Látið reyna á málsmeðferð flóttafólks Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. febrúar 2020 20:00 Börnin eru á aldrinum tveggja til tólf ára og hafa búið hér á landi í eitt og hálft ár. Vísir/Egill Ár geta liðið frá því að fólki er synjað um dvalarleyfi þar til því er vísað úr landi. Lögmaður telur að líta eigi til þess þegar réttindi flóttafólks eru metin. Ómannúðlegt sé að vísa burt fjölskyldum sem hafi verið hér svo lengi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við sex manna fjölskyldu frá Egyptalandi sem sótti um vernd á Íslandi í ágúst 2018. Þeim var synjað í júlí í fyrra og staðfesti kærunefnd útlendingamála ákvörðunina í nóvember. Börnin fjögur sem eru í fjölskyldunni ganga í skóla og leikskóla á Ásbrú, hafa aðlagast vel og tala íslensku. Frétt Vísis: Egypskum systkinum vísað úr landi eftir átján mánaða dvöl Málsmeðferðartíminn í þeirra máli, sem skilgreindur frá umsókn til synjunar kærunefndar, tók 15 mánuði og sjö daga. Eftir nýlega breytingu á reglugerð er hámarkstími málsmeðferðar sextán mánuðir. Munar því þremur vikum á því að fjölskyldan eigi rétt á dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Þau hafa þó verið hér í átján mánuði og enn hefur ekki verið ákveðið hvenær þeim verður vísað úr landi. Lögmaður telur að miða eigi seinni tímamörk málsmeðferðartíma við framkvæmd brottvísunar. Réttindi flóttafólks séu túlkuð of þröngt með gildandi framkvæmd. Magnú Norðdahl, lögmaður. „Auðvitað er það svo að aðlögun barna sem hér eru heldur áfram. Það er kveðinn upp einhver úrskurður og síðan kannski líður hálft ár, átta mánuðir, eða eitt ár þangað til þessi brottvísun er framkvæmd og allan þann tíma eru þessi börn og þetta fólk að aðlagast. Þannig að þessi mannúðarsjónarmið eiga þá auðvitað við," segir Magnús Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar. Langur tími getur liðið frá úrskurði og þar til fólki er tilkynnt hvenær því verði vísað úr landi. „Ég hef verið með mál þar sem niðurstaða var fengin innan átján mánaða en fólkið var hérna ennþá eftir tvö og hálft ár frá komu. Þannig þetta getur verið mjög langur tími," segir Magnús. Magnús hyggst láta reyna á túlkun stjórnvalda. Eftir helgi mun hann leggja fram endurupptökubeiðni í máli fjölskyldunnar á grundvelli mannúðarsjóðarmiða með vísan till þess að hún hafi verið hér á landi fram yfir hámarkstímann. Verði málið ekki endurupptekið ætlar hann með það fyrir dóm. „Það eru líka önnur mál sem við erum með þar sem þessi sjónarmið sem eru undir. Þannig það er alveg ljóst að á næstu misserum mun reyna á þetta með einhverjum hætti fyrir dómi, hvort sem það verður í þessu máli eða öðru," segir Magnús. Hælisleitendur Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Ár geta liðið frá því að fólki er synjað um dvalarleyfi þar til því er vísað úr landi. Lögmaður telur að líta eigi til þess þegar réttindi flóttafólks eru metin. Ómannúðlegt sé að vísa burt fjölskyldum sem hafi verið hér svo lengi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við sex manna fjölskyldu frá Egyptalandi sem sótti um vernd á Íslandi í ágúst 2018. Þeim var synjað í júlí í fyrra og staðfesti kærunefnd útlendingamála ákvörðunina í nóvember. Börnin fjögur sem eru í fjölskyldunni ganga í skóla og leikskóla á Ásbrú, hafa aðlagast vel og tala íslensku. Frétt Vísis: Egypskum systkinum vísað úr landi eftir átján mánaða dvöl Málsmeðferðartíminn í þeirra máli, sem skilgreindur frá umsókn til synjunar kærunefndar, tók 15 mánuði og sjö daga. Eftir nýlega breytingu á reglugerð er hámarkstími málsmeðferðar sextán mánuðir. Munar því þremur vikum á því að fjölskyldan eigi rétt á dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Þau hafa þó verið hér í átján mánuði og enn hefur ekki verið ákveðið hvenær þeim verður vísað úr landi. Lögmaður telur að miða eigi seinni tímamörk málsmeðferðartíma við framkvæmd brottvísunar. Réttindi flóttafólks séu túlkuð of þröngt með gildandi framkvæmd. Magnú Norðdahl, lögmaður. „Auðvitað er það svo að aðlögun barna sem hér eru heldur áfram. Það er kveðinn upp einhver úrskurður og síðan kannski líður hálft ár, átta mánuðir, eða eitt ár þangað til þessi brottvísun er framkvæmd og allan þann tíma eru þessi börn og þetta fólk að aðlagast. Þannig að þessi mannúðarsjónarmið eiga þá auðvitað við," segir Magnús Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar. Langur tími getur liðið frá úrskurði og þar til fólki er tilkynnt hvenær því verði vísað úr landi. „Ég hef verið með mál þar sem niðurstaða var fengin innan átján mánaða en fólkið var hérna ennþá eftir tvö og hálft ár frá komu. Þannig þetta getur verið mjög langur tími," segir Magnús. Magnús hyggst láta reyna á túlkun stjórnvalda. Eftir helgi mun hann leggja fram endurupptökubeiðni í máli fjölskyldunnar á grundvelli mannúðarsjóðarmiða með vísan till þess að hún hafi verið hér á landi fram yfir hámarkstímann. Verði málið ekki endurupptekið ætlar hann með það fyrir dóm. „Það eru líka önnur mál sem við erum með þar sem þessi sjónarmið sem eru undir. Þannig það er alveg ljóst að á næstu misserum mun reyna á þetta með einhverjum hætti fyrir dómi, hvort sem það verður í þessu máli eða öðru," segir Magnús.
Hælisleitendur Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira