Gummi Tóta sér fyrir sér mikið ævintýri að spila í MLS-deildinni og fyrir eigendur Man City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 15:00 Guðmundur Þórarinsson var léttur í viðtalinu við Gaupa. Mynd/S2 Sport Guðmundur Þórarinsson samdi á dögunum við bandaríska félagið New York City og mun því spila í MLS-deildinni í vetur. Guðjón Guðmundsson hitti strákinn í dag og ræddi við hann um komandi tímabil. Eigendur Manchester City eiga félagið og setja pressu á að vinna titla. Guðmundur Þórarinsson hefur leikið með sænska liðinu Norrköping frá árinu 2017 en áður spilaði hann í Noregi (Sarpsborg 08 og Rosenborg) og í Danmörku (Nordsjælland). Guðmundur segir það áskorun að ganga til liðs við eitt besta lið Bandaríkjanna. „Ég þekki deildina ekki neitt rosalega mikið verð ég að viðurkenna en Svíi sem ég talaði við áður en ég fór mælti svo sannarlega með þessu. Hann sagði bara: Eftir hverju ertu að bíða, komdu þér yfir til Bandaríkjanna. Þetta er mikið ævintýri og ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu,“ sagði Guðmundur Þórarinsson brosandi. Guðmundur segir það vera skref fram á við á ferlinum að ganga til liðs við New York City en hann er verður 28 ára gamall í aprílmánuði. „Þetta er lið sem vann Austurströndina í fyrra og það er landsliðsmaður eiginlega í hverri stöðu. Ef það er ekki landsliðsmaður þá er það Argentínumaður eða Brassi. Þetta er gríðarlega flott lið og ég var að koma úr tveggja vikna æfingaferð með þeim. Þetta er klárlega skref upp á við og allt í kringum klúbbinn er svakalega flott. Þetta eru sömu eigendur og eiga Manchester City. Allt í kringum þetta er því á frábæru „leveli“,“ sagði Guðmundur. „Þetta er lið sem vill reyna að vinna titla og það hefur ekki gengið hjá þeim enn þá. Pressan er svolítil frá þessum sömu eigendum og eiga Manchester City að fara að vinna titla og vonandi getur maður verið partur af því,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportpakkinn: Þetta er mikið ævintýri og ég er gríðarlega spenntur En hvaða þýðingu hefur þetta fyrir hann sem leikmann? „Þetta er bara gríðarlega spennandi. Ég þekki deildina ekki mikið en hef séð af henni þegar við höfum verið að horfa á klippur frá því í fyrra. Þegar við erum að vinna í ákveðnum hlutum á æfingum þá sér maður að gæðin eru rosalega mikil þarna sem hefur eiginlega komið mér skemmtilega á óvart,“ sagði Guðmundur „Ég kem þarna inn í toppaðstæður þar sem allt er til alls. Vonandi getur maður bara bætt sig helling og ég á helling inni. Maður verður bara betri,“ sagði Guðmundur. Guðmundur er einnig tónlistarmaður en segist þó ekki vera að elta tónlistadrauminn til New York. „Ég myndi aldrei segja þér það ef svo væri. Það getur vel verið að maður reyni að kíkja í eitthvað stúdíó þarna. Það býr inn í manni tónlist og kannski reyni ég að draga Ingó yfir og henda í annan sumarsmell. Það er aldrei að vita,“ sagði Guðmundur í léttum tón en bróðir hans er Ingólfur Þórarinsson veðurguð. „Fyrstu vikurnar þá kem ég mér fyrir og fer í fótboltaskóna og reyni að geta eitthvað í fótbolta. Síðan sjáum við til hvort ég rífi ekki í hljóðnemann seinna. Þetta er fyrst og fremst fótbolti í Bandaríkjunum en svo sjáum við til með framhaldið,“ sagði Guðmundur en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. Fótbolti Íslendingar erlendis MLS Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Guðmundur Þórarinsson samdi á dögunum við bandaríska félagið New York City og mun því spila í MLS-deildinni í vetur. Guðjón Guðmundsson hitti strákinn í dag og ræddi við hann um komandi tímabil. Eigendur Manchester City eiga félagið og setja pressu á að vinna titla. Guðmundur Þórarinsson hefur leikið með sænska liðinu Norrköping frá árinu 2017 en áður spilaði hann í Noregi (Sarpsborg 08 og Rosenborg) og í Danmörku (Nordsjælland). Guðmundur segir það áskorun að ganga til liðs við eitt besta lið Bandaríkjanna. „Ég þekki deildina ekki neitt rosalega mikið verð ég að viðurkenna en Svíi sem ég talaði við áður en ég fór mælti svo sannarlega með þessu. Hann sagði bara: Eftir hverju ertu að bíða, komdu þér yfir til Bandaríkjanna. Þetta er mikið ævintýri og ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu,“ sagði Guðmundur Þórarinsson brosandi. Guðmundur segir það vera skref fram á við á ferlinum að ganga til liðs við New York City en hann er verður 28 ára gamall í aprílmánuði. „Þetta er lið sem vann Austurströndina í fyrra og það er landsliðsmaður eiginlega í hverri stöðu. Ef það er ekki landsliðsmaður þá er það Argentínumaður eða Brassi. Þetta er gríðarlega flott lið og ég var að koma úr tveggja vikna æfingaferð með þeim. Þetta er klárlega skref upp á við og allt í kringum klúbbinn er svakalega flott. Þetta eru sömu eigendur og eiga Manchester City. Allt í kringum þetta er því á frábæru „leveli“,“ sagði Guðmundur. „Þetta er lið sem vill reyna að vinna titla og það hefur ekki gengið hjá þeim enn þá. Pressan er svolítil frá þessum sömu eigendum og eiga Manchester City að fara að vinna titla og vonandi getur maður verið partur af því,“ sagði Guðmundur. Klippa: Sportpakkinn: Þetta er mikið ævintýri og ég er gríðarlega spenntur En hvaða þýðingu hefur þetta fyrir hann sem leikmann? „Þetta er bara gríðarlega spennandi. Ég þekki deildina ekki mikið en hef séð af henni þegar við höfum verið að horfa á klippur frá því í fyrra. Þegar við erum að vinna í ákveðnum hlutum á æfingum þá sér maður að gæðin eru rosalega mikil þarna sem hefur eiginlega komið mér skemmtilega á óvart,“ sagði Guðmundur „Ég kem þarna inn í toppaðstæður þar sem allt er til alls. Vonandi getur maður bara bætt sig helling og ég á helling inni. Maður verður bara betri,“ sagði Guðmundur. Guðmundur er einnig tónlistarmaður en segist þó ekki vera að elta tónlistadrauminn til New York. „Ég myndi aldrei segja þér það ef svo væri. Það getur vel verið að maður reyni að kíkja í eitthvað stúdíó þarna. Það býr inn í manni tónlist og kannski reyni ég að draga Ingó yfir og henda í annan sumarsmell. Það er aldrei að vita,“ sagði Guðmundur í léttum tón en bróðir hans er Ingólfur Þórarinsson veðurguð. „Fyrstu vikurnar þá kem ég mér fyrir og fer í fótboltaskóna og reyni að geta eitthvað í fótbolta. Síðan sjáum við til hvort ég rífi ekki í hljóðnemann seinna. Þetta er fyrst og fremst fótbolti í Bandaríkjunum en svo sjáum við til með framhaldið,“ sagði Guðmundur en það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslendingar erlendis MLS Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira