Innlent

Ég skil ekki af hverju hann drap hana út af 19 þúsund krónum

24 ára Íslendingur, Lárus Freyr Einarsson hefur verið dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir morð sem hann framdi í smábæ skammt frá Horsens í Danmörku. Hann og samverkamaður hans, sem fékk 12 ára fangelsi, hafa áfrýjað dómnum.

Í fyrra var Chanette Sörensen skotin til bana á heimili sínu. Sá sem skaut hana, Lárus Freyr, stóð fyrr utan húsið hennar og skaut þremur skotum inn í gegn borstofugluggan. Eitt skotið hæfði Chanette í höfuðið. Hún lést skömmu síðar í örmum dóttur sinnar Sandie.

Lögreglan handók Lárus Frey daginn eftir en vitni sáu hann flýja af vettvang andartökum eftir að skotunum var hleypt af. Hann var kunnugur hinni látnu og hafði áður átt í sambandi við dóttur hennar, en Lárus skuldaði þeim peninga vegna fíkniefnaviðskipta.

„Það var mikið uppistand. Hann fékk víst 19 þúsund krónur danskar lánaðar hjá mömmu fyrir innborgun. Ég skil ekki af hverju hann drap hana út af 19 þúsund krónum," segir Sandie.

Auk 14 ára fangelsis kveður dómurinn á um að Lárusi verði vísað úr landi. Lárus hefur áfrýjað dómnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×