Ekki fyrir fólk í leit að viðhaldi eða skyndikynnum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 14:30 Björn Ingi Halldórsson stofnandi síðunnar Makaleit segir elsti virki notandi síðunnar í augnablikinu sé 84 ára. Getty/kelly bowden „Mér fannst vanta vandaðan vef fyrir fólk á öllum aldri sem er alvara með að finna sér lífsförunaut. Vef þar sem skyndikynni væru bönnuð. Vef þar sem ást og heiðarleiki væri ríkjandi,“ segir Björn Ingi Halldórsson sem hefur síðustu ár haldið úti vefnum Makaleit.is. „Þetta er vandaður og lokaður vefur, sem þýðir að einungis þeir sem eru skráðir notendur geta séð aðra notendur. Allar myndir fara í gegnum strangt samþykktarferli áður en þær birtast. Það sama á við um texta sem notendur skrifa um sjálfa sig. Eitt af því sem gerir Makaleit.is öruggari en aðra stefnumótavefi er að notendur geta valið að gerast auðkenndir, en þá er Makaleit.is búið að staðfesta aldur og kyn notandans. Þá er boðið upp á sjálfvirka persónuleikapörun þar sem notendur geta valið að svara um 200 spurningum og fá þá að vita hversu vel þeir passa við aðra notendur. Spurt er um persónuleika, sýn á samböndum og áhugamál, en um 40% notenda hafa svarað þessum spurningum.“ Í dag eru 1.031 virkir eða sýnilegir notendur. Notendur sem eru ekki búnir að koma inn á vefinn í þrjár vikur eru settir sjálfkrafa í bið og eru þá ósýnilegir öðrum notendum. „Þegar Makaleit.is var í Ísland í dag síðastliðið vor fóru virku notendurnir í 2.531. Makaleit.is er fyrir 18 ára og eldri sem er alvara með að finna sér lífsförunaut. Elsti notandinn í dag er karlmaður fæddur 1936 og því 84 ára á þessu ári.“ Björn Ingi segir að það sé mjög einfalt að skrá sig, það eina sem þurfi sé netfang. „Þegar skráningu er lokið þá getur notandi sett inn myndir, skrifað texta um sjálfan sig og svarað spurningum fyrir persónuleikapörun. Einnig velja notendur fyrir hvaða aldurshóp þeir vilja vera sýnilegir, en hægt er að vera sýnilegur einungis þeim sem hafa verið valdir sem vinir á Makaleit.is. Þá geta notendur sett inn vöktun og fá þá tölvupóst þegar það skráir sig nýr notandi á vefinn sem passar við þeirra óskir. Á vefnum er öflug leitarvél þar sem hægt er að setja alls konar leitarskilyrði, til dæmis áhugamál. Notendur senda svo hvor öðrum skilaboð inni á vefnum og kynnast þannig betur í öruggu umhverfi. Björn Ingi Halldórsson hjálpar fólki að finna sér lífsförunaut en hendir fólki út af síðunni sinni ef það leitar að viðhaldi eða skyndikynnum.Vísir/Vilhelm Ekki staðurinn til að finna viðhald Af þessum 1.031 sem skráðir eru á vefinn eru 522 karlar og 510 konur. Björn Ingi segir að hlutfallið hafi haldist mjög jafnt síðan hann opnaði vefinn fyrir sjö árum. Aðspurður hvernig hann útiloki þá sem eingöngu eru að leita að skyndikynnum svarar hann. „Ég held að það sem skipti mestu máli er hvernig vefurinn er markaðssettur og hvaða nafn hann hefur skapað sér. Það að ég hef komið fram í fjölmiðlum með nafni og mynd frá fyrsta degi hefur líka hjálpað mikið við að skapa traust. Á skráningarsíðunni stendur skýrt: „Makaleit.is er stefnumótavefur fyrir fólk sem er alvara með að finna sér lífsförunaut. Ef þú ert í leit að viðhaldi eða skyndikynnum þá er þetta ekki rétti vefurinn fyrir þig. Það verður umsvifalaust lokað á notendur sem verða uppvísir að því að leita að skyndikynnum. Þá þá þarf notandi að haka í við skráningu að hann eða hún sé ekki í sambandi. Allir textar sem notendur skrifa um sjálfa sig birtast ekki fyrr en ég hef lesið yfir þá og tryggt að það sé ekki verið að auglýsa eftir skyndikynnum.“ Björn Ingi segir að hann hvetji notendur til að tilkynna aðra notendur sem eru með dónaskap eða í leit að skyndikynnum. „Það kemur örsjaldan fyrir að ég neyðist til að gera það, kannski þrír til fjórir notendur á ári. Það segir mikið til um hvernig notendur eru á vefnum.“ Hann segir að aðrir kostir geri oft hreinlega út á kynlíf og skyndikynni. Björn Ingi bætti nýlega við viðbót inn á vefinn sem nefnist Veggurinn. „Veggurinn er fyrir þá sem vilja ná sambandi á auðveldan hátt, til dæmis ef þig langar að fá einhvern með þér í bíó, kaffihús, göngu eða í raun hvað sem er. Notandi fyllir út lítinn miða þar sem hann skrifar hvað honum langar að gera. Miðinn fer upp á Vegginn og notandi fær svo vonandi svör frá öðrum notendum sem langar að fara á stefnumót. Miðar eru teknir niður sjálfkrafa eftir 24 tíma, en velkomið er að útbúa nýja. Makaleit.is hefur staðið fyrir ýmsum viðburðum í gegnum árin, eins og hraðstefnumótum, spilakvöldum, listakvöldum og matreiðslunámskeiðum. Ef einhver lumar á skemmtilegu námskeiði fyrir notendur Makaleit.is mega þeir gjarnan hafa samband.“ Mynd/Getty Ekki lengur einmanna Björn Ingi segir að það sé mjög gefandi að hjálpa öðru fólki að finna ástina. „Ég fæ reglulega tölvupósta frá notendum sem hafa fundið ástina og þakka mér fyrir að halda úti vefnum. Sérstaklega þykir mér vænt um þegar ég fæ tölvupósta frá eldra fólki, sem er svo þakklátt fyrir að vera ekki lengur einmanna. Ég hef fengið að birta hluta af þessum frásögnum á síðunni. Þá eru þau ófá Makaleitar-börnin eins og ég kalla þau. Mér var eitt sinn boðið í mat til pars sem hafði fundið ástina á Makaleit.is og eignast tvö yndisleg börn. Það er mjög gefandi þegar maður fær staðfestingu að þessi vefur sé að færa öðrum ást og hamingju.“ Ástin og lífið Tengdar fréttir „Engin ein leið er rétt í þessu ferli“ Sara Björk Guðmundsdóttir og Vikoría Ósk Vignisdóttir eru með vinsælt hlaðvarp um meðgöngu og fæðingar. 23. janúar 2020 13:45 „Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30 Engin takmörk á því hversu mikill unaður er í boði Helga Snjólfsdóttir segir að nútímafólk sé svelt af nánd og margir bæli tilfinningar og hugsanir niðri. 17. janúar 2020 12:00 Aðeins 26 prósent karla velja sér eldri maka Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar Makamála velur helmingur kvenna sér eldri maka, en aðeins 26 prósent karla velur sér eldri maka sem er meira en tveimur árum eldri. 7. febrúar 2020 11:00 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Lét tónlistardrauminn loksins rætast eftir fertugt Makamál Góður dansari og ágætis kokkur Makamál Rekin úr píanókennslu, menntaskóla og Ljósmyndaskólanum Makamál Sýnir ást sína með Weetos-kaupum seint að kvöldi Makamál Hugsar vel um sig til að vera aðlaðandi fyrir Línu Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
„Mér fannst vanta vandaðan vef fyrir fólk á öllum aldri sem er alvara með að finna sér lífsförunaut. Vef þar sem skyndikynni væru bönnuð. Vef þar sem ást og heiðarleiki væri ríkjandi,“ segir Björn Ingi Halldórsson sem hefur síðustu ár haldið úti vefnum Makaleit.is. „Þetta er vandaður og lokaður vefur, sem þýðir að einungis þeir sem eru skráðir notendur geta séð aðra notendur. Allar myndir fara í gegnum strangt samþykktarferli áður en þær birtast. Það sama á við um texta sem notendur skrifa um sjálfa sig. Eitt af því sem gerir Makaleit.is öruggari en aðra stefnumótavefi er að notendur geta valið að gerast auðkenndir, en þá er Makaleit.is búið að staðfesta aldur og kyn notandans. Þá er boðið upp á sjálfvirka persónuleikapörun þar sem notendur geta valið að svara um 200 spurningum og fá þá að vita hversu vel þeir passa við aðra notendur. Spurt er um persónuleika, sýn á samböndum og áhugamál, en um 40% notenda hafa svarað þessum spurningum.“ Í dag eru 1.031 virkir eða sýnilegir notendur. Notendur sem eru ekki búnir að koma inn á vefinn í þrjár vikur eru settir sjálfkrafa í bið og eru þá ósýnilegir öðrum notendum. „Þegar Makaleit.is var í Ísland í dag síðastliðið vor fóru virku notendurnir í 2.531. Makaleit.is er fyrir 18 ára og eldri sem er alvara með að finna sér lífsförunaut. Elsti notandinn í dag er karlmaður fæddur 1936 og því 84 ára á þessu ári.“ Björn Ingi segir að það sé mjög einfalt að skrá sig, það eina sem þurfi sé netfang. „Þegar skráningu er lokið þá getur notandi sett inn myndir, skrifað texta um sjálfan sig og svarað spurningum fyrir persónuleikapörun. Einnig velja notendur fyrir hvaða aldurshóp þeir vilja vera sýnilegir, en hægt er að vera sýnilegur einungis þeim sem hafa verið valdir sem vinir á Makaleit.is. Þá geta notendur sett inn vöktun og fá þá tölvupóst þegar það skráir sig nýr notandi á vefinn sem passar við þeirra óskir. Á vefnum er öflug leitarvél þar sem hægt er að setja alls konar leitarskilyrði, til dæmis áhugamál. Notendur senda svo hvor öðrum skilaboð inni á vefnum og kynnast þannig betur í öruggu umhverfi. Björn Ingi Halldórsson hjálpar fólki að finna sér lífsförunaut en hendir fólki út af síðunni sinni ef það leitar að viðhaldi eða skyndikynnum.Vísir/Vilhelm Ekki staðurinn til að finna viðhald Af þessum 1.031 sem skráðir eru á vefinn eru 522 karlar og 510 konur. Björn Ingi segir að hlutfallið hafi haldist mjög jafnt síðan hann opnaði vefinn fyrir sjö árum. Aðspurður hvernig hann útiloki þá sem eingöngu eru að leita að skyndikynnum svarar hann. „Ég held að það sem skipti mestu máli er hvernig vefurinn er markaðssettur og hvaða nafn hann hefur skapað sér. Það að ég hef komið fram í fjölmiðlum með nafni og mynd frá fyrsta degi hefur líka hjálpað mikið við að skapa traust. Á skráningarsíðunni stendur skýrt: „Makaleit.is er stefnumótavefur fyrir fólk sem er alvara með að finna sér lífsförunaut. Ef þú ert í leit að viðhaldi eða skyndikynnum þá er þetta ekki rétti vefurinn fyrir þig. Það verður umsvifalaust lokað á notendur sem verða uppvísir að því að leita að skyndikynnum. Þá þá þarf notandi að haka í við skráningu að hann eða hún sé ekki í sambandi. Allir textar sem notendur skrifa um sjálfa sig birtast ekki fyrr en ég hef lesið yfir þá og tryggt að það sé ekki verið að auglýsa eftir skyndikynnum.“ Björn Ingi segir að hann hvetji notendur til að tilkynna aðra notendur sem eru með dónaskap eða í leit að skyndikynnum. „Það kemur örsjaldan fyrir að ég neyðist til að gera það, kannski þrír til fjórir notendur á ári. Það segir mikið til um hvernig notendur eru á vefnum.“ Hann segir að aðrir kostir geri oft hreinlega út á kynlíf og skyndikynni. Björn Ingi bætti nýlega við viðbót inn á vefinn sem nefnist Veggurinn. „Veggurinn er fyrir þá sem vilja ná sambandi á auðveldan hátt, til dæmis ef þig langar að fá einhvern með þér í bíó, kaffihús, göngu eða í raun hvað sem er. Notandi fyllir út lítinn miða þar sem hann skrifar hvað honum langar að gera. Miðinn fer upp á Vegginn og notandi fær svo vonandi svör frá öðrum notendum sem langar að fara á stefnumót. Miðar eru teknir niður sjálfkrafa eftir 24 tíma, en velkomið er að útbúa nýja. Makaleit.is hefur staðið fyrir ýmsum viðburðum í gegnum árin, eins og hraðstefnumótum, spilakvöldum, listakvöldum og matreiðslunámskeiðum. Ef einhver lumar á skemmtilegu námskeiði fyrir notendur Makaleit.is mega þeir gjarnan hafa samband.“ Mynd/Getty Ekki lengur einmanna Björn Ingi segir að það sé mjög gefandi að hjálpa öðru fólki að finna ástina. „Ég fæ reglulega tölvupósta frá notendum sem hafa fundið ástina og þakka mér fyrir að halda úti vefnum. Sérstaklega þykir mér vænt um þegar ég fæ tölvupósta frá eldra fólki, sem er svo þakklátt fyrir að vera ekki lengur einmanna. Ég hef fengið að birta hluta af þessum frásögnum á síðunni. Þá eru þau ófá Makaleitar-börnin eins og ég kalla þau. Mér var eitt sinn boðið í mat til pars sem hafði fundið ástina á Makaleit.is og eignast tvö yndisleg börn. Það er mjög gefandi þegar maður fær staðfestingu að þessi vefur sé að færa öðrum ást og hamingju.“
Ástin og lífið Tengdar fréttir „Engin ein leið er rétt í þessu ferli“ Sara Björk Guðmundsdóttir og Vikoría Ósk Vignisdóttir eru með vinsælt hlaðvarp um meðgöngu og fæðingar. 23. janúar 2020 13:45 „Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30 Engin takmörk á því hversu mikill unaður er í boði Helga Snjólfsdóttir segir að nútímafólk sé svelt af nánd og margir bæli tilfinningar og hugsanir niðri. 17. janúar 2020 12:00 Aðeins 26 prósent karla velja sér eldri maka Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar Makamála velur helmingur kvenna sér eldri maka, en aðeins 26 prósent karla velur sér eldri maka sem er meira en tveimur árum eldri. 7. febrúar 2020 11:00 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Lét tónlistardrauminn loksins rætast eftir fertugt Makamál Góður dansari og ágætis kokkur Makamál Rekin úr píanókennslu, menntaskóla og Ljósmyndaskólanum Makamál Sýnir ást sína með Weetos-kaupum seint að kvöldi Makamál Hugsar vel um sig til að vera aðlaðandi fyrir Línu Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
„Engin ein leið er rétt í þessu ferli“ Sara Björk Guðmundsdóttir og Vikoría Ósk Vignisdóttir eru með vinsælt hlaðvarp um meðgöngu og fæðingar. 23. janúar 2020 13:45
„Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30
Engin takmörk á því hversu mikill unaður er í boði Helga Snjólfsdóttir segir að nútímafólk sé svelt af nánd og margir bæli tilfinningar og hugsanir niðri. 17. janúar 2020 12:00
Aðeins 26 prósent karla velja sér eldri maka Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar Makamála velur helmingur kvenna sér eldri maka, en aðeins 26 prósent karla velur sér eldri maka sem er meira en tveimur árum eldri. 7. febrúar 2020 11:00