Fólk í sóttkví má fara á rúntinn en ekki stoppa í bílalúgu Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. febrúar 2020 17:00 Fólk sem þarf að undirgangast sóttkví er hvatt til að fá vini og vandamenn til að aðstoða við aðföng eða styðjast við heimsendingarþjónustu. Þá sé mikilvægt að skilja mat og aðrar vistir eftir fyrir utan. Getty/kmatija Landlæknir hefur sent frá sér leiðbeiningar um hvernig skal standa að sóttkví í heimahúsum vegna útbreiðslu nýju kórónaveirunnar 2019-nCov. Þar segir til útskýringar að sóttkví sé notuð þegar einstaklingur hefur mögulega smitast af sjúkdómi en er ekki ennþá veikur sjálfur. Sóttkví vegna kórónaveirunnar sé 14 dagar frá síðustu mögulegu smitum eða þar til einkenni koma fram. Þetta á til dæmis við um Stefán Úlfarsson og fjölskyldu sem Vísir fjallaði um fyrr í dag.Leiðbeiningar landlæknis telja þrjár síður og voru birtar í dag. Í leiðbeiningunum segir að einstaklingar sem hafa heimsótt Kína á undanförnum tveimur vikum, eða hafa umgengist einhvern smitaðan af hinni svokölluðu Wuhan-kórónaveiru, þurfi að setja í sóttkví. Þeim er gert að halda sig heima og halda beinum samskiptum sínum við einstaklinga í lágmarki. Í fyrirmælum landlæknis er útlistað hvaða hegðun telst æskileg meðan á sóttkvínni stendur. Til að mynda má einstaklingur í sóttkví ekki: Fara út af heimili nema brýna nauðsyn beri til, eins og að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu Nota almenningssamgöngur eða leigubíla. Fara í vinnu eða skóla Ekki fara á mannamót; eins og vinnufundi, samkomur vinnufélaga, samkomur stéttarfélaga, fermingar, jarðarfarir, saumaklúbba, kóræfingar eða tónleika. Fara á staði þar sem margir koma saman; t.d. líkamsræktarstöðvar, apótek, matvöruverslanir, pósthús, banka, sundlaugar, leikhús, kvikmyndahús eða verslunarmiðstöðvar. Dvelja í sameiginlegum rýmum fjölbýlishúsa, s.s. stigagöngum, þvottahúsum eða sameiginlegum görðum/útivistarsvæðum Taka á móti gestum. Hins vegar mega einstaklingar í sóttkví: Fara út á svalir eða í garð við heimilið. Ef aðrir eru þar líka þarf sá sem er í sóttkví hins vegar að halda sig í a.m.k. 1 metra fjarlægð. Fara í gönguferðir, en þarf að halda sig í a.m.k. 1 metra fjarlægð frá öðrum vegfarendum. Fara í bíltúr en má ekki eiga samskipti við aðra í návígi, eins og í bílalúgu. Fara út með ruslið. Þá þarf hins vegar að huga vel að hreinlæti „og gjarnan strjúka yfir handföng með 70% spritti eða öðru sótthreinsandi efni eftir snertingu.“ Sem fyrr segir er sóttkví vegna 2019-nCoV 14 dagar frá síðustu mögulegu smitun eða þar til einkenni koma fram. Ef einkenni koma fram og sýking verið staðfest með sýnatöku er viðkomandi í einangrun þar til 10 dögum eftir að hiti hverfur.Leiðbeiningar landlæknis má nálgast í heild hér. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00 Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45 Wuhan-veiran: Kínverskir ferðamenn þurfa ekki sóttkví á Íslandi Ferðamenn frá Kína þurfa ekki að fara í einangrun vegna Wuhan-veirunnar, við komu hingað til lands. Íslendingar sem ferðast hafa til Kína, og koma heim, eru hins vegar beðnir að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til að hindra möguleg smit. 5. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira
Landlæknir hefur sent frá sér leiðbeiningar um hvernig skal standa að sóttkví í heimahúsum vegna útbreiðslu nýju kórónaveirunnar 2019-nCov. Þar segir til útskýringar að sóttkví sé notuð þegar einstaklingur hefur mögulega smitast af sjúkdómi en er ekki ennþá veikur sjálfur. Sóttkví vegna kórónaveirunnar sé 14 dagar frá síðustu mögulegu smitum eða þar til einkenni koma fram. Þetta á til dæmis við um Stefán Úlfarsson og fjölskyldu sem Vísir fjallaði um fyrr í dag.Leiðbeiningar landlæknis telja þrjár síður og voru birtar í dag. Í leiðbeiningunum segir að einstaklingar sem hafa heimsótt Kína á undanförnum tveimur vikum, eða hafa umgengist einhvern smitaðan af hinni svokölluðu Wuhan-kórónaveiru, þurfi að setja í sóttkví. Þeim er gert að halda sig heima og halda beinum samskiptum sínum við einstaklinga í lágmarki. Í fyrirmælum landlæknis er útlistað hvaða hegðun telst æskileg meðan á sóttkvínni stendur. Til að mynda má einstaklingur í sóttkví ekki: Fara út af heimili nema brýna nauðsyn beri til, eins og að sækja nauðsynlega heilbrigðisþjónustu Nota almenningssamgöngur eða leigubíla. Fara í vinnu eða skóla Ekki fara á mannamót; eins og vinnufundi, samkomur vinnufélaga, samkomur stéttarfélaga, fermingar, jarðarfarir, saumaklúbba, kóræfingar eða tónleika. Fara á staði þar sem margir koma saman; t.d. líkamsræktarstöðvar, apótek, matvöruverslanir, pósthús, banka, sundlaugar, leikhús, kvikmyndahús eða verslunarmiðstöðvar. Dvelja í sameiginlegum rýmum fjölbýlishúsa, s.s. stigagöngum, þvottahúsum eða sameiginlegum görðum/útivistarsvæðum Taka á móti gestum. Hins vegar mega einstaklingar í sóttkví: Fara út á svalir eða í garð við heimilið. Ef aðrir eru þar líka þarf sá sem er í sóttkví hins vegar að halda sig í a.m.k. 1 metra fjarlægð. Fara í gönguferðir, en þarf að halda sig í a.m.k. 1 metra fjarlægð frá öðrum vegfarendum. Fara í bíltúr en má ekki eiga samskipti við aðra í návígi, eins og í bílalúgu. Fara út með ruslið. Þá þarf hins vegar að huga vel að hreinlæti „og gjarnan strjúka yfir handföng með 70% spritti eða öðru sótthreinsandi efni eftir snertingu.“ Sem fyrr segir er sóttkví vegna 2019-nCoV 14 dagar frá síðustu mögulegu smitun eða þar til einkenni koma fram. Ef einkenni koma fram og sýking verið staðfest með sýnatöku er viðkomandi í einangrun þar til 10 dögum eftir að hiti hverfur.Leiðbeiningar landlæknis má nálgast í heild hér.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00 Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45 Wuhan-veiran: Kínverskir ferðamenn þurfa ekki sóttkví á Íslandi Ferðamenn frá Kína þurfa ekki að fara í einangrun vegna Wuhan-veirunnar, við komu hingað til lands. Íslendingar sem ferðast hafa til Kína, og koma heim, eru hins vegar beðnir að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til að hindra möguleg smit. 5. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira
Fjórtán daga sóttkví fyrir Íslendinga sem koma frá Kína Almannavarnir hvetja fyrirtæki og stofnanir til að uppfæra viðbragðsáætlanir til að reikna með allt að helmings afföllum starfsmanna vegna Wuhan-kórónaveirunnar. 5. febrúar 2020 14:00
Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45
Wuhan-veiran: Kínverskir ferðamenn þurfa ekki sóttkví á Íslandi Ferðamenn frá Kína þurfa ekki að fara í einangrun vegna Wuhan-veirunnar, við komu hingað til lands. Íslendingar sem ferðast hafa til Kína, og koma heim, eru hins vegar beðnir að vera í fjórtán daga sóttkví eftir heimkomu til að hindra möguleg smit. 5. febrúar 2020 18:30