Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, segir að Valsmenn munu leysa málin innan búðar eftir brotthvarf Ýmis Gíslasonar.
Ýmir er á leið til Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi en íþróttadeild Sýn greindi fyrst frá málinu í gær.
Arnar Björnsson ræddi brotthvarfið við Arnar Björnsson og var hann spurður einfaldlega hvernig hann ætlaði að leysa brotthvarfið.
„Ég er ekki alveg kominn svo langt að ég sé búinn að leysa það. Langt frá því,“ sagði Snorri í kvöldfréttum Stöðvar 2.
„Við þurfum að finna út úr því. Það er mitt og Óskars verk. Leikmannaglugginn er lokaður svo ekki erum við að fara fá nýja leikmenn.“
Snorri tekur undir það að missirinn af Ými sé mikill enda hafi hann leikið stórt hlutverk í varnarleik Vals undanfarin ár.
„Það er ekki hægt svo við þurfum að leysa þetta innan búðar. Auðvitað hefur þetta áhrif og hann hefur verið algjört hjarta í þessum varnarleik.“
„Við þurfum að notast við það sem er til staðar og vinna okkur inn í þau mál. Við þurfum aðeins að bíða og sjá hvernig leikirnir þróast og vinnum út frá því,“ sagði Snorri að lokum.
Innslagið má sjá hér að ofan.
Snorri Steinn: Auðvitað hefur þetta áhrif
Tengdar fréttir

Vont korter á þjálfaraferli Snorra Steins: Finnur ristarbrotinn
Valsmaðurinn Finnur Ingi Stefánsson ristarbrotnaði í leiknum á móti Aftureldingu í síðustu umferð Olís deildar karla. Valsliðið missti því tvo sterka leikmenn í þessari viku.

Ýmir treystir Valsliðinu til að klára titilinn án sín en lofar að koma aftur í Val: „Frábært tækifæri“
Valsarinn Ýmir Örn Gíslason hefur skrifað undir samning í hálft þriðja ár við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen. Þetta er mikil áskorun fyrir landsliðsmanninn unga sem hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Val.