Erlent

Hermaðurinn skotinn til bana

Andri Eysteinsson skrifar
Frá verslunarmiðstöðinni.
Frá verslunarmiðstöðinni. AP/Sakchai Lalitkanjanakul

Taílenski hermaðurinn Jakraphanth Thomma, sem myrti 26 manns þegar hann gekk berserksgang í taílensku borginni Nakhon Ratchasima í gær, hefur verið skotinn til bana af lögreglu eftir langt umsátur. BBC greinir frá.

Thomma hóf árásir sínar með því að myrða yfirmann sinn í taílenska hernum, því næst stal hann vopnum, skotfærum og jeppa úr herstöð sinni og hélt að verslunarmiðstöð í bænum. Eftir að hafa skotið á fólk í verslunarmiðstöðinni lokaði hann sig af. Eftir langt umsátur lögreglu var Thomma skotinn til bana í nótt.

Taílenski forsætisráðherrann Prayuth Chan-ocha sagði í yfirlýsingu sinni að 26 væru látnir eftir árásina og 57 hafi særst. „Atvik sem þetta er fordæmalaust í Taílandi og ég vil að þetta sé síðasta svona atvik sem við þurfum að þola,“ sagði Chan-ocha.

Talið er að deilur um landareign hafi reitt Thomma til reiði með þessum afleiðingum. Lögreglumenn gerðu fyrst atlögu að manninum klukkan þrjú um nótt að taílenskum tíma (20:00 GMT) en greindu frá því að hann hafi verið stöðvaður hálft tíu að taílenskum tíma (02:30 GMT).

Sjá einnig: Minnst tuttugu í valnum


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×