En ef þeir koma ekki aftur? Marta Eiríksdóttir skrifar 17. ágúst 2020 07:30 Mér sárnaði þegar ég horfði á fréttirnar í vikunni og sá viðtal við unga íslenska hótelstýru sem ætlar að loka hótelinu á komandi vetri og flytja með fjölskyldu sína burt því hún reiknar ekki með fleiri túristum til sín. Loka hótelinu því hún fær ekki nógu marga erlenda ferðamenn en hótelið hennar er aðallega búið að þéna vel á þeim undanfarin ár. Jú, jú hún fékk einhverja Íslendinga í sumar, sagði hún en innkoman var einungis fjórðungur af þeim tekjum sem hún var vön að fá með öllum útlendingunum. Ja, hérna, hugsaði ég, eilítið hneyksluð vegna ummæla hennar. Hvað með okkur hin, Íslendingana og allt fólkið sem býr þó enn á þessari eyju? Kærir hún sig ekkert um okkur sem gesti? En ef þeir koma ekki aftur túristarnir frá útlöndum? Er hún þá bara hætt að reka hótelið? Það læðist nefnilega að mér sá grunur að við séum að horfa fram á stórkostlegar breytingar í ferðalögum fólks um allan heim. Ekki bara á Íslandi. Og við verðum að horfast í augu við það að heimurinn er að breytast, hann verður aldrei samur aftur. Náttúran tók til sinna ráða með lítilli veiru. Gamli heimurinn er að hverfa af sjónarsviðinu á meðan sá nýi er enn í fæðingu. Sjá það ekki allir? Við sem lifum núna erum ljósmæður nýja heimsins. Forgangsröðin er að breytast, græðgin verður að lúta í lægra haldi. Það sést á öllu. Náttúran vill taka meira pláss, komast í fyrsta sæti hjá okkur. Kannski kom veiran til þess? Gamli heimurinn að deyja Einu sinni var veröld sem splundraðist á nokkrum vikum, veröld þar sem græðgi og gróði, arður og siðleysi réði oft ríkjum. Veröld þar sem markmiðið var að græða og græða sama hvað það kostaði. Náttúran varð undir. Samskipti urðu undir. Fjölskyldur urðu undir. Bilið á milli efnameiri og fátækra óx jafnt og þétt. Peningaöflin höfðu að leiðarljósi að græða og græða. Samskipti fólks urðu rýr, engin hafði tíma, margir voru á hlaupabrettinu og héldu áfram dag eftir dag af gömlum vana. Best að hugsa ekki neitt. Allir voru orðnir úttaugaðir. Einmanaleiki óx. Börn þyrstu í gæðastundir. Ruslið frá okkur kæfði náttúruna, mengaði höfin og loftið. Við vorum á endalausu fyllerí. Ferðalög jukust um allan heim. Ekkert var kyrrt. Allir voru á ferð og flugi en voru raunverulega hættir að njóta. Engin ró, engin friður. Órói magnaðist. Innst inni vissum við að þetta gengi ekki svona til lengdar en við gátum ekki stoppað. Allt varð að vera á fullri keyrslu. Við höfðum engan tíma til að hlusta á innri röddina. Nú lifum við á sögulegum tímum þar sem efnhagur margra þjóða er að leggjast í rúst vegna veirunnar. Leggjast í rúst. Hvað gerum við þegar við erum mitt í rústunum? Þá byrjum við upp á nýtt, er það ekki? Byggjum allt upp frá grunni. Gerum hlutina jafnvel öðruvísi. Við hlúum að því sem við eigum ennþá og höfum ekki misst. Við eigum ennþá hvert annað, fólkið okkar, náttúruna og ferska loftið. Allt heita vatnið í jörðu, allar sundlaugarnar. Allt ferska grænmetið, fiskinn, lambakjötið og miklu fleira. Og við lifum á eyju og getum eingangrað okkur ef við þurfum þess með. Er þetta ekki ríkidæmi? Ísland er land íbúanna fyrst og fremst Ég ferðaðist um landið mitt í sumar og naut þess í botn en ég var ein af þeim sem var annars hætt að fara í sumarfrí á Íslandi vegna þrengsla, verðlags og pirrings á því að tala ensku hvert sem ég fór. Þá gat ég allt eins farið til útlanda. Þegar ég ferðast um Ísland þá vil ég nefnilega tala íslensku. Það var dásamlegt þetta sumar að tala íslensku, á sjoppum, veitingahúsum og meira að segja í móttökunni á hótelinu en þar tók sjálfur hótelstjórinn á móti okkur, þvílíkur heiður! Allt hafði lækkað; gisting, matseðillinn á veitingahúsum, ljúfenga súkkulaðikökusneiðin, að vísu hafði hún einnig minnkað en hva, engin hefur gott af of miklum sykri. Meira að segja Bláa lónið lækkaði verðið fyrir okkur landsmenn. Vel gert! Í sumar fórum við hjónin að skoða fallega staði sem við höfðum ekki heimsótt í mörg mörg ár og uppgötvuðum einnig marga nýja staði. Frábært sumar í sumar heima á Íslandi. Við erum með plön um að ferðast innanlands í haust og vetur um helgar. Hvernig verður tekið á móti okkur þá? Nú er ekkert verið að eyða í ferðalög til útlanda því okkur langar ekki þangað á veirutímum. Allra best er að skemmta sér innanlands, vonandi fara í leikhús í sveit eða borg og á tónleika hvar sem er, út að borða, í bíó og hvaðeina sem gleður hjartað. Jafnvel í góðra vina hópi ef aðstæður leyfa? Náttúra Íslands fékk að njóta sín betur í sumar með færri ferðamönnum. Ágangurinn varð miklu miklu minni. Þvílíkur léttir fyrir náttúruna, vegakerfið og okkur fólkið sem býr hérna allt árið um kring. Ég hef ekkert á móti útlendingum en mér fannst samt voða gaman að hitta fleiri Íslendinga alls staðar og heyra ylhýra málið okkar sem hljómaði á fleiri stöðum. Allt í einu vorum við ekki gleymda litla þjóðin. Okkur var fagnað hvar sem við komum. Þakklætið sem við fundum hjá gestgjöfum, að við skyldum mæta á staðinn. Við fengum að heyra það, að þegar Íslendingar komust ekki til útlanda til að eyða, þá eyddu þeir hýrunni innanlands. Þetta kom fram í mörgum viðtölum. Frábært! Njótum þess sjálf að hlúa áfram að mannlífinu okkar, verum góð við hvert annað, stöndum saman og styðjum við innlenda verslun og innlend ævintýri í öllum landshornum! Takk fyrir mig segi ég nú bara – Áfram Ísland! Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Mér sárnaði þegar ég horfði á fréttirnar í vikunni og sá viðtal við unga íslenska hótelstýru sem ætlar að loka hótelinu á komandi vetri og flytja með fjölskyldu sína burt því hún reiknar ekki með fleiri túristum til sín. Loka hótelinu því hún fær ekki nógu marga erlenda ferðamenn en hótelið hennar er aðallega búið að þéna vel á þeim undanfarin ár. Jú, jú hún fékk einhverja Íslendinga í sumar, sagði hún en innkoman var einungis fjórðungur af þeim tekjum sem hún var vön að fá með öllum útlendingunum. Ja, hérna, hugsaði ég, eilítið hneyksluð vegna ummæla hennar. Hvað með okkur hin, Íslendingana og allt fólkið sem býr þó enn á þessari eyju? Kærir hún sig ekkert um okkur sem gesti? En ef þeir koma ekki aftur túristarnir frá útlöndum? Er hún þá bara hætt að reka hótelið? Það læðist nefnilega að mér sá grunur að við séum að horfa fram á stórkostlegar breytingar í ferðalögum fólks um allan heim. Ekki bara á Íslandi. Og við verðum að horfast í augu við það að heimurinn er að breytast, hann verður aldrei samur aftur. Náttúran tók til sinna ráða með lítilli veiru. Gamli heimurinn er að hverfa af sjónarsviðinu á meðan sá nýi er enn í fæðingu. Sjá það ekki allir? Við sem lifum núna erum ljósmæður nýja heimsins. Forgangsröðin er að breytast, græðgin verður að lúta í lægra haldi. Það sést á öllu. Náttúran vill taka meira pláss, komast í fyrsta sæti hjá okkur. Kannski kom veiran til þess? Gamli heimurinn að deyja Einu sinni var veröld sem splundraðist á nokkrum vikum, veröld þar sem græðgi og gróði, arður og siðleysi réði oft ríkjum. Veröld þar sem markmiðið var að græða og græða sama hvað það kostaði. Náttúran varð undir. Samskipti urðu undir. Fjölskyldur urðu undir. Bilið á milli efnameiri og fátækra óx jafnt og þétt. Peningaöflin höfðu að leiðarljósi að græða og græða. Samskipti fólks urðu rýr, engin hafði tíma, margir voru á hlaupabrettinu og héldu áfram dag eftir dag af gömlum vana. Best að hugsa ekki neitt. Allir voru orðnir úttaugaðir. Einmanaleiki óx. Börn þyrstu í gæðastundir. Ruslið frá okkur kæfði náttúruna, mengaði höfin og loftið. Við vorum á endalausu fyllerí. Ferðalög jukust um allan heim. Ekkert var kyrrt. Allir voru á ferð og flugi en voru raunverulega hættir að njóta. Engin ró, engin friður. Órói magnaðist. Innst inni vissum við að þetta gengi ekki svona til lengdar en við gátum ekki stoppað. Allt varð að vera á fullri keyrslu. Við höfðum engan tíma til að hlusta á innri röddina. Nú lifum við á sögulegum tímum þar sem efnhagur margra þjóða er að leggjast í rúst vegna veirunnar. Leggjast í rúst. Hvað gerum við þegar við erum mitt í rústunum? Þá byrjum við upp á nýtt, er það ekki? Byggjum allt upp frá grunni. Gerum hlutina jafnvel öðruvísi. Við hlúum að því sem við eigum ennþá og höfum ekki misst. Við eigum ennþá hvert annað, fólkið okkar, náttúruna og ferska loftið. Allt heita vatnið í jörðu, allar sundlaugarnar. Allt ferska grænmetið, fiskinn, lambakjötið og miklu fleira. Og við lifum á eyju og getum eingangrað okkur ef við þurfum þess með. Er þetta ekki ríkidæmi? Ísland er land íbúanna fyrst og fremst Ég ferðaðist um landið mitt í sumar og naut þess í botn en ég var ein af þeim sem var annars hætt að fara í sumarfrí á Íslandi vegna þrengsla, verðlags og pirrings á því að tala ensku hvert sem ég fór. Þá gat ég allt eins farið til útlanda. Þegar ég ferðast um Ísland þá vil ég nefnilega tala íslensku. Það var dásamlegt þetta sumar að tala íslensku, á sjoppum, veitingahúsum og meira að segja í móttökunni á hótelinu en þar tók sjálfur hótelstjórinn á móti okkur, þvílíkur heiður! Allt hafði lækkað; gisting, matseðillinn á veitingahúsum, ljúfenga súkkulaðikökusneiðin, að vísu hafði hún einnig minnkað en hva, engin hefur gott af of miklum sykri. Meira að segja Bláa lónið lækkaði verðið fyrir okkur landsmenn. Vel gert! Í sumar fórum við hjónin að skoða fallega staði sem við höfðum ekki heimsótt í mörg mörg ár og uppgötvuðum einnig marga nýja staði. Frábært sumar í sumar heima á Íslandi. Við erum með plön um að ferðast innanlands í haust og vetur um helgar. Hvernig verður tekið á móti okkur þá? Nú er ekkert verið að eyða í ferðalög til útlanda því okkur langar ekki þangað á veirutímum. Allra best er að skemmta sér innanlands, vonandi fara í leikhús í sveit eða borg og á tónleika hvar sem er, út að borða, í bíó og hvaðeina sem gleður hjartað. Jafnvel í góðra vina hópi ef aðstæður leyfa? Náttúra Íslands fékk að njóta sín betur í sumar með færri ferðamönnum. Ágangurinn varð miklu miklu minni. Þvílíkur léttir fyrir náttúruna, vegakerfið og okkur fólkið sem býr hérna allt árið um kring. Ég hef ekkert á móti útlendingum en mér fannst samt voða gaman að hitta fleiri Íslendinga alls staðar og heyra ylhýra málið okkar sem hljómaði á fleiri stöðum. Allt í einu vorum við ekki gleymda litla þjóðin. Okkur var fagnað hvar sem við komum. Þakklætið sem við fundum hjá gestgjöfum, að við skyldum mæta á staðinn. Við fengum að heyra það, að þegar Íslendingar komust ekki til útlanda til að eyða, þá eyddu þeir hýrunni innanlands. Þetta kom fram í mörgum viðtölum. Frábært! Njótum þess sjálf að hlúa áfram að mannlífinu okkar, verum góð við hvert annað, stöndum saman og styðjum við innlenda verslun og innlend ævintýri í öllum landshornum! Takk fyrir mig segi ég nú bara – Áfram Ísland! Höfundur er rithöfundur.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun