Ætla að vaða í CreditInfo og smálánafyrirtæki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2020 10:55 Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, við undirritun samkomulagsins. Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin ætla í sameiningu að uppræta smálánastarfsemi. Svo segir í tilkynningu frá ASÍ þar sem fram kemur að stjórnvöld þurfi að axla ábyrgð og aðstoða þolendur. Óþolandi sé að fyrirtæki á borð við CreditInfo og Almenn innheimta vinni með smálánafyrirtækjum. Þar segir að ætla megi að þúsundir einstaklinga og fjölskyldna hafi goldið það dýru verði að festast í neti smálánafyrirtækja sem níðast skipulega á þeim sem höllum fæti standa. Að stöðva þessa starfsemi er velferðarmál og barátta gegn fjárhagslegu ofbeldi. „ASÍ og NS hafa ákveðið að stofna baráttusamtök gegn smálánastarfsemi sem hafa það að markmiði að annars vegar aðstoða þolendur smálánastarfsemi og hins vegar að girða fyrir það að slík starfsemi fái þrifist.“ Segja óþolandi að fyrirtæki hafi hag af að hjálpa smálánafyrirtækjum Auk þess að stofna samtökin á að stofna málsvarnarsjóð fyrir þolendur smálána sem hafa ofgreitt ólögleg lán. Þá á að kortleggja hvaða fyrirtæki það eru sem þjónusta smálánafyrirtæki og auðvelda starfsemina. „Almenningur þarf að vera upplýstur um hvaða fyrirtæki það eru,“ segir í tilkynningunni. Þá á að þrýsta á um að stjórnvöld axli ábyrgð og aðstoði þolendur með skipulögðum hætti og beiti sér markvisst gegn starfsemi smálána. „Það er óþolandi að fyrirtæki og fjármálastofnanir hafi séð sér hag í því að þjónusta og aðstoða smálánafyrirtæki. Þar má nefna CreditInfo sem hefur skráð ólögleg lán á vanskilaskrá og Almenna innheimtu ehf. sem innheimtir smálán af fordæmalausri hörku.“ Þá séu fleiri fyrirtæki og sem styðja við smálánafyrirtæki til skoðunar. Einn af fjórum rekja vandræðin til smálána „Neytendasamtökin hafa um árabil háð þessa baráttu og safnað gríðarlegri reynslu og þekkingu á umhverfinu sem þessi fyrirtæki þrífast í og alvarleg hversu áhrif smálánastarfsemi getur haft á líf einstaklinga og fjölskyldna.“ Samkvæmt könnun aðildarfélaga ASÍ meðal félagsmanna sinna geti 25% þeirra sem lenda í skuldavanda rakið orsökina til smálána. „Alþýðusamband Íslands mun leggja fjármagn og starfskrafta í þessa baráttu enda kemur starfsemin niður á félagsmönnum í verkalýðshreyfingunni og þeim sem höllum fæti standa í samfélaginu.“ Að neðan má lesa dæmi um sögur sem ASÍ og Neytendasamtökin segja að hafi borist. Veikindi og fíkn Dæmi 1: Einstæð móðir af erlendum uppruna í láglaunastarfi leitaði til Neytendasamtakanna. Bæði börn hennar eru langt leiddir fíklar. Dag einn bankaði maður með hafnarboltakylfu uppá hjá henni og skipaði henni að taka smálán til að greiða skuld annars barns hennar. Móðirin gerði það nauðbeygð, gat ekki staðið í skilum með ólögleg lánin og freistaðist til að taka ný lán til að greiða þau gömlu. Það gerði hún endurtekið þar til upphæðin var komin í þær þóknanlegar hæðir fyrir smálánafyrirtækin, sem lokuðu á hana og hófu gegndarlausa innheimtu með skefjalausum kostnaði. Við móðurinni blasir ekkert nema gjaldþrot. Dæmi 2: Veikur maður á þrítugs aldri tekur 20.000 króna lán sem hann greiðir ekki á gjalddaga. Mánuðum síðar eru skuldfærðar rúmar 70 þúsund krónur af reikningnum. Heiðvirð félög skuldfæra á gjalddaga, en hlaða ekki kostnaði á lán og skuldfæra svo. Málið tekur svo á þolandann að hann fæst ekki úr rúmi svo vikum skiptir. Smálánafyrirtækin hafa skuldfært ólöglega af reikningum fólks Dæmi 3: „Ég tók smálán árið 2018 að upphæð 20.000 kr. sem fór í gegnum bankareikninginn minn. Gat ekki borgað á tilsettum tíma og fékk eitt sms um að ég væri með ógreiddann reikning. Í mars 2019 eru allt í einu dregið af reikningi mínum í öðrum banka rúmar 70,000 án frekari aðvaranna.“ Dæmi 4: „Það er búið að senda mér allskonar frá hraðpeningar.is en ég get hvergi fundið út að það megi vaða í reikninginn hjá fólki og taka út peninga þegar hentar. Og einnig hef ég lesið skilmálana ansi oft en er ekki að komast að þeirri niðurstöðu að það megi.“ Almenn innheimta hótar fólki með vanskilaskrá og afhendir ófullnægjandi gögn Dæmi 5: „Ég er bæði búin að hringja og senda tölvupóst og byðja um að fá allar upplysingar um mín lán og upphæðir enn þeir eru ekki búnir að svara. Ég hringdi í gær í Almenna innheimtu og talaði við mann sem sagði þá taka fólk af vanskilaskrá ef ég myndi borga helmingin af upphæðini og semja um rest. ég sagði nei takk og hringdi í ykkur.“ Dæmi 6: „Ég tók nokkur smálán 2018, og lenti í vanskilum. samdi svo við Almenna innheimtu um greiðslur eftir að hafa lent á vanskilaskrá af því að eitt smálán fór yfir eindaga. Greiddi síðan um 280.000 kr. af ég veit ekki hversu hárri kröfu, og fæ ekkert yfirlit frá þeim, þrátt fyrir að hafa óskað eftir því oft. Fyrst var ég beðinn um að bíða eftir 30 daga úrvinnslu og svo beðinn um að senda skilríki.“ Dæmi 7: „Ég bara gafst upp á að reyna að leita réttar míns því í öllum tölvupóstum og símtölum vísa alltaf allir á einhvern annan.“ Smálán Tengdar fréttir Ofgreiddi hátt á þriðju milljón í vaxtakostnað til smálánafyrirtækja Níu af hverjum tíu þeirra sem hafa leitað réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna okurvaxta hjá smálánafyrirtækjum eiga við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort samtökin fara í hópmálsókn gegn fyrirtækjunum. 27. ágúst 2019 12:30 Krefjast lögbanns á smálánafyrirtæki Gísla Neytendasamtökin hafa krafist þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leggi lögbann við því að Almenn innheimta ehf. og Gísli Kr. Björnsson innheimti kröfur vegna ólögmætra smálána. 12. september 2019 13:28 Smálánarisinn stofnar enn eitt lánafyrirækið hér á landi Smálánafyrirtækið Kredia Group hefur stofnað nýtt fyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið ber nafnið Brea ehf og er skráð til heimilis í Katrínartúni 2 í Reykjavík. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að tilgangur félagsins sé útlánastarfsemi auk annars reksturs. 12. nóvember 2019 11:24 Smálánafyrirtækið Ecommerce segir íslensk lög ekki gilda um sína starfsemi Smálánafélagið Ecommerce er ósammála þeirri ákvörðun Neytendastofu að íslensk lög gildi um smálán félagsins og ætlar að kæra hana til áfrýjunarnefndar neytendamála. 27. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin ætla í sameiningu að uppræta smálánastarfsemi. Svo segir í tilkynningu frá ASÍ þar sem fram kemur að stjórnvöld þurfi að axla ábyrgð og aðstoða þolendur. Óþolandi sé að fyrirtæki á borð við CreditInfo og Almenn innheimta vinni með smálánafyrirtækjum. Þar segir að ætla megi að þúsundir einstaklinga og fjölskyldna hafi goldið það dýru verði að festast í neti smálánafyrirtækja sem níðast skipulega á þeim sem höllum fæti standa. Að stöðva þessa starfsemi er velferðarmál og barátta gegn fjárhagslegu ofbeldi. „ASÍ og NS hafa ákveðið að stofna baráttusamtök gegn smálánastarfsemi sem hafa það að markmiði að annars vegar aðstoða þolendur smálánastarfsemi og hins vegar að girða fyrir það að slík starfsemi fái þrifist.“ Segja óþolandi að fyrirtæki hafi hag af að hjálpa smálánafyrirtækjum Auk þess að stofna samtökin á að stofna málsvarnarsjóð fyrir þolendur smálána sem hafa ofgreitt ólögleg lán. Þá á að kortleggja hvaða fyrirtæki það eru sem þjónusta smálánafyrirtæki og auðvelda starfsemina. „Almenningur þarf að vera upplýstur um hvaða fyrirtæki það eru,“ segir í tilkynningunni. Þá á að þrýsta á um að stjórnvöld axli ábyrgð og aðstoði þolendur með skipulögðum hætti og beiti sér markvisst gegn starfsemi smálána. „Það er óþolandi að fyrirtæki og fjármálastofnanir hafi séð sér hag í því að þjónusta og aðstoða smálánafyrirtæki. Þar má nefna CreditInfo sem hefur skráð ólögleg lán á vanskilaskrá og Almenna innheimtu ehf. sem innheimtir smálán af fordæmalausri hörku.“ Þá séu fleiri fyrirtæki og sem styðja við smálánafyrirtæki til skoðunar. Einn af fjórum rekja vandræðin til smálána „Neytendasamtökin hafa um árabil háð þessa baráttu og safnað gríðarlegri reynslu og þekkingu á umhverfinu sem þessi fyrirtæki þrífast í og alvarleg hversu áhrif smálánastarfsemi getur haft á líf einstaklinga og fjölskyldna.“ Samkvæmt könnun aðildarfélaga ASÍ meðal félagsmanna sinna geti 25% þeirra sem lenda í skuldavanda rakið orsökina til smálána. „Alþýðusamband Íslands mun leggja fjármagn og starfskrafta í þessa baráttu enda kemur starfsemin niður á félagsmönnum í verkalýðshreyfingunni og þeim sem höllum fæti standa í samfélaginu.“ Að neðan má lesa dæmi um sögur sem ASÍ og Neytendasamtökin segja að hafi borist. Veikindi og fíkn Dæmi 1: Einstæð móðir af erlendum uppruna í láglaunastarfi leitaði til Neytendasamtakanna. Bæði börn hennar eru langt leiddir fíklar. Dag einn bankaði maður með hafnarboltakylfu uppá hjá henni og skipaði henni að taka smálán til að greiða skuld annars barns hennar. Móðirin gerði það nauðbeygð, gat ekki staðið í skilum með ólögleg lánin og freistaðist til að taka ný lán til að greiða þau gömlu. Það gerði hún endurtekið þar til upphæðin var komin í þær þóknanlegar hæðir fyrir smálánafyrirtækin, sem lokuðu á hana og hófu gegndarlausa innheimtu með skefjalausum kostnaði. Við móðurinni blasir ekkert nema gjaldþrot. Dæmi 2: Veikur maður á þrítugs aldri tekur 20.000 króna lán sem hann greiðir ekki á gjalddaga. Mánuðum síðar eru skuldfærðar rúmar 70 þúsund krónur af reikningnum. Heiðvirð félög skuldfæra á gjalddaga, en hlaða ekki kostnaði á lán og skuldfæra svo. Málið tekur svo á þolandann að hann fæst ekki úr rúmi svo vikum skiptir. Smálánafyrirtækin hafa skuldfært ólöglega af reikningum fólks Dæmi 3: „Ég tók smálán árið 2018 að upphæð 20.000 kr. sem fór í gegnum bankareikninginn minn. Gat ekki borgað á tilsettum tíma og fékk eitt sms um að ég væri með ógreiddann reikning. Í mars 2019 eru allt í einu dregið af reikningi mínum í öðrum banka rúmar 70,000 án frekari aðvaranna.“ Dæmi 4: „Það er búið að senda mér allskonar frá hraðpeningar.is en ég get hvergi fundið út að það megi vaða í reikninginn hjá fólki og taka út peninga þegar hentar. Og einnig hef ég lesið skilmálana ansi oft en er ekki að komast að þeirri niðurstöðu að það megi.“ Almenn innheimta hótar fólki með vanskilaskrá og afhendir ófullnægjandi gögn Dæmi 5: „Ég er bæði búin að hringja og senda tölvupóst og byðja um að fá allar upplysingar um mín lán og upphæðir enn þeir eru ekki búnir að svara. Ég hringdi í gær í Almenna innheimtu og talaði við mann sem sagði þá taka fólk af vanskilaskrá ef ég myndi borga helmingin af upphæðini og semja um rest. ég sagði nei takk og hringdi í ykkur.“ Dæmi 6: „Ég tók nokkur smálán 2018, og lenti í vanskilum. samdi svo við Almenna innheimtu um greiðslur eftir að hafa lent á vanskilaskrá af því að eitt smálán fór yfir eindaga. Greiddi síðan um 280.000 kr. af ég veit ekki hversu hárri kröfu, og fæ ekkert yfirlit frá þeim, þrátt fyrir að hafa óskað eftir því oft. Fyrst var ég beðinn um að bíða eftir 30 daga úrvinnslu og svo beðinn um að senda skilríki.“ Dæmi 7: „Ég bara gafst upp á að reyna að leita réttar míns því í öllum tölvupóstum og símtölum vísa alltaf allir á einhvern annan.“
Smálán Tengdar fréttir Ofgreiddi hátt á þriðju milljón í vaxtakostnað til smálánafyrirtækja Níu af hverjum tíu þeirra sem hafa leitað réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna okurvaxta hjá smálánafyrirtækjum eiga við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort samtökin fara í hópmálsókn gegn fyrirtækjunum. 27. ágúst 2019 12:30 Krefjast lögbanns á smálánafyrirtæki Gísla Neytendasamtökin hafa krafist þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leggi lögbann við því að Almenn innheimta ehf. og Gísli Kr. Björnsson innheimti kröfur vegna ólögmætra smálána. 12. september 2019 13:28 Smálánarisinn stofnar enn eitt lánafyrirækið hér á landi Smálánafyrirtækið Kredia Group hefur stofnað nýtt fyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið ber nafnið Brea ehf og er skráð til heimilis í Katrínartúni 2 í Reykjavík. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að tilgangur félagsins sé útlánastarfsemi auk annars reksturs. 12. nóvember 2019 11:24 Smálánafyrirtækið Ecommerce segir íslensk lög ekki gilda um sína starfsemi Smálánafélagið Ecommerce er ósammála þeirri ákvörðun Neytendastofu að íslensk lög gildi um smálán félagsins og ætlar að kæra hana til áfrýjunarnefndar neytendamála. 27. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Ofgreiddi hátt á þriðju milljón í vaxtakostnað til smálánafyrirtækja Níu af hverjum tíu þeirra sem hafa leitað réttar síns hjá Neytendasamtökunum vegna okurvaxta hjá smálánafyrirtækjum eiga við geðræn vandamál að stríða, fíknivanda eða búa við fátækt. Formaður samtakanna segir dæmi um að fólk hafi greitt á þriðju milljón í ofgreiðslu vaxta til smálánafyrirtækja. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort samtökin fara í hópmálsókn gegn fyrirtækjunum. 27. ágúst 2019 12:30
Krefjast lögbanns á smálánafyrirtæki Gísla Neytendasamtökin hafa krafist þess að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leggi lögbann við því að Almenn innheimta ehf. og Gísli Kr. Björnsson innheimti kröfur vegna ólögmætra smálána. 12. september 2019 13:28
Smálánarisinn stofnar enn eitt lánafyrirækið hér á landi Smálánafyrirtækið Kredia Group hefur stofnað nýtt fyrirtæki á Íslandi. Fyrirtækið ber nafnið Brea ehf og er skráð til heimilis í Katrínartúni 2 í Reykjavík. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að tilgangur félagsins sé útlánastarfsemi auk annars reksturs. 12. nóvember 2019 11:24
Smálánafyrirtækið Ecommerce segir íslensk lög ekki gilda um sína starfsemi Smálánafélagið Ecommerce er ósammála þeirri ákvörðun Neytendastofu að íslensk lög gildi um smálán félagsins og ætlar að kæra hana til áfrýjunarnefndar neytendamála. 27. ágúst 2019 18:30