Fólk í sóttkví má fara á rúntinn en ekki stoppa í bílalúgu Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 17:00 Fólk sem þarf að undirgangast sóttkví er hvatt til að fá vini og vandamenn til að aðstoða við aðföng eða styðjast við heimsendingarþjónustu. Þá sé mikilvægt að skilja mat og aðrar vistir eftir fyrir utan. Getty/kmatija Landlæknir hefur sent frá sér leiðbeiningar um hvernig skal standa að sóttkví í heimahúsum vegna útbreiðslu nýju kórónaveirunnar 2019-nCov. Þar segir til útskýringar að sóttkví sé notuð þegar einstaklingur hefur mögulega smitast af sjúkdómi en er ekki ennþá veikur sjálfur. Sóttkví vegna kórónaveirunnar sé 14 dagar frá síðustu mögulegu smitum eða þar til einkenni koma fram. Þetta á til dæmis við um Stefán Úlfarsson og fjölskyldu sem Vísir fjallaði um fyrr í dag.Leiðbeiningar landlæknis telja þrjár síður og voru birtar í dag. Í leiðbeiningunum segir að einstaklingar sem hafa heimsótt Kína á undanförnum tveimur vikum, eða hafa umgengist einhvern smitaðan af hinni svokölluðu Wuhan-kórónaveiru, þurfi að setja í sóttkví. Þeim er gert að halda sig heima og halda beinum samskiptum sínum við einstaklinga í lágmarki. Í fyrirmælum landlæknis er útlistað hvaða hegðun telst æskileg meðan á sóttkvínni stendur. Til að mynda má einstaklingur í sóttkví ekki: Fara út af heimili nema brýna nauðsyn beri til, eins og að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu Nota almenningssamgöngur eða leigubíla. Fara í vinnu eða skóla Ekki fara á mannamót; eins og vinnufundi, samkomur vinnufélaga, samkomur stéttarfélaga, fermingar, jarðarfarir, saumaklúbba, kóræfingar eða tónleika. Fara á staði þar sem margir koma saman; t.d. líkamsræktarstöðvar, apótek, matvöruverslanir, pósthús, banka, sundlaugar, leikhús, kvikmyndahús eða verslunarmiðstöðvar. Dvelja í sameiginlegum rýmum fjölbýlishúsa, s.s. stigagöngum, þvottahúsum eða sameiginlegum görðum/útivistarsvæðum Taka á móti gestum. Hins vegar mega einstaklingar í sóttkví: Fara út á svalir eða í garð við heimilið. Ef aðrir eru þar líka þarf sá sem er í sóttkví hins vegar að halda sig í a.m.k. 1 metra fjarlægð. Fara í gönguferðir, en þarf að halda sig í a.m.k. 1 metra fjarlægð frá öðrum vegfarendum. Fara í bíltúr en má ekki eiga samskipti við aðra í návígi, eins og í bílalúgu. Fara út með ruslið. Þá þarf hins vegar að huga vel að hreinlæti „og gjarnan strjúka yfir handföng með 70% spritti eða öðru sótthreinsandi efni eftir snertingu.“ Sem fyrr segir er sóttkví vegna 2019-nCoV 14 dagar frá síðustu mögulegu smitun eða þar til einkenni koma fram. Ef einkenni koma fram og sýking verið staðfest með sýnatöku er viðkomandi í einangrun þar til 10 dögum eftir að hiti hverfur.Leiðbeiningar landlæknis má nálgast í heild hér. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00 Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45 Wuhan-veiran: Kínverskir ferðamenn þurfa ekki sóttkví á Íslandi Ferðamenn frá Kína þurfa ekki að fara í einangrun vegna Wuhan-veirunnar, við komu hingað til lands. Íslendingar sem ferðast hafa til Kína, og koma heim, eru hins vegar beðnir að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til að hindra möguleg smit. 5. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Landlæknir hefur sent frá sér leiðbeiningar um hvernig skal standa að sóttkví í heimahúsum vegna útbreiðslu nýju kórónaveirunnar 2019-nCov. Þar segir til útskýringar að sóttkví sé notuð þegar einstaklingur hefur mögulega smitast af sjúkdómi en er ekki ennþá veikur sjálfur. Sóttkví vegna kórónaveirunnar sé 14 dagar frá síðustu mögulegu smitum eða þar til einkenni koma fram. Þetta á til dæmis við um Stefán Úlfarsson og fjölskyldu sem Vísir fjallaði um fyrr í dag.Leiðbeiningar landlæknis telja þrjár síður og voru birtar í dag. Í leiðbeiningunum segir að einstaklingar sem hafa heimsótt Kína á undanförnum tveimur vikum, eða hafa umgengist einhvern smitaðan af hinni svokölluðu Wuhan-kórónaveiru, þurfi að setja í sóttkví. Þeim er gert að halda sig heima og halda beinum samskiptum sínum við einstaklinga í lágmarki. Í fyrirmælum landlæknis er útlistað hvaða hegðun telst æskileg meðan á sóttkvínni stendur. Til að mynda má einstaklingur í sóttkví ekki: Fara út af heimili nema brýna nauðsyn beri til, eins og að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu Nota almenningssamgöngur eða leigubíla. Fara í vinnu eða skóla Ekki fara á mannamót; eins og vinnufundi, samkomur vinnufélaga, samkomur stéttarfélaga, fermingar, jarðarfarir, saumaklúbba, kóræfingar eða tónleika. Fara á staði þar sem margir koma saman; t.d. líkamsræktarstöðvar, apótek, matvöruverslanir, pósthús, banka, sundlaugar, leikhús, kvikmyndahús eða verslunarmiðstöðvar. Dvelja í sameiginlegum rýmum fjölbýlishúsa, s.s. stigagöngum, þvottahúsum eða sameiginlegum görðum/útivistarsvæðum Taka á móti gestum. Hins vegar mega einstaklingar í sóttkví: Fara út á svalir eða í garð við heimilið. Ef aðrir eru þar líka þarf sá sem er í sóttkví hins vegar að halda sig í a.m.k. 1 metra fjarlægð. Fara í gönguferðir, en þarf að halda sig í a.m.k. 1 metra fjarlægð frá öðrum vegfarendum. Fara í bíltúr en má ekki eiga samskipti við aðra í návígi, eins og í bílalúgu. Fara út með ruslið. Þá þarf hins vegar að huga vel að hreinlæti „og gjarnan strjúka yfir handföng með 70% spritti eða öðru sótthreinsandi efni eftir snertingu.“ Sem fyrr segir er sóttkví vegna 2019-nCoV 14 dagar frá síðustu mögulegu smitun eða þar til einkenni koma fram. Ef einkenni koma fram og sýking verið staðfest með sýnatöku er viðkomandi í einangrun þar til 10 dögum eftir að hiti hverfur.Leiðbeiningar landlæknis má nálgast í heild hér.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00 Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45 Wuhan-veiran: Kínverskir ferðamenn þurfa ekki sóttkví á Íslandi Ferðamenn frá Kína þurfa ekki að fara í einangrun vegna Wuhan-veirunnar, við komu hingað til lands. Íslendingar sem ferðast hafa til Kína, og koma heim, eru hins vegar beðnir að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til að hindra möguleg smit. 5. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00
Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45
Wuhan-veiran: Kínverskir ferðamenn þurfa ekki sóttkví á Íslandi Ferðamenn frá Kína þurfa ekki að fara í einangrun vegna Wuhan-veirunnar, við komu hingað til lands. Íslendingar sem ferðast hafa til Kína, og koma heim, eru hins vegar beðnir að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til að hindra möguleg smit. 5. febrúar 2020 18:30