„Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 08:35 Weinstein við dómshúsið í New York í gær, 5. febrúar. Vísir/AP Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. Hún lýsti því í smáatriðum hvernig hann áreitti hana á hóteli í Los Angeles árið 2013. Verjandi Weinstein sýndi réttinum óvænt kjól sem konan klæddist við meint ofbeldisverk Weinstein. Konan heitir Lauren Young, þrítug fyrirsæta frá Pennsylvaníu, sem var, eins og fleiri af meintum fórnarlömbum Weinstein, að stíga sín fyrstu skref innan kvikmyndabransans árið 2013. Hún lýsti því við réttarhöldin í gær að vinkona hennar hefði boðið henni á Montage-hótelið í Beverly Hills í febrúar sama ár. Sagði „nei, nei, nei“ allan tímann Young kvaðst hafa þegið boðið í von um að vekja athygli Weinstein á kvikmyndahandriti sem hún var þá að skrifa. Hún hitti hann í móttökusal hótelsins og hann bauð í kjölfarið bæði Young og vinkonu hennar upp á hótelherbergi sitt. Þegar á herbergið var komið fylgdi hún Weinstein og vinkonunni inni á baðherbergi. Sú síðarnefnda lokaði þá skyndilega dyrunum að baðherberginu, þannig að Young og Weinstein voru þar ein eftir. Sjá einnig: Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Young sagði Weinstein hafa þegar skrúfað frá sturtunni og afklæðst. Hann hafi svo hrint henni upp að veggnum, rennt niður kjólnum sem hún klæddist og hóf að káfa á brjósti hennar á meðan hann fróaði sér. „Ég sagði „nei, nei, nei“ allan tímann, að ég ætti kærasta, að ég hefði ekki áhuga. Hann heldur samræðunum áfram: „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“,“ hefur Guardian eftir Young við réttarhöldin. Lauren Young hylur andlit sitt fyrir utan dómshúsið í New York í gær.Vísir/Getty „Vansköpuð“ kynfæri Weinstein ítrekað komið til tals Saksóknarar báðu Young jafnframt að lýsa „eftirminnilegum atriðum“ á líkama Weinstein. Hún nefndi sérstaklega að kynfæri hans hefðu litið einkennilega út; að getnaðarlimur hans hefði virst „skorinn af og saumaður aftur á“. Kynfæri Weinstein hafa ítrekað komið til tals við réttarhöldin. Önnur kvennanna sem sakar Weinstein um að hafa nauðgað sér lýsti því til að mynda í vikunni að kynfæri hans væru „vansköpuð“ og að hann hafi „virst vera með píku“. Saksóknarar sýndu kviðdómi myndir af líkama Weinsteins við réttarhöldin á þriðjudag. Kviðdómendur höfðu einir aðgang að myndunum. Að loknum vitnisburði Young var hún yfirheyrð af einum verjanda Weinstein, Damon Cheronis. Blaðamaður Guardian lýsir því að Cheronis hafi skyndilega, og með leikrænum tilburðum, sýnt réttinum kjólinn sem Young klæddist þegar Weinstein braut á henni í umrætt skipti. Cheronis spurði Young hvernig það mætti vera að hún hefði fundið kjólinn fyrir aðeins þremur dögum. Hún sagðist hafa fundið hann í fatakassa sem hún skildi eftir í Los Angeles við flutninga. Réttarhöld yfir Weinstein, sem neitar sök í fimm ákæruliðum, hófust í byrjun janúar. Tvær konur saka hann um nauðgun en hinar fjórar um annars konar kynferðisofbeldi. Alls hafa yfir hundrað konur sakað Weinstein um kynferðisofbeldi eða kynferðislega áreitni. Bandaríkin Mál Harvey Weinstein MeToo Tengdar fréttir Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34 Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 Bar vitni gegn Weinstein og lýsti meintri nauðgun ítarlega Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. 23. janúar 2020 23:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Sjá meira
Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. Hún lýsti því í smáatriðum hvernig hann áreitti hana á hóteli í Los Angeles árið 2013. Verjandi Weinstein sýndi réttinum óvænt kjól sem konan klæddist við meint ofbeldisverk Weinstein. Konan heitir Lauren Young, þrítug fyrirsæta frá Pennsylvaníu, sem var, eins og fleiri af meintum fórnarlömbum Weinstein, að stíga sín fyrstu skref innan kvikmyndabransans árið 2013. Hún lýsti því við réttarhöldin í gær að vinkona hennar hefði boðið henni á Montage-hótelið í Beverly Hills í febrúar sama ár. Sagði „nei, nei, nei“ allan tímann Young kvaðst hafa þegið boðið í von um að vekja athygli Weinstein á kvikmyndahandriti sem hún var þá að skrifa. Hún hitti hann í móttökusal hótelsins og hann bauð í kjölfarið bæði Young og vinkonu hennar upp á hótelherbergi sitt. Þegar á herbergið var komið fylgdi hún Weinstein og vinkonunni inni á baðherbergi. Sú síðarnefnda lokaði þá skyndilega dyrunum að baðherberginu, þannig að Young og Weinstein voru þar ein eftir. Sjá einnig: Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Young sagði Weinstein hafa þegar skrúfað frá sturtunni og afklæðst. Hann hafi svo hrint henni upp að veggnum, rennt niður kjólnum sem hún klæddist og hóf að káfa á brjósti hennar á meðan hann fróaði sér. „Ég sagði „nei, nei, nei“ allan tímann, að ég ætti kærasta, að ég hefði ekki áhuga. Hann heldur samræðunum áfram: „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“,“ hefur Guardian eftir Young við réttarhöldin. Lauren Young hylur andlit sitt fyrir utan dómshúsið í New York í gær.Vísir/Getty „Vansköpuð“ kynfæri Weinstein ítrekað komið til tals Saksóknarar báðu Young jafnframt að lýsa „eftirminnilegum atriðum“ á líkama Weinstein. Hún nefndi sérstaklega að kynfæri hans hefðu litið einkennilega út; að getnaðarlimur hans hefði virst „skorinn af og saumaður aftur á“. Kynfæri Weinstein hafa ítrekað komið til tals við réttarhöldin. Önnur kvennanna sem sakar Weinstein um að hafa nauðgað sér lýsti því til að mynda í vikunni að kynfæri hans væru „vansköpuð“ og að hann hafi „virst vera með píku“. Saksóknarar sýndu kviðdómi myndir af líkama Weinsteins við réttarhöldin á þriðjudag. Kviðdómendur höfðu einir aðgang að myndunum. Að loknum vitnisburði Young var hún yfirheyrð af einum verjanda Weinstein, Damon Cheronis. Blaðamaður Guardian lýsir því að Cheronis hafi skyndilega, og með leikrænum tilburðum, sýnt réttinum kjólinn sem Young klæddist þegar Weinstein braut á henni í umrætt skipti. Cheronis spurði Young hvernig það mætti vera að hún hefði fundið kjólinn fyrir aðeins þremur dögum. Hún sagðist hafa fundið hann í fatakassa sem hún skildi eftir í Los Angeles við flutninga. Réttarhöld yfir Weinstein, sem neitar sök í fimm ákæruliðum, hófust í byrjun janúar. Tvær konur saka hann um nauðgun en hinar fjórar um annars konar kynferðisofbeldi. Alls hafa yfir hundrað konur sakað Weinstein um kynferðisofbeldi eða kynferðislega áreitni.
Bandaríkin Mál Harvey Weinstein MeToo Tengdar fréttir Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34 Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 Bar vitni gegn Weinstein og lýsti meintri nauðgun ítarlega Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. 23. janúar 2020 23:30 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Sjá meira
Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34
Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47
Bar vitni gegn Weinstein og lýsti meintri nauðgun ítarlega Bandaríska leikkonan Annabella Sciorra, bar í dag vitni gegn Harvey Weinstein dag í réttarhöldunum yfir kvikmyndaframleiðandanum. Sýndi hún viðstöddum hvernig Weinstein á að hafa haldið henni niðri áður en hann nauðgaði henni. 23. janúar 2020 23:30