Tveir eftir í gæsluvarðhaldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2020 15:19 Steingrímur Þór Ólafsson í haldi lögreglunnar í Venesúela árið 2010. Lögreglan í Venesúela Jónas Árni Lúðvíksson og Steingrímur Þór Ólafsson hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 5. mars grunaðir um aðild að framleiðslu á amfetamíni og peningaþvætti. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sé á grundvelli almannahagsmuna. Jónas Árni og Steingrímur voru handteknir ásamt fjórum öðrum þann 18. janúar síðastliðinn. Upphaflega voru sex úrskurðuð í gæsluvarðhald, síðan fjórum og nú sitja tveir eftir í varðhaldi. Handtökurnar fóru fram samhliða umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem ráðist var í húsleitir. Lagt var hald á fíkniefni, vopn og fjármuni í aðgerðunum. Komist í kast við lögin Jónas Árni hefur komist í kast við lögin meðal annars í Papeyjarmálinu svokallaða árið 2009. Hlaut hann fimm ára dóm fyrir að hafa tekið við efnum við komuna til landsins á Djúpavogi. Jónas Árni hafði árið 2007 verið ákærður fyrir að kókaínsmygl ásamt Rúnari Þór Róbertssyni. Voru þeir báðir sýknaðir í málinu en Rúnar Þór hlaut sömuleiðis dóm í Papeyjarmálinu. Steingrímur Þór hlaut 30 mánaða fangelsisdóm fyrir peningaþvætti árið 2017 í VSK-málinu svokallaða. Hann var handtekinn í Venesúela árið 2010 og framseldur þaðan vegna málsins. 240 milljónir króna sem sviknar voru út úr endurgreiðslukerfi skattsins á tæpu einu ári gufuðu upp. Lausir úr gæsluvarðhaldi en enn bak við lás og slá Hinir tveir sem nú eru lausir úr gæsluvarðhaldi eru þó enn á bak við lás og slá. Einar Einarsson, áður Einar Jökull Einarsson, hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot. Hann var í desember dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Þá er Lárus Freyr Einarsson kominn aftur í afplánun á Litla-Hrauni. Hann hlaut fjórtán ára fangelsi í Danmörku árið 2011 fyrir að skjóta móður fyrrverandi unnustu sinnar til bana. Hann fékk reynslulausn sumarið 2019, rauf skilyrði hennar um jólin og var handtekinn á Litla-Hrauni á sama tíma og hinir fimm voru handteknir. Þau tvö sem fyrst var sleppt úr haldi lögreglu munu hafa þunga dóma á bakinu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að rannsókn málsins miði ágætlega. Lögreglumál Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Þungir dómar vegna amfetamínframleiðslu í Borgarfirði Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínsmáli fengu þunga dóma fyrir aðild þeirra að málinu þegar dómur var kvaðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. 9. desember 2019 14:38 Einn hinna handteknu hlotið tvo þunga dóma fyrir fíkniefnabrot Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Einar Einarsson, sem hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot, er á meðal þeirra sex manna sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gæsluvarðhald á sunnudaginn. 21. janúar 2020 12:00 Lögregla heldur fjórum í varðhaldi en sleppir tveimur Fjórir karlmenn, sem grunaðir eru um aðild að umfangsmiklu sakamáli sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti, voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 31. janúar 2020 15:42 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Jónas Árni Lúðvíksson og Steingrímur Þór Ólafsson hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 5. mars grunaðir um aðild að framleiðslu á amfetamíni og peningaþvætti. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sé á grundvelli almannahagsmuna. Jónas Árni og Steingrímur voru handteknir ásamt fjórum öðrum þann 18. janúar síðastliðinn. Upphaflega voru sex úrskurðuð í gæsluvarðhald, síðan fjórum og nú sitja tveir eftir í varðhaldi. Handtökurnar fóru fram samhliða umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem ráðist var í húsleitir. Lagt var hald á fíkniefni, vopn og fjármuni í aðgerðunum. Komist í kast við lögin Jónas Árni hefur komist í kast við lögin meðal annars í Papeyjarmálinu svokallaða árið 2009. Hlaut hann fimm ára dóm fyrir að hafa tekið við efnum við komuna til landsins á Djúpavogi. Jónas Árni hafði árið 2007 verið ákærður fyrir að kókaínsmygl ásamt Rúnari Þór Róbertssyni. Voru þeir báðir sýknaðir í málinu en Rúnar Þór hlaut sömuleiðis dóm í Papeyjarmálinu. Steingrímur Þór hlaut 30 mánaða fangelsisdóm fyrir peningaþvætti árið 2017 í VSK-málinu svokallaða. Hann var handtekinn í Venesúela árið 2010 og framseldur þaðan vegna málsins. 240 milljónir króna sem sviknar voru út úr endurgreiðslukerfi skattsins á tæpu einu ári gufuðu upp. Lausir úr gæsluvarðhaldi en enn bak við lás og slá Hinir tveir sem nú eru lausir úr gæsluvarðhaldi eru þó enn á bak við lás og slá. Einar Einarsson, áður Einar Jökull Einarsson, hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot. Hann var í desember dæmdur í sex ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir framleiðslu á átta kílóum af amfetamíni í sumarbústað í Borgarfirði. Þá er Lárus Freyr Einarsson kominn aftur í afplánun á Litla-Hrauni. Hann hlaut fjórtán ára fangelsi í Danmörku árið 2011 fyrir að skjóta móður fyrrverandi unnustu sinnar til bana. Hann fékk reynslulausn sumarið 2019, rauf skilyrði hennar um jólin og var handtekinn á Litla-Hrauni á sama tíma og hinir fimm voru handteknir. Þau tvö sem fyrst var sleppt úr haldi lögreglu munu hafa þunga dóma á bakinu. Í tilkynningu frá lögreglu segir að rannsókn málsins miði ágætlega.
Lögreglumál Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Þungir dómar vegna amfetamínframleiðslu í Borgarfirði Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínsmáli fengu þunga dóma fyrir aðild þeirra að málinu þegar dómur var kvaðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. 9. desember 2019 14:38 Einn hinna handteknu hlotið tvo þunga dóma fyrir fíkniefnabrot Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Einar Einarsson, sem hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot, er á meðal þeirra sex manna sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gæsluvarðhald á sunnudaginn. 21. janúar 2020 12:00 Lögregla heldur fjórum í varðhaldi en sleppir tveimur Fjórir karlmenn, sem grunaðir eru um aðild að umfangsmiklu sakamáli sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti, voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 31. janúar 2020 15:42 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Þungir dómar vegna amfetamínframleiðslu í Borgarfirði Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínsmáli fengu þunga dóma fyrir aðild þeirra að málinu þegar dómur var kvaðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. 9. desember 2019 14:38
Einn hinna handteknu hlotið tvo þunga dóma fyrir fíkniefnabrot Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Einar Einarsson, sem hefur í tvígang fengið þunga dóma fyrir fíkniefnabrot, er á meðal þeirra sex manna sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gæsluvarðhald á sunnudaginn. 21. janúar 2020 12:00
Lögregla heldur fjórum í varðhaldi en sleppir tveimur Fjórir karlmenn, sem grunaðir eru um aðild að umfangsmiklu sakamáli sem snýr meðal annars að framleiðslu fíkniefna og peningaþvætti, voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 31. janúar 2020 15:42