Deildu um höfrungahlaup á vinnumarkaði Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2020 20:22 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Vísir/egill Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni. Útlit er fyrir að tæplega þriggja daga verkfall hefjist á þriðjudaginn. Umræðan snerist að mestu um það hvort kröfur Eflingar myndu leiða til höfrungahlaups á vinnumarkaði. Sólveig anna sagði ekkert hafa verið hlustað á kröfur Eflingar og að einhverra hluta vegna væri búið að færa ábyrgð á stöðu efnahagskerfisins, auk annarra hluta, yfir á þá sem minnst ættu. „Hér stíga fram hver á fætur öðrum menn, flestir með afskaplega stóra launatékka, til að flytja okkur enn eina ferðina þær fréttir að ekkert sé hægt að gera fyrir okkur,“ sagði Sólveig. Hún sagði það óboðlegan málflutning og að Efling hafni honum alfarið. Konráð sagði stöðuna viðkvæma og að vinnumarkaðurinn í heild sinni bæri ábyrgð á stöðu mála. Þar á meðal Efling og aðrir aðilar að vinnumarkaði. „Við erum í þeirri stöðu að við erum með mjög litla verðbólgu. Við erum með gjörbreytta stöðu á þjóðarbúinu. Þetta er rulla sem heyrist mjög oft en það er ástæða fyrir því,“ sagði Konráð. Það væri vegna þess að aukin launakostnaður gæti leitt til aukins atvinnuleysis. Konráð sagði einnig að á Íslandi væru mjög há laun í alþjóðlegu samhengi. „Hvergi á byggðu bóli fer jafn hátt hlutfall af landsframleiðslu til launa. Sem er í sjálfu sér gott en það sýnir okkur að svigrúmið er því miður ekkert. Ég vildi óska þess að ég gæti horft framan í ykkur og sagt að svigrúmið væri meira en horfandi á tölurnar eins og landið liggur, þá er það ekki.“ Konráð sagði þar að auki að vegna þess hve viðkvæm staðan væri, væri mikilvægt að lífskjarasamningurinn héldi. Sólveig sagðist fagna því að Konráð kæmi „sem betur fer“ ekki að umræddum kjaraviðræðum. Borgin hefði vel efni á því að gangast að kröfum Eflingar. „Borgin stærir sig af því að ætla að skila margra milljarða rekstrarafgangi á næstu árum. Borgin hefur sparað á hverju ári, undanfarin ár, sex til átta hundruð milljónir í launakostnað. Hvers vegna? Vegna þess að þetta háskólamenntaða fólk, sem að Konráð og aðrir eru svo hræddir við að fari fram í kjölfar okkar af einhverjum tryllingi, fæst einfaldlega ekki til þessara starfa,“ sagði Sólveig. Sjá má umræðurnar hér að neðan. Kjaramál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Víglínan Mest lesið Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni. Útlit er fyrir að tæplega þriggja daga verkfall hefjist á þriðjudaginn. Umræðan snerist að mestu um það hvort kröfur Eflingar myndu leiða til höfrungahlaups á vinnumarkaði. Sólveig anna sagði ekkert hafa verið hlustað á kröfur Eflingar og að einhverra hluta vegna væri búið að færa ábyrgð á stöðu efnahagskerfisins, auk annarra hluta, yfir á þá sem minnst ættu. „Hér stíga fram hver á fætur öðrum menn, flestir með afskaplega stóra launatékka, til að flytja okkur enn eina ferðina þær fréttir að ekkert sé hægt að gera fyrir okkur,“ sagði Sólveig. Hún sagði það óboðlegan málflutning og að Efling hafni honum alfarið. Konráð sagði stöðuna viðkvæma og að vinnumarkaðurinn í heild sinni bæri ábyrgð á stöðu mála. Þar á meðal Efling og aðrir aðilar að vinnumarkaði. „Við erum í þeirri stöðu að við erum með mjög litla verðbólgu. Við erum með gjörbreytta stöðu á þjóðarbúinu. Þetta er rulla sem heyrist mjög oft en það er ástæða fyrir því,“ sagði Konráð. Það væri vegna þess að aukin launakostnaður gæti leitt til aukins atvinnuleysis. Konráð sagði einnig að á Íslandi væru mjög há laun í alþjóðlegu samhengi. „Hvergi á byggðu bóli fer jafn hátt hlutfall af landsframleiðslu til launa. Sem er í sjálfu sér gott en það sýnir okkur að svigrúmið er því miður ekkert. Ég vildi óska þess að ég gæti horft framan í ykkur og sagt að svigrúmið væri meira en horfandi á tölurnar eins og landið liggur, þá er það ekki.“ Konráð sagði þar að auki að vegna þess hve viðkvæm staðan væri, væri mikilvægt að lífskjarasamningurinn héldi. Sólveig sagðist fagna því að Konráð kæmi „sem betur fer“ ekki að umræddum kjaraviðræðum. Borgin hefði vel efni á því að gangast að kröfum Eflingar. „Borgin stærir sig af því að ætla að skila margra milljarða rekstrarafgangi á næstu árum. Borgin hefur sparað á hverju ári, undanfarin ár, sex til átta hundruð milljónir í launakostnað. Hvers vegna? Vegna þess að þetta háskólamenntaða fólk, sem að Konráð og aðrir eru svo hræddir við að fari fram í kjölfar okkar af einhverjum tryllingi, fæst einfaldlega ekki til þessara starfa,“ sagði Sólveig. Sjá má umræðurnar hér að neðan.
Kjaramál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Víglínan Mest lesið Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Sjá meira