Ráðherra hefur varnaðarorð að engu Freyr Frostason skrifar 6. febrúar 2020 13:30 Þegar sjávarútvegsráðherra kynnti á dögunum drög að nýrri reglugerð um fiskeldi í samráðsgátt stjórnvalda vakti eðlilega mesta athygli fráleit tillaga hans um að afnema fjarlægðamörk sjókvía frá ósum laxveiðiáa. Annar og ekki síður risagalli á drögunum er sá kafli þeirra sem fjallar um laxalúsavanda sjókvíaeldisins. Eða réttara sagt skortur á þeim kafla því drögin víkja aðeins nokkrum orðum að laxalúsinni, sem er þó einn helsti skaðvaldur þessarar starfsemi fyrir villta silungs- og laxastofna. Af orðum ráðherra í viðtölum við fjölmiðla, eftir að málið kom fram, má ætla að tillagan um afnám fjarlægðamarkana verði ekki í lokaútgáfu reglugerðarinnar. Mikilvægt er að sú verði niðurstaðan. Það er útaf fyrir sig rannsóknarefni hvernig þessi hugmynd rataði inn í drögin. Ráðherra og sérfræðingar ráðuneytisins fylgdu henni úr hlaði með því vísa til áhættumats erfðablöndunar, að það mat ætti að duga sem varúðartæki þegar kemur að staðsetningu sjókvía nálægt laxveiðiám. Það var vægast sagt sérstakur rökstuðningur því áhættumatið tekur ekkert tillit til laxalúsar, sníkjudýra og sjúkdóma sem grassera í sjókvíum og stórskaða villta stofna. Noregur, Skotland og Ísland Í Noregi er sérstök og ítarleg reglugerð um laxalús í sjókvíaeldi enda hefur hún valdið stórfelldum búsifjum þar á villtum stofnum. Sagt var frá því á síðasta ári að um 80 prósent sjóbirtingsstofna í Noregi er í slæmu ástandi. Meginorsökin fyrir þeirri grafalvarlegu stöðu er laxalúsin en helsta uppspretta hennar eru sjókvíar með eldislaxi. Lúsin leggst enn þyngra á sjóbirtingsstofna en á villta laxinn. Ástæðan er einfaldlega sú að þessir villtu stofnar eyða meiri tíma í sjó nálægt ströndinni en villti laxinn. Hann syndir hraðar upp í árnar þegar hann kemur að landi en þessir stofnar. Fyrir vikið eru þeir undir stöðugri árás lúsafársins sem ríkir í sjókvíaeldinu. Ástandið er engu skárra í sjókvíaeldi við Skotland. Þar hefur lúsin úr sjókvíunum valdið gríðarlegum skaða á villtum stofnum og er ungviðið, sjógönguseiðin, í sérstakri hættu. Rannsóknir á sjókvíaeldissvæðunum á Vestfjörðum sýna að sama hörmungarþróun er farin af stað þar. Lúsaverksmiðjur í sjókvíunum Talsmenn sjókvíaeldsins segja gjarnan að lúsin sé náttúruleg og berist í kvíarnar frá villtum fiski. Þetta er rétt en það er ekkert náttúrulegt við aðstæður eldislaxanna í sjókvíunum. Aðstæðurnar þar brengla og magna upp úr öllu valdi sníkjudýr sem hefur lifað með laxinu í þúsundir ára án þess að verða stofnum að fjörtjóni. Laxalús er harðgert kvikindi sem getur lifað vikum saman í sjó þar til lax verður á vegi hennar, enda getur verið langt á milli laxa í sjónum við náttúrulegar aðstæður. Sjókvíar þar sem mörg hundrið þúsund laxar eru saman á örlitlu svæði gerbreytir afkomumöguleikum lúsarinnar. Þar þarf hún ekki að bíða eftir næsta fiski. Lúsin fjölgar sér með ógnvænlegum hraða við þessar aðstæður. Þannig verða sjókvíar eins og gríðarlegar lúsaverksmiðjur, með ömurlegum afleiðingum fyrir eldisdýrin og villtan lax í nágrenninu. Villtu dýrin þurfa að synda í gegnum lúsaskýið til að komast í árnar og svo aftur þegar seiðin ganga til sjávar. Og lúsin er ekki bara hættuleg villtum fiski, hún gerir tilveru eldislaxanna í kvíunum óbærilega. Lúsin leggst á dýrin þar sem hreistrið er þynnst og étur þau í raun lifandi. Alltof margar myndir og myndbönd eru til af hræðilega útleiknum eldislöxum eftir lúsina, þar sem skín jafnvel í hvítt bein í gegnum flakandi sárin á þessum greyjum. Sérfræðingar MAST höfðu rangt fyrir sér Það er sem sagt ástæða fyrir því af hverju sérstök reglugerð er um lúsina í Noregi. Í drögum sjávarútvegsráðherra að íslensku reglugerðinni er aftur á móti látið eins og hún sé ekki vandamál hér, sem er reyndar einmitt það sem sérfræðingar Matvælastofnunar (MAST) héldu ítrekað fram hér á árum áður. Þeir reyndust heldur betur hafa haft rangt fyrir sér. Í fyrirlestri Gísla Jónssonar, dýralæknis fisksjúkdóma hjá MAST, sem hann flutti í maí 2016 á málþingi Landssambands fiskeldisstöðva á Ísafirði, kom til dæmis þetta mat hans fram: „Sökum norðlægrar legu Íslands, og ekki síst þeirra svæða sem heimilt er að ala lax í sjókvíum frá 2004, á lúsin erfitt uppdráttar og getur á engan hátt orðið sambærilegt vandamál og hjá nágrannaþjóðum okkar. Meðhöndlun gegn lús hefur aldrei þurft að koma til álita í laxeldi á núverandi slóðum sjókvíaeldis.“ Og réttu ári seinna, Í maí 2017 skrifaði Soffía Karen Magnúsdóttir, fagsviðsstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun, pistil í Fréttablaðið þar sem þetta kom fram: „Þá er tíðræður misskilningur um að í fiskeldi á Íslandi ríki lúsafár, sem villtum laxastofnum stafi hætta af. Staðreyndin er sú að laxalús hefur aldrei valdið vandræðum í íslensku sjókvíaeldi. Ástæðan er lágur sjávarhiti yfir vetrartímann, en laxalús berst með villtum fiski í kvíar að vori og þar nær hún að fjölga sér lítillega fram á haust. Með vetri lækkar sjávarhiti og lúsin hverfur úr kvíunum. Þegar laxaseiði ganga til sjávar að vori er því lítið eða ekkert um lús í eldiskvíum. Í vetur var sjávarhiti þó heldur hærri en vanalega, sem er laxalús hagstætt. Það sýnir mikilvægi þess að vaka yfir breyttum aðstæðum, en „lúsafár“ hefur verið óþekkt í íslensku eldi.“ Það er grátbroslegt til þess að hugsa aðþetta sama vor gaf MAST svo út fyrsta leyfi fyrir notkun lúsaeiturs vegna smits í sjókvíum Arnarlax á Vestfjörðum og hefur síðan gefið margsinnis leyfi fyrir eitrun eða notkun lyfjafóðurs vegna lúsasmits þar sem lús á eldisfiskum hefur „verið langt yfir þeim mörkum sem sett hafa verið í Noregi varðandi þörf fyrir meðhöndlun við laxalús“ eins og kemur fram í áður tilvitnaðri umsögn Hafrannsóknastofnunar. Átti ekki að koma á óvart Að lúsin skyldi verða vandamál átti þó ekki að koma neinum á óvart. Eigandi sjókvíaeldisfyrirtækisins Fjarðalax hafði varað við því að sú yrði raunin í fréttaskýringu sem Morgunblaðið birti í júlí 2012 undir fyrirsögninnni „Ávísun á lúsafár og umhverfisslys“. Snerist fréttaskýring blaðsins að stóru leyti um varnaðarorð eigandans um að mjög varlega þyrfti að fara í að gefa leyfi fyrir auknu eldi á Vestfjörðum og framfylgja þyrfti af hörku kvöðum um hvíldartíma annars myndi lúsin verða að meiriháttar vandamáli: „Ég ætla ekki að láta það verða mína arfleifð á Íslandi að stefna villta laxastofninum í hættu,“ sagði framkvæmdastjóri við Morgunblaðið. Sérfræðingar stofnana ríkisins sem fara með fiskeldismál létu þessi orð því miður sem vind um eyru þjóta og ætla samkvæmt reglugerðardrögum ráðherra að halda áfram að skella við skollaeyrum við varnaðarorðum. Það er ekki ásættanlegt.Höfundur er arkitekt og formaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins - IWF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Skoðun Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar sjávarútvegsráðherra kynnti á dögunum drög að nýrri reglugerð um fiskeldi í samráðsgátt stjórnvalda vakti eðlilega mesta athygli fráleit tillaga hans um að afnema fjarlægðamörk sjókvía frá ósum laxveiðiáa. Annar og ekki síður risagalli á drögunum er sá kafli þeirra sem fjallar um laxalúsavanda sjókvíaeldisins. Eða réttara sagt skortur á þeim kafla því drögin víkja aðeins nokkrum orðum að laxalúsinni, sem er þó einn helsti skaðvaldur þessarar starfsemi fyrir villta silungs- og laxastofna. Af orðum ráðherra í viðtölum við fjölmiðla, eftir að málið kom fram, má ætla að tillagan um afnám fjarlægðamarkana verði ekki í lokaútgáfu reglugerðarinnar. Mikilvægt er að sú verði niðurstaðan. Það er útaf fyrir sig rannsóknarefni hvernig þessi hugmynd rataði inn í drögin. Ráðherra og sérfræðingar ráðuneytisins fylgdu henni úr hlaði með því vísa til áhættumats erfðablöndunar, að það mat ætti að duga sem varúðartæki þegar kemur að staðsetningu sjókvía nálægt laxveiðiám. Það var vægast sagt sérstakur rökstuðningur því áhættumatið tekur ekkert tillit til laxalúsar, sníkjudýra og sjúkdóma sem grassera í sjókvíum og stórskaða villta stofna. Noregur, Skotland og Ísland Í Noregi er sérstök og ítarleg reglugerð um laxalús í sjókvíaeldi enda hefur hún valdið stórfelldum búsifjum þar á villtum stofnum. Sagt var frá því á síðasta ári að um 80 prósent sjóbirtingsstofna í Noregi er í slæmu ástandi. Meginorsökin fyrir þeirri grafalvarlegu stöðu er laxalúsin en helsta uppspretta hennar eru sjókvíar með eldislaxi. Lúsin leggst enn þyngra á sjóbirtingsstofna en á villta laxinn. Ástæðan er einfaldlega sú að þessir villtu stofnar eyða meiri tíma í sjó nálægt ströndinni en villti laxinn. Hann syndir hraðar upp í árnar þegar hann kemur að landi en þessir stofnar. Fyrir vikið eru þeir undir stöðugri árás lúsafársins sem ríkir í sjókvíaeldinu. Ástandið er engu skárra í sjókvíaeldi við Skotland. Þar hefur lúsin úr sjókvíunum valdið gríðarlegum skaða á villtum stofnum og er ungviðið, sjógönguseiðin, í sérstakri hættu. Rannsóknir á sjókvíaeldissvæðunum á Vestfjörðum sýna að sama hörmungarþróun er farin af stað þar. Lúsaverksmiðjur í sjókvíunum Talsmenn sjókvíaeldsins segja gjarnan að lúsin sé náttúruleg og berist í kvíarnar frá villtum fiski. Þetta er rétt en það er ekkert náttúrulegt við aðstæður eldislaxanna í sjókvíunum. Aðstæðurnar þar brengla og magna upp úr öllu valdi sníkjudýr sem hefur lifað með laxinu í þúsundir ára án þess að verða stofnum að fjörtjóni. Laxalús er harðgert kvikindi sem getur lifað vikum saman í sjó þar til lax verður á vegi hennar, enda getur verið langt á milli laxa í sjónum við náttúrulegar aðstæður. Sjókvíar þar sem mörg hundrið þúsund laxar eru saman á örlitlu svæði gerbreytir afkomumöguleikum lúsarinnar. Þar þarf hún ekki að bíða eftir næsta fiski. Lúsin fjölgar sér með ógnvænlegum hraða við þessar aðstæður. Þannig verða sjókvíar eins og gríðarlegar lúsaverksmiðjur, með ömurlegum afleiðingum fyrir eldisdýrin og villtan lax í nágrenninu. Villtu dýrin þurfa að synda í gegnum lúsaskýið til að komast í árnar og svo aftur þegar seiðin ganga til sjávar. Og lúsin er ekki bara hættuleg villtum fiski, hún gerir tilveru eldislaxanna í kvíunum óbærilega. Lúsin leggst á dýrin þar sem hreistrið er þynnst og étur þau í raun lifandi. Alltof margar myndir og myndbönd eru til af hræðilega útleiknum eldislöxum eftir lúsina, þar sem skín jafnvel í hvítt bein í gegnum flakandi sárin á þessum greyjum. Sérfræðingar MAST höfðu rangt fyrir sér Það er sem sagt ástæða fyrir því af hverju sérstök reglugerð er um lúsina í Noregi. Í drögum sjávarútvegsráðherra að íslensku reglugerðinni er aftur á móti látið eins og hún sé ekki vandamál hér, sem er reyndar einmitt það sem sérfræðingar Matvælastofnunar (MAST) héldu ítrekað fram hér á árum áður. Þeir reyndust heldur betur hafa haft rangt fyrir sér. Í fyrirlestri Gísla Jónssonar, dýralæknis fisksjúkdóma hjá MAST, sem hann flutti í maí 2016 á málþingi Landssambands fiskeldisstöðva á Ísafirði, kom til dæmis þetta mat hans fram: „Sökum norðlægrar legu Íslands, og ekki síst þeirra svæða sem heimilt er að ala lax í sjókvíum frá 2004, á lúsin erfitt uppdráttar og getur á engan hátt orðið sambærilegt vandamál og hjá nágrannaþjóðum okkar. Meðhöndlun gegn lús hefur aldrei þurft að koma til álita í laxeldi á núverandi slóðum sjókvíaeldis.“ Og réttu ári seinna, Í maí 2017 skrifaði Soffía Karen Magnúsdóttir, fagsviðsstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun, pistil í Fréttablaðið þar sem þetta kom fram: „Þá er tíðræður misskilningur um að í fiskeldi á Íslandi ríki lúsafár, sem villtum laxastofnum stafi hætta af. Staðreyndin er sú að laxalús hefur aldrei valdið vandræðum í íslensku sjókvíaeldi. Ástæðan er lágur sjávarhiti yfir vetrartímann, en laxalús berst með villtum fiski í kvíar að vori og þar nær hún að fjölga sér lítillega fram á haust. Með vetri lækkar sjávarhiti og lúsin hverfur úr kvíunum. Þegar laxaseiði ganga til sjávar að vori er því lítið eða ekkert um lús í eldiskvíum. Í vetur var sjávarhiti þó heldur hærri en vanalega, sem er laxalús hagstætt. Það sýnir mikilvægi þess að vaka yfir breyttum aðstæðum, en „lúsafár“ hefur verið óþekkt í íslensku eldi.“ Það er grátbroslegt til þess að hugsa aðþetta sama vor gaf MAST svo út fyrsta leyfi fyrir notkun lúsaeiturs vegna smits í sjókvíum Arnarlax á Vestfjörðum og hefur síðan gefið margsinnis leyfi fyrir eitrun eða notkun lyfjafóðurs vegna lúsasmits þar sem lús á eldisfiskum hefur „verið langt yfir þeim mörkum sem sett hafa verið í Noregi varðandi þörf fyrir meðhöndlun við laxalús“ eins og kemur fram í áður tilvitnaðri umsögn Hafrannsóknastofnunar. Átti ekki að koma á óvart Að lúsin skyldi verða vandamál átti þó ekki að koma neinum á óvart. Eigandi sjókvíaeldisfyrirtækisins Fjarðalax hafði varað við því að sú yrði raunin í fréttaskýringu sem Morgunblaðið birti í júlí 2012 undir fyrirsögninnni „Ávísun á lúsafár og umhverfisslys“. Snerist fréttaskýring blaðsins að stóru leyti um varnaðarorð eigandans um að mjög varlega þyrfti að fara í að gefa leyfi fyrir auknu eldi á Vestfjörðum og framfylgja þyrfti af hörku kvöðum um hvíldartíma annars myndi lúsin verða að meiriháttar vandamáli: „Ég ætla ekki að láta það verða mína arfleifð á Íslandi að stefna villta laxastofninum í hættu,“ sagði framkvæmdastjóri við Morgunblaðið. Sérfræðingar stofnana ríkisins sem fara með fiskeldismál létu þessi orð því miður sem vind um eyru þjóta og ætla samkvæmt reglugerðardrögum ráðherra að halda áfram að skella við skollaeyrum við varnaðarorðum. Það er ekki ásættanlegt.Höfundur er arkitekt og formaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins - IWF.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun