Bæjarfulltrúi gengst við ásökunum um einelti: „Ég er ekki stolt af því en gengst við því“ Andri Eysteinsson skrifar 9. febrúar 2020 11:58 Frá Patreksfirði í Vesturbyggð. Getty Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð sem óskaði eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar ásaka um einelti viðurkennir í færslu á Facebook síðu sinni að hafa beitt einelti í starfi og segist þykja það miður. Tveir starfsmenn Patreksskóla á Patreksfirði sögðu upp störfum á síðasta ári vegna meints eineltis af hálfu bæjarfulltrúans, sem einnig starfaði skólanum. Bæjarfulltrúinn, María Ósk Óskarsdóttir, sem á sæti í sveitarstjórn fyrir hönd Nýrrar sýnar, óskaði í kjölfarið eftir tímabundnu leyfi frá störfum.Sjá einnig: Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Í færslu á Facebook síðu sinni segir María að hún hafi ákveðið að tjá sig opinberlega um málið þar sem að fjölskyldudeila hafi farið að bitna á samstarfsfólki hennar í Patreksskóla. Segir María að málið hafa hafist þegar sambýliskona mágs hennar byrjar í starfi við kennslu í Patreksskóla. „Einelti hefur ýmsar birtingarmyndir en í þessu tilviki var um að ræða hunsun af minni hálfu. Ég heilsaði henni ekki, ég gekk í burtu þegar hún settist inn á kaffistofuna, ég treysti mér ekki til þess að vera nálægt henni og hafði ekki áhuga á að vera í samskiptum við hana frekar en hún hafði áhuga á að vera í samskiptum við mig.“ skrifar María í færslunni. María segir nokkra samstarfsmenn innan skólans hafa tekið deilunum nærri sér og tilkynnt málið til eineltisteymis sveitarfélagsins. Í skýrslu teymisins segir að konan hafi ekki upplifað framkomu Maríu í sinn garð sem einelti. Hún ræði við hana á faglegum nótum sem kennari en að öðru leiti hafi hún ekkert við hana að tala. Kennarinn var svo annar þeirra sem sagði upp störfum.Sjá einnig: Bæjarstjóri segir ekki rétt að kvörtunum vegna eineltismála sé ekki svarað „Fyrst er rétt að hafa skilgreiningu eineltis á hreinu en hún er eftirfarandi: Einelti er endurtekin háttsemi af hálfu eins eða fleiri. Ég er sek um að hafa beitt einelti, með því að hunsa. Ég er ekki stolt af því en gengst við því. Ég er sek um það að vera mannleg og hafa látið tilfinningar mínar í persónulegu máli stjórna mér á mínum vinnustað,“ skrifar María Ósk. „Saklaust fólk hefur verið dregið inn hatursfullar umræður og vegið að starfsheiðri þeirra, bæði í Patreksskóla og starfsfólk á skrifstofu Vesturbyggðar sem hefur unnið af miklum heilindum. Ég hef óskað eftir tímabundnu leyfi sem bæjarfulltrúi á meðan á þessum ásökunum stendur, það geri ég svo enginn vafi sé á hver metnaður minn fyrir sveitarfélaginu er,“ skrifar María Ósk Óskarsdóttir bæjarfulltrúi Vesturbyggðar. Stjórnsýsla Vesturbyggð Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð sem óskaði eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar ásaka um einelti viðurkennir í færslu á Facebook síðu sinni að hafa beitt einelti í starfi og segist þykja það miður. Tveir starfsmenn Patreksskóla á Patreksfirði sögðu upp störfum á síðasta ári vegna meints eineltis af hálfu bæjarfulltrúans, sem einnig starfaði skólanum. Bæjarfulltrúinn, María Ósk Óskarsdóttir, sem á sæti í sveitarstjórn fyrir hönd Nýrrar sýnar, óskaði í kjölfarið eftir tímabundnu leyfi frá störfum.Sjá einnig: Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Í færslu á Facebook síðu sinni segir María að hún hafi ákveðið að tjá sig opinberlega um málið þar sem að fjölskyldudeila hafi farið að bitna á samstarfsfólki hennar í Patreksskóla. Segir María að málið hafa hafist þegar sambýliskona mágs hennar byrjar í starfi við kennslu í Patreksskóla. „Einelti hefur ýmsar birtingarmyndir en í þessu tilviki var um að ræða hunsun af minni hálfu. Ég heilsaði henni ekki, ég gekk í burtu þegar hún settist inn á kaffistofuna, ég treysti mér ekki til þess að vera nálægt henni og hafði ekki áhuga á að vera í samskiptum við hana frekar en hún hafði áhuga á að vera í samskiptum við mig.“ skrifar María í færslunni. María segir nokkra samstarfsmenn innan skólans hafa tekið deilunum nærri sér og tilkynnt málið til eineltisteymis sveitarfélagsins. Í skýrslu teymisins segir að konan hafi ekki upplifað framkomu Maríu í sinn garð sem einelti. Hún ræði við hana á faglegum nótum sem kennari en að öðru leiti hafi hún ekkert við hana að tala. Kennarinn var svo annar þeirra sem sagði upp störfum.Sjá einnig: Bæjarstjóri segir ekki rétt að kvörtunum vegna eineltismála sé ekki svarað „Fyrst er rétt að hafa skilgreiningu eineltis á hreinu en hún er eftirfarandi: Einelti er endurtekin háttsemi af hálfu eins eða fleiri. Ég er sek um að hafa beitt einelti, með því að hunsa. Ég er ekki stolt af því en gengst við því. Ég er sek um það að vera mannleg og hafa látið tilfinningar mínar í persónulegu máli stjórna mér á mínum vinnustað,“ skrifar María Ósk. „Saklaust fólk hefur verið dregið inn hatursfullar umræður og vegið að starfsheiðri þeirra, bæði í Patreksskóla og starfsfólk á skrifstofu Vesturbyggðar sem hefur unnið af miklum heilindum. Ég hef óskað eftir tímabundnu leyfi sem bæjarfulltrúi á meðan á þessum ásökunum stendur, það geri ég svo enginn vafi sé á hver metnaður minn fyrir sveitarfélaginu er,“ skrifar María Ósk Óskarsdóttir bæjarfulltrúi Vesturbyggðar.
Stjórnsýsla Vesturbyggð Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira