hinu virta vísindariti Nature í dag, eru afrakstur yfir áratugalangrar vinnu rannsóknarteyma í alls 37 löndum. Þessi vinna hefur leitt í ljós hversu flókin fyrirbæri krabbamein geta verið en þúsundir ólíkra stökkbreytinga eru nú sagðar geta leitt til krabbameins. Lincoln Stein, sem starfar við krabbameinsrannsóknir í Ontario í Kanada, segir að fram að þessu hafi læknar átt erfitt með að meðhöndla um þriðjung krabbameinssjúklinga í ljósi þess að ómögulegt hafi verið að greina hvers vegna frumur þeirra hófu að stökkbreytast og mynda krabbamein. Niðurstöður þessa verkefnis benda þó til þess að það séu að meðaltali fjórar til fimm grundvallarstökkbreytingar sem knýi áfram vöxt krabbameins í líkamanum. Með þessari uppgötvun telja sérfræðingar að hægt verði að þróa nýjar meðferðir sem ráðist sérstaklega gegn þessum tilteknu stökkbreytingum. Þrátt fyrir þessar fregnir er ljóst að frekari rannsókna er enn þörf á þeim fimm prósentum krabbameina sem eru ekki keyrð áfram af þessum ákveðnu stökkbreytingum.
Heilbrigðismál Vísindi Tengdar fréttir Alþjóða krabbameinsdagurinn: 70% dauðsfalla í þróunarríkjum Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn – World Cancer Day – er í dag, 4. febrúar, og hefur tvíþættan tilgang, annars vegar að vekja almenning til vitundar um krabbamein og veita fræðslu og hins vegar felur hann í sér hvatningu til stjórnvalda og einstaklinga um heim allan að grípa til aðgerða gegn sjúkdómnum. 4. febrúar 2020 10:00 Telja mögulegt að lækna allar tegundir krabbameins með nýrri aðferð Vísindamenn telja sig hafa fundið áður óþekktan hluta ónæmiskerfis manna sem mögulega sé hægt að nota til að lækna margar, ef ekki allar, tegundir krabbameins. 21. janúar 2020 07:51 Aðalatriði að krabbamein verði langvinnur sjúkdómur en ekki bráðdrepandi Vísindamenn í Cardiff telja sig hafa fundið leið til að vinna gegn flestum tegundum krabbameins. Íslenskur krabbameinslæknir segir rannsóknir þeirra á byrjunarstigi, hann hafi gert sambærilega rannsókn fyrir tíu árum. 21. janúar 2020 20:16 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Alþjóða krabbameinsdagurinn: 70% dauðsfalla í þróunarríkjum Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn – World Cancer Day – er í dag, 4. febrúar, og hefur tvíþættan tilgang, annars vegar að vekja almenning til vitundar um krabbamein og veita fræðslu og hins vegar felur hann í sér hvatningu til stjórnvalda og einstaklinga um heim allan að grípa til aðgerða gegn sjúkdómnum. 4. febrúar 2020 10:00
Telja mögulegt að lækna allar tegundir krabbameins með nýrri aðferð Vísindamenn telja sig hafa fundið áður óþekktan hluta ónæmiskerfis manna sem mögulega sé hægt að nota til að lækna margar, ef ekki allar, tegundir krabbameins. 21. janúar 2020 07:51
Aðalatriði að krabbamein verði langvinnur sjúkdómur en ekki bráðdrepandi Vísindamenn í Cardiff telja sig hafa fundið leið til að vinna gegn flestum tegundum krabbameins. Íslenskur krabbameinslæknir segir rannsóknir þeirra á byrjunarstigi, hann hafi gert sambærilega rannsókn fyrir tíu árum. 21. janúar 2020 20:16