„Þetta er bara látið malla“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 08:42 Halldór Traustason er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og sat einnig í síðustu bæjarstjórn. Hann er jafnframt foreldri nemenda við Patreksskóla. Aðsend/Getty Foreldrar í Vesturbyggð vilja að íbúafundur verði haldinn vegna eineltismáls sem kom upp í Patreksskóla. Foreldri nemenda í skólanum lýsir áhyggjum af stöðunni en bæjarfulltrúi Vesturbyggðar, sem einnig starfar við skólann, er meintur gerandi í málinu. Umræddur bæjarfulltrúi, María Ósk Óskarsdóttir, óskaði eftir tímabundnu leyfi frá störfum í bæjarstjórn í kjölfar ásakana á hendur henni um einelti. Tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað Maríu, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. Annar þeirra sem sagði upp hefur ákveðið að leitað réttar sína vegna málsins. Var haft eftir lögfræðingi þess að það hafi verið skýr niðurstaða eineltisteymis sveitarfélagsins að um einelti hafi verið að ræða. Fylgjast með málinu í fjölmiðlum Halldór Traustason er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og sat einnig í síðustu bæjarstjórn. Hann er jafnframt foreldri nemenda við Patreksskóla og vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í byrjun vikunnar. Þar velti hann upp nokkrum spurningum til bæjar- og skólastjórnenda sem hann vildi gjarnan fá svör við, til dæmis hvers vegna skjólastjórnendur hefðu ekki gripið inni í þrátt fyrir að hafa fengið upplýsingar um málið. Margir taka undir áhyggjur Halldórs í athugasemdum við færslu hans. Spurningar Halldórs eru eftirfarandi: 1. Afhverju greip skólastjóri ekki inn í, hann vissi af vandamálinu? 2. Eineltisfulltrúi er í skólanum sem stýrir aðgerðum og ber ábyrgð gagnvart nemendum, foreldrum og starfsfólki eða hvað ? Hvar var eineltisfulltrúinn (eiginkona skólastjóra) þegar þetta gekk yfir? 3. Afhverju brugðust yfirvöld og félagsmálafulltrúi ekki við þegar 5 starfsmenn skólans létu vita af eineltinu? 4. Er eðllegt að meintur gerandi sé verðlaunaður með umsjónarkennarastöðu og taki við bekk meints þolanda? 5. Er eðlilegt að trúnaðarmaður skólans sé eiginkona skólastjóra (hvernig á að gæta hlutleysis)? 6. Er rétt að trúnaðarmaður hafi hvatt starfsfólk Patreksskóla til undirritunar á stuðningsyfirlýsingu við skólastjóra í haust ? og var fólk krafið svara sem neitaði að skrifa undir? Af hverju þarf skólastjóri stuðningsyfirlýsingu ?????? 7. Er rétt að skólastjóri og bæjarstjóri hafi fengið skriflegar kvartanir varðandi eineltið en þeim ekki svarað? Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í morgun. Halldór segir í samtali við blaðið að foreldrar séu margir áhyggjufullir yfir stöðu mála og krefjist þess að haldinn verði íbúafundur. Halldór kvað við sama streng þegar Vísir ræddi við hann í byrjun vikunnar. „Upplýsingagjöf er engin. Þetta er búið að vera vitað ansi lengi en svo kemur þetta í fjölmiðla, og kemur í fjölmiðla vegna aðgerðarleysis. Þetta er bara látið malla. Þá vil ég ítreka beiðni mína og foreldra Patreksskóla að fá íbúafund með stjórn skólans og stjórn bæjarfélagsins um þetta mál,“ sagði Halldór í samtali við Vísi. Mega ekki tjá sig um eineltismál Gústaf Gústafsson skólastjóri Patreksskóla sagðist ekki vilja tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því á þriðjudag. Hann staðfesti þó að María Ósk væri enn starfandi við skólann. Gústaf tjáir sig heldur ekki um málið við Fréttablaðið í morgun. Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Þá reyndi Vísir ítrekað að ná tali af Rebekku Hilmarsdóttur, bæjarstjóra Vesturbyggðar, í gegnum skrifstofu bæjarins í vikunni en ekki fékkst samband við hana nema í gegnum tölvupóst. Vísir sendi Rebekku skriflega fyrirspurn vegna málsins fyrir hádegi í gær, m.a. varðandi íbúafundinn og viðbragðstíma stjórnenda í málinu. Vesturbyggð sendi frá sér ítarlega tilkynningu vegna fjölmiðlaumfjöllunar um eineltismálið á miðvikudag. Í tilkynningunni segir að sveitarfélagið líti eineltismál sem komi upp milli starfsmanna þess alvarlegum augum. Tekið sé á slíkum málum í samræmi við viðbragðsáætlun Vesturbyggðar. Þá sé starfsmönnum sveitarfélagsins ekki heimilt að tjá sig um málefni sem snúa að einelti á vinnustað, þar eð um sé að ræða einstaklingsmálefni sem þeim beri að gæta trúnaðar um. Gagnrýni þess efnis að ekki hafi verið tilkynnt um að María Ósk hefði óskað eftir lausn frá störfum á vefsíðum sveitarfélagsins er einnig svarað í tilkynningunni. Þar segir að beiðnir á borð við þessa sé ávallt bókað um í fundargerð bæjarstjórnar, sem birt er á heimasíðu sveitarfélagsins. Stjórnsýsla Vesturbyggð Tengdar fréttir Óskar eftir leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi Vesturbyggðar vegna eineltismáls Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar þess að tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað bæjarfulltrúann, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. 3. febrúar 2020 08:23 Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Kennari við Patreksskóla á Patreksfirði í Vesturbyggð, sem sagði upp störfum á síðasta ári, hefur ákveðið að leita réttar síns þar sem hann segist hafa orðið fyrir eineltis af hálfu sveitarstjórnarmanns í sveitarfélaginu. 31. janúar 2020 07:47 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira
Foreldrar í Vesturbyggð vilja að íbúafundur verði haldinn vegna eineltismáls sem kom upp í Patreksskóla. Foreldri nemenda í skólanum lýsir áhyggjum af stöðunni en bæjarfulltrúi Vesturbyggðar, sem einnig starfar við skólann, er meintur gerandi í málinu. Umræddur bæjarfulltrúi, María Ósk Óskarsdóttir, óskaði eftir tímabundnu leyfi frá störfum í bæjarstjórn í kjölfar ásakana á hendur henni um einelti. Tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað Maríu, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. Annar þeirra sem sagði upp hefur ákveðið að leitað réttar sína vegna málsins. Var haft eftir lögfræðingi þess að það hafi verið skýr niðurstaða eineltisteymis sveitarfélagsins að um einelti hafi verið að ræða. Fylgjast með málinu í fjölmiðlum Halldór Traustason er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og sat einnig í síðustu bæjarstjórn. Hann er jafnframt foreldri nemenda við Patreksskóla og vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í byrjun vikunnar. Þar velti hann upp nokkrum spurningum til bæjar- og skólastjórnenda sem hann vildi gjarnan fá svör við, til dæmis hvers vegna skjólastjórnendur hefðu ekki gripið inni í þrátt fyrir að hafa fengið upplýsingar um málið. Margir taka undir áhyggjur Halldórs í athugasemdum við færslu hans. Spurningar Halldórs eru eftirfarandi: 1. Afhverju greip skólastjóri ekki inn í, hann vissi af vandamálinu? 2. Eineltisfulltrúi er í skólanum sem stýrir aðgerðum og ber ábyrgð gagnvart nemendum, foreldrum og starfsfólki eða hvað ? Hvar var eineltisfulltrúinn (eiginkona skólastjóra) þegar þetta gekk yfir? 3. Afhverju brugðust yfirvöld og félagsmálafulltrúi ekki við þegar 5 starfsmenn skólans létu vita af eineltinu? 4. Er eðllegt að meintur gerandi sé verðlaunaður með umsjónarkennarastöðu og taki við bekk meints þolanda? 5. Er eðlilegt að trúnaðarmaður skólans sé eiginkona skólastjóra (hvernig á að gæta hlutleysis)? 6. Er rétt að trúnaðarmaður hafi hvatt starfsfólk Patreksskóla til undirritunar á stuðningsyfirlýsingu við skólastjóra í haust ? og var fólk krafið svara sem neitaði að skrifa undir? Af hverju þarf skólastjóri stuðningsyfirlýsingu ?????? 7. Er rétt að skólastjóri og bæjarstjóri hafi fengið skriflegar kvartanir varðandi eineltið en þeim ekki svarað? Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í morgun. Halldór segir í samtali við blaðið að foreldrar séu margir áhyggjufullir yfir stöðu mála og krefjist þess að haldinn verði íbúafundur. Halldór kvað við sama streng þegar Vísir ræddi við hann í byrjun vikunnar. „Upplýsingagjöf er engin. Þetta er búið að vera vitað ansi lengi en svo kemur þetta í fjölmiðla, og kemur í fjölmiðla vegna aðgerðarleysis. Þetta er bara látið malla. Þá vil ég ítreka beiðni mína og foreldra Patreksskóla að fá íbúafund með stjórn skólans og stjórn bæjarfélagsins um þetta mál,“ sagði Halldór í samtali við Vísi. Mega ekki tjá sig um eineltismál Gústaf Gústafsson skólastjóri Patreksskóla sagðist ekki vilja tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir því á þriðjudag. Hann staðfesti þó að María Ósk væri enn starfandi við skólann. Gústaf tjáir sig heldur ekki um málið við Fréttablaðið í morgun. Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Þá reyndi Vísir ítrekað að ná tali af Rebekku Hilmarsdóttur, bæjarstjóra Vesturbyggðar, í gegnum skrifstofu bæjarins í vikunni en ekki fékkst samband við hana nema í gegnum tölvupóst. Vísir sendi Rebekku skriflega fyrirspurn vegna málsins fyrir hádegi í gær, m.a. varðandi íbúafundinn og viðbragðstíma stjórnenda í málinu. Vesturbyggð sendi frá sér ítarlega tilkynningu vegna fjölmiðlaumfjöllunar um eineltismálið á miðvikudag. Í tilkynningunni segir að sveitarfélagið líti eineltismál sem komi upp milli starfsmanna þess alvarlegum augum. Tekið sé á slíkum málum í samræmi við viðbragðsáætlun Vesturbyggðar. Þá sé starfsmönnum sveitarfélagsins ekki heimilt að tjá sig um málefni sem snúa að einelti á vinnustað, þar eð um sé að ræða einstaklingsmálefni sem þeim beri að gæta trúnaðar um. Gagnrýni þess efnis að ekki hafi verið tilkynnt um að María Ósk hefði óskað eftir lausn frá störfum á vefsíðum sveitarfélagsins er einnig svarað í tilkynningunni. Þar segir að beiðnir á borð við þessa sé ávallt bókað um í fundargerð bæjarstjórnar, sem birt er á heimasíðu sveitarfélagsins.
Stjórnsýsla Vesturbyggð Tengdar fréttir Óskar eftir leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi Vesturbyggðar vegna eineltismáls Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar þess að tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað bæjarfulltrúann, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. 3. febrúar 2020 08:23 Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Kennari við Patreksskóla á Patreksfirði í Vesturbyggð, sem sagði upp störfum á síðasta ári, hefur ákveðið að leita réttar síns þar sem hann segist hafa orðið fyrir eineltis af hálfu sveitarstjórnarmanns í sveitarfélaginu. 31. janúar 2020 07:47 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira
Óskar eftir leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi Vesturbyggðar vegna eineltismáls Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar þess að tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað bæjarfulltrúann, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. 3. febrúar 2020 08:23
Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Kennari við Patreksskóla á Patreksfirði í Vesturbyggð, sem sagði upp störfum á síðasta ári, hefur ákveðið að leita réttar síns þar sem hann segist hafa orðið fyrir eineltis af hálfu sveitarstjórnarmanns í sveitarfélaginu. 31. janúar 2020 07:47