Útlán bankanna til fyrirtækja dragast saman Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2020 13:15 Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Útlán viðskiptabankanna til fyrirtækja hafa dregist mikið saman frá miðju síðasta ári og vaxtaálag á lán til þeirra hefur hækkað mikið. Seðlabankastjóri segir þörf á meiri nýsköpun í atvinnulífinu. Útlán bankanna til heimila og fyrirtækja tóku að aukast á árinu 2016. Síðan þá hafa þau aukist jafnt og þétt til heimilanna en tóku stökk til fyrirtækja árið 2017 og fram á seinnipart síðasta árs þegar verulega tók að draga úr útlánum til fyrirtækja. En á sama tíma og vextir hafa verið að lækka allt frá í maí í fyrra, byrjuðu bankarnir að hækka svo kallað vaxtaálag á útlán til fyrirtækja. Það hefur farið úr um tveimur prósentum um mitt ár 2019 í tæp fjögur prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir hluta skýringarinnar á minni útlánum vera samdrátt í ferðaþjónustu sem hafi leitt fjárfestingar í atvinnulífinu undanfarin ár. „Það er að minnka. Það skortir fleiri góð fjárfestingarverkefni. Á sama tíma eru bankarnir að einhverju leyti að eiga við kerfisbreytingar og ýmsan kostnað sem hefur lagst á þá. Þeir hafa að einhverju leyti verið að hækka álögur á lán til fyrirtækja. Það er margt sem kemur til,“ segir Ásgeir. Vaxtalækkanir Seðlabankans undanfarna níu mánuði hafi hins vegar unnið á móti þessari þróun. „Við erum að einhverju leyti að sjá meiri vanskil hjá bönkunum en ekki verulega mikil það sem við sjáum enn þá. Það náttúrlega skiptir máli að fjárhagur heimilanna er svona stöðugur eins og núna. Við erum ekki að sjá verðbólgu aukast. Það felur í sér minni líkur á útlánatapi. Verðbólga hefur oft svo slæm áhrif og lækkun kaupmáttar hefur auðvitað slæm áhrif á útlán bankanna. Við erum ekki að sjá það núna,“ segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Íslenskir bankar Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Sjá meira
Útlán viðskiptabankanna til fyrirtækja hafa dregist mikið saman frá miðju síðasta ári og vaxtaálag á lán til þeirra hefur hækkað mikið. Seðlabankastjóri segir þörf á meiri nýsköpun í atvinnulífinu. Útlán bankanna til heimila og fyrirtækja tóku að aukast á árinu 2016. Síðan þá hafa þau aukist jafnt og þétt til heimilanna en tóku stökk til fyrirtækja árið 2017 og fram á seinnipart síðasta árs þegar verulega tók að draga úr útlánum til fyrirtækja. En á sama tíma og vextir hafa verið að lækka allt frá í maí í fyrra, byrjuðu bankarnir að hækka svo kallað vaxtaálag á útlán til fyrirtækja. Það hefur farið úr um tveimur prósentum um mitt ár 2019 í tæp fjögur prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir hluta skýringarinnar á minni útlánum vera samdrátt í ferðaþjónustu sem hafi leitt fjárfestingar í atvinnulífinu undanfarin ár. „Það er að minnka. Það skortir fleiri góð fjárfestingarverkefni. Á sama tíma eru bankarnir að einhverju leyti að eiga við kerfisbreytingar og ýmsan kostnað sem hefur lagst á þá. Þeir hafa að einhverju leyti verið að hækka álögur á lán til fyrirtækja. Það er margt sem kemur til,“ segir Ásgeir. Vaxtalækkanir Seðlabankans undanfarna níu mánuði hafi hins vegar unnið á móti þessari þróun. „Við erum að einhverju leyti að sjá meiri vanskil hjá bönkunum en ekki verulega mikil það sem við sjáum enn þá. Það náttúrlega skiptir máli að fjárhagur heimilanna er svona stöðugur eins og núna. Við erum ekki að sjá verðbólgu aukast. Það felur í sér minni líkur á útlánatapi. Verðbólga hefur oft svo slæm áhrif og lækkun kaupmáttar hefur auðvitað slæm áhrif á útlán bankanna. Við erum ekki að sjá það núna,“ segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Íslenskir bankar Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Sjá meira