„Grautur af alls konar“ afbrigðum veirunnar greinst á landamærum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. ágúst 2020 19:00 Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðagreiningar Vísir/Vilhelm Sjömenningarnir sem virtu ekki heimkomusmitgát en greindust síðar jákvæðir fyrir covid-19 reyndust vera með afbrigði veirunnar sem ekki hefur greinst hér á landi áður. Smit sem greinst hafa innanlands undanfarnar vikur virðast nær öll vera af sama afbrigði veirunnar. Niðurstaða raðgreiningar liggur nú fyrir vegna þeirra sjö úr þrettán manna hópi sem kom til landsins á föstudag sem reyndust sýktir af covid-19 en virtu ekki reglur um heimkomusmitgát. „Þeir eru með allt allt aðra veiru og eru allir sjö með samskonar setröð og er setröð sem við höfum ekki séð áður en það er ekki sú sama og var uppi á Akranesi,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Mörg ólík afbrigði veirunnar hafa aftur á móti greinst meðal þeirra sem skimaðir hafa verið á landamærum. „Það er svona grautur af alls konar setröðum sem við sjáum á landamærum, sem við er að búast. Og það er svipað eins og var í upphafi faraldursins hjá okkur, þegar hann var að byrja í mars, þá sáum við veirur koma frá ýmsum löndum,“ segir Kári. Meðal annars frá Austurríki, Ítalíu, Bretlandi, Bandaríkjunum og jafnvel frá Íran. Það sýni að með skimun á landamærum hafi að miklu leyti tekist að koma í veg fyrir að þessi smit berist inn í samfélagið. Ánægður með breyttar áherslur á landamærum Ráðgert er að hluti af sýkla- og veirufræðideild Landspítalans færi sig um set síðar í þessari viku og hafi aðsetur í höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýri. Er það gert með það að markmiði að auka skilvirkni og afkastagetu við greiningu sýna. Hertar reglur taka gildi frá og með miðvikudegi þegar öll sem koma til landsins munu þurfa að fara í tvöfalda sýnatöku og sóttkví á milli. „Ég held að þetta sé mjög skynsamleg leið. Ég held að þetta séraunverulega það eina sem að við getum búið við vegna þess að annars reikna ég með að við kæmum til með að sjá hverja bylgjuna á fætur annarri,“ Hefðir þú jafnvel viljað ganga enn lengra? „Nei ég held að þetta sé eins gott eins og það getur orðið,“ segir Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Sjá meira
Sjömenningarnir sem virtu ekki heimkomusmitgát en greindust síðar jákvæðir fyrir covid-19 reyndust vera með afbrigði veirunnar sem ekki hefur greinst hér á landi áður. Smit sem greinst hafa innanlands undanfarnar vikur virðast nær öll vera af sama afbrigði veirunnar. Niðurstaða raðgreiningar liggur nú fyrir vegna þeirra sjö úr þrettán manna hópi sem kom til landsins á föstudag sem reyndust sýktir af covid-19 en virtu ekki reglur um heimkomusmitgát. „Þeir eru með allt allt aðra veiru og eru allir sjö með samskonar setröð og er setröð sem við höfum ekki séð áður en það er ekki sú sama og var uppi á Akranesi,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Mörg ólík afbrigði veirunnar hafa aftur á móti greinst meðal þeirra sem skimaðir hafa verið á landamærum. „Það er svona grautur af alls konar setröðum sem við sjáum á landamærum, sem við er að búast. Og það er svipað eins og var í upphafi faraldursins hjá okkur, þegar hann var að byrja í mars, þá sáum við veirur koma frá ýmsum löndum,“ segir Kári. Meðal annars frá Austurríki, Ítalíu, Bretlandi, Bandaríkjunum og jafnvel frá Íran. Það sýni að með skimun á landamærum hafi að miklu leyti tekist að koma í veg fyrir að þessi smit berist inn í samfélagið. Ánægður með breyttar áherslur á landamærum Ráðgert er að hluti af sýkla- og veirufræðideild Landspítalans færi sig um set síðar í þessari viku og hafi aðsetur í höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýri. Er það gert með það að markmiði að auka skilvirkni og afkastagetu við greiningu sýna. Hertar reglur taka gildi frá og með miðvikudegi þegar öll sem koma til landsins munu þurfa að fara í tvöfalda sýnatöku og sóttkví á milli. „Ég held að þetta sé mjög skynsamleg leið. Ég held að þetta séraunverulega það eina sem að við getum búið við vegna þess að annars reikna ég með að við kæmum til með að sjá hverja bylgjuna á fætur annarri,“ Hefðir þú jafnvel viljað ganga enn lengra? „Nei ég held að þetta sé eins gott eins og það getur orðið,“ segir Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Sjá meira