Telur rétt að selja Íslandsbanka en ríkið haldi eignarhlut í Landsbankanum Sylvía Hall skrifar 7. febrúar 2020 20:26 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna segir Samherjamálið hafa sýnt að þörf sé á auknu gagnsæi í atvinnulífinu og undirstrikar mikilvægi þess að fjármunir verði tryggðir til þess að rannsaka það. Hún fór yfir árangurinn af stjórnarsamstarfinu í ræðu á flokksráðsfundi í dag. Þá telur Katrín rétt að selja Íslandsbanka en að ríkið haldi eignarhlut sínum í Landsbankanum. Þó væri ekki skynsamlegt fyrir íslenska ríkið að eiga meirihluta íslenska fjármálakerfisins nema skýr markmið væru með slíku eignarhaldi. „Ég tel að við eigum að horfa til þess að halda Landsbankanum í opinberri eigu og leggja á hann skyldur í samræmi við það. Ég tel að það sé betra fyrir íslenskt samfélag að við seljum eignarhlut í Íslandsbanka og nýtum þá fjármuni í innviðafjárfestingar sem er sárþörf á,“ segir Katrín og nefndi óveður sem gengið hafa yfir landið síðustu mánuði sem skýrt dæmi um það. Þá sagðist Katrín ekki halda að hægt væri að meta árangur stjórnmálaflokka út frá fylgisþróun. Það væri mikilvægt að fylgjast með fylgi flokksins en það gæti ekki verið eini mælikvarðinn á störf hans. Í viðtali við Heimi Má Pétursson í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Katrín það einnig vera mikilvægt að vera sátt við þann málefnalega árangur sem hefur náðst. „Ég held það sé mjög mikilvægt að við hugum að því hvernig við getum byggt upp innviði í þessu landi og aukið opinbera fjárfestingu til þess að auka lífið í hagkerfinu en líka til þess að byggja upp þessa mikilvægu innviði fyrir almenning. Síðan þurfum við líka að huga að almannahagsmunum þegar kemur að laga- og regluverkinu,“ sagði Katrín og beindi sjónum sínum að eignarhaldi á jörðum. „Ég tók sérstaklega jarðamálin því ég mun kynna frumvarp í næstu viku sem varðar auknar hömlur á viðskiptum með jarðir og landareignir eins og almenningur hefur ríkulega kallað eftir því landið okkar er svo sannarlega auðlind sem stjórnvöld þurfa að hafa yfirsýn yfir og hafa heimildir til þess að geta beitt sér.“ Þá bendir hún á að í stjórnarsáttmála hafi náðst sátt um það að losa um eignarhald á fjármálafyrirtækjum. „Við sögðum fyrir síðustu kosningar að við sæjum fyrir okkur að eignatekjur yrðu nýttar til uppbyggingar innviða en auðvitað skiptir máli hvernig þetta verður gert og þar legg ég áherslu á að allt verði hafið yfir vafa. Ég held að þetta geti verið skynsamleg ráðstöfun.“ Alþingi Íslenskir bankar Vinstri græn Tengdar fréttir „Viljum eiga eftir skot í byssunni þegar á þarf að halda“ Núna er sögulegt tækifæri til að ráðast í innviðauppbyggingu segir seðlabankastjóri. 6. febrúar 2020 18:02 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna segir Samherjamálið hafa sýnt að þörf sé á auknu gagnsæi í atvinnulífinu og undirstrikar mikilvægi þess að fjármunir verði tryggðir til þess að rannsaka það. Hún fór yfir árangurinn af stjórnarsamstarfinu í ræðu á flokksráðsfundi í dag. Þá telur Katrín rétt að selja Íslandsbanka en að ríkið haldi eignarhlut sínum í Landsbankanum. Þó væri ekki skynsamlegt fyrir íslenska ríkið að eiga meirihluta íslenska fjármálakerfisins nema skýr markmið væru með slíku eignarhaldi. „Ég tel að við eigum að horfa til þess að halda Landsbankanum í opinberri eigu og leggja á hann skyldur í samræmi við það. Ég tel að það sé betra fyrir íslenskt samfélag að við seljum eignarhlut í Íslandsbanka og nýtum þá fjármuni í innviðafjárfestingar sem er sárþörf á,“ segir Katrín og nefndi óveður sem gengið hafa yfir landið síðustu mánuði sem skýrt dæmi um það. Þá sagðist Katrín ekki halda að hægt væri að meta árangur stjórnmálaflokka út frá fylgisþróun. Það væri mikilvægt að fylgjast með fylgi flokksins en það gæti ekki verið eini mælikvarðinn á störf hans. Í viðtali við Heimi Má Pétursson í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Katrín það einnig vera mikilvægt að vera sátt við þann málefnalega árangur sem hefur náðst. „Ég held það sé mjög mikilvægt að við hugum að því hvernig við getum byggt upp innviði í þessu landi og aukið opinbera fjárfestingu til þess að auka lífið í hagkerfinu en líka til þess að byggja upp þessa mikilvægu innviði fyrir almenning. Síðan þurfum við líka að huga að almannahagsmunum þegar kemur að laga- og regluverkinu,“ sagði Katrín og beindi sjónum sínum að eignarhaldi á jörðum. „Ég tók sérstaklega jarðamálin því ég mun kynna frumvarp í næstu viku sem varðar auknar hömlur á viðskiptum með jarðir og landareignir eins og almenningur hefur ríkulega kallað eftir því landið okkar er svo sannarlega auðlind sem stjórnvöld þurfa að hafa yfirsýn yfir og hafa heimildir til þess að geta beitt sér.“ Þá bendir hún á að í stjórnarsáttmála hafi náðst sátt um það að losa um eignarhald á fjármálafyrirtækjum. „Við sögðum fyrir síðustu kosningar að við sæjum fyrir okkur að eignatekjur yrðu nýttar til uppbyggingar innviða en auðvitað skiptir máli hvernig þetta verður gert og þar legg ég áherslu á að allt verði hafið yfir vafa. Ég held að þetta geti verið skynsamleg ráðstöfun.“
Alþingi Íslenskir bankar Vinstri græn Tengdar fréttir „Viljum eiga eftir skot í byssunni þegar á þarf að halda“ Núna er sögulegt tækifæri til að ráðast í innviðauppbyggingu segir seðlabankastjóri. 6. febrúar 2020 18:02 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
„Viljum eiga eftir skot í byssunni þegar á þarf að halda“ Núna er sögulegt tækifæri til að ráðast í innviðauppbyggingu segir seðlabankastjóri. 6. febrúar 2020 18:02