Fagráðunum verður fylgt fast eftir! Sandra B. Franks skrifar 17. ágúst 2020 15:49 Það var mikið fagnaðarefni þegar Alþingi samþykkti undir lok síðasta þings ný lög sem meðal annars leiða til þess að fagráð verða sett upp í stað hjúkrunarráða. Fagráðin verða alls níu talsins, hjá heilbrigðisstofnunum Suðurlands, Reykjaness, Vesturlands, Vestfjarða, Norðurlands, Austurlands, Sjúkrahúsi Akureyrar og Landspítalanum. Auk þeirra verður líka sett upp fagráð við heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Áður en fagráðin geta tekið til starfa þarf heilbrigðisráðherra fyrst að setja reglugerð um starfsemi þeirra. Síðan verður það hlutverk stjórnenda viðkomandi stofnana að skipa fagráðin. Gert er ráð fyrir að helstu fagstéttir eigi fulltrúa í fagráðunum og fyrir liggja skýrar yfirlýsingar ráðamanna um það. Í ljósi þess að sjúkraliðar eru næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins er annað óhugsandi en sjúkraliðar eigi fulltrúa í öllum fagráðunum níu. Reynsla okkar sem burðarstéttar í starfsemi heilbrigðiskerfisins verður þá loks metin að verðleikum á þeim vettvangi þar sem hjúkrunarstefnan er mótuð. Fagráðin eru því mikill sigur í baráttu okkar sjúkraliða fyrir að standa á jafnfætis öðrum hjúkrunarstéttum innan kerfisins. Fagráðin munu auka sýnileika sjúkraliða sem stéttar og styrkja verulega bæði faglega og stéttarlega ásýnd okkar. Vandlegur undirbúningur og stefnumótun um þátttöku fulltrúanna úr okkar röðum er því mikilvægur til að tryggja sterka innkomu og frumkvæði stéttarinnar inn á nýjan og áhrifamikinn vettvang. Reynslan sýnir hins vegar að þegar löggjafinn mótar nýja stefnu, sem felur í sér gjörbreytingu, getur liðið langur tími þangað til kerfið hrindir henni í framkvæmd. Gleymum því ekki að hjá sumum stéttum sem sögulega hafa haft mikil áhrif innan kerfisins var veruleg andstaða við að leggja hjúkrunarráðin niður. Við sjúkraliðar höfum aldrei fengið neitt án þess að þurfa að berjast fyrir því og munum því örugglega þurfa að hafa fyrir því að hrinda lagaákvæðinu um fagráðin í framkvæmd. Sjúkraliðafélagið mun því beita sér af alefli fyrir því að ráðuneytið setji kraft í að ljúka við gerð reglugerðarinnar. Það mun sömuleiðis í samráði við trúnaðarmenn sjúkraliða þrýsta fast á að stjórnendur heilbrigðisstofnana hefji undirbúning að stofnun fagráðanna um leið og reglugerðin verður tilbúin. Forysta félagsins mun fylgja þessu máli tryggilega eftir uns það er í höfn! Höfundur er Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það var mikið fagnaðarefni þegar Alþingi samþykkti undir lok síðasta þings ný lög sem meðal annars leiða til þess að fagráð verða sett upp í stað hjúkrunarráða. Fagráðin verða alls níu talsins, hjá heilbrigðisstofnunum Suðurlands, Reykjaness, Vesturlands, Vestfjarða, Norðurlands, Austurlands, Sjúkrahúsi Akureyrar og Landspítalanum. Auk þeirra verður líka sett upp fagráð við heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Áður en fagráðin geta tekið til starfa þarf heilbrigðisráðherra fyrst að setja reglugerð um starfsemi þeirra. Síðan verður það hlutverk stjórnenda viðkomandi stofnana að skipa fagráðin. Gert er ráð fyrir að helstu fagstéttir eigi fulltrúa í fagráðunum og fyrir liggja skýrar yfirlýsingar ráðamanna um það. Í ljósi þess að sjúkraliðar eru næstfjölmennasta heilbrigðisstétt landsins er annað óhugsandi en sjúkraliðar eigi fulltrúa í öllum fagráðunum níu. Reynsla okkar sem burðarstéttar í starfsemi heilbrigðiskerfisins verður þá loks metin að verðleikum á þeim vettvangi þar sem hjúkrunarstefnan er mótuð. Fagráðin eru því mikill sigur í baráttu okkar sjúkraliða fyrir að standa á jafnfætis öðrum hjúkrunarstéttum innan kerfisins. Fagráðin munu auka sýnileika sjúkraliða sem stéttar og styrkja verulega bæði faglega og stéttarlega ásýnd okkar. Vandlegur undirbúningur og stefnumótun um þátttöku fulltrúanna úr okkar röðum er því mikilvægur til að tryggja sterka innkomu og frumkvæði stéttarinnar inn á nýjan og áhrifamikinn vettvang. Reynslan sýnir hins vegar að þegar löggjafinn mótar nýja stefnu, sem felur í sér gjörbreytingu, getur liðið langur tími þangað til kerfið hrindir henni í framkvæmd. Gleymum því ekki að hjá sumum stéttum sem sögulega hafa haft mikil áhrif innan kerfisins var veruleg andstaða við að leggja hjúkrunarráðin niður. Við sjúkraliðar höfum aldrei fengið neitt án þess að þurfa að berjast fyrir því og munum því örugglega þurfa að hafa fyrir því að hrinda lagaákvæðinu um fagráðin í framkvæmd. Sjúkraliðafélagið mun því beita sér af alefli fyrir því að ráðuneytið setji kraft í að ljúka við gerð reglugerðarinnar. Það mun sömuleiðis í samráði við trúnaðarmenn sjúkraliða þrýsta fast á að stjórnendur heilbrigðisstofnana hefji undirbúning að stofnun fagráðanna um leið og reglugerðin verður tilbúin. Forysta félagsins mun fylgja þessu máli tryggilega eftir uns það er í höfn! Höfundur er Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun