Loksins í bílstjórasætinu í eigin líkama Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. ágúst 2020 07:00 Hanna Þóra Helgadóttir var flugfreyja hjá Icelandair og ákvað að láta draumana rætast eftir að hún missti vinnuna. Mynd úr einkasafni Fyrir tveimur árum ákvað Hanna Þóra að ná stjórn á lífsstílnum sínum. Hún var þá þrítug en alltaf þreytt og orkulaus. Liðverkir, andþyngsli og bakflæði einkenndu hennar líðan, sem var erfitt þar sem hún er tveggja barna móðir og vildi hafa orku til þess að fylgja börnunum sínum eftir. Tuttugu kílóum síðar er Hanna Þóra byrjuð að aðstoða aðra í sömu stöðu. „Ég er viðskipta- og markaðsfræðingur með sveinspróf í snyrtifræði og endalausa ástríðu fyrir mat og matargerð. Ég er gift tveggja barna móðir í Hafnarfirði þar sem ég hef búið alla tíð og raunar maðurinn minn líka,“ segir Hanna Þóra. „Mitt ævintýri hófst í ágúst fyrir tveimur árum síðan þegar ég ákvað að gefa þessu ketó mataræði sem ég hafði heyrt um tækifæri til að sanna sig. Mér fannst ég vera komin í smá öngstræti varðandi aukakíló og leið hreinlega ekki vel, hvorki líkamlega né andlega. Ég var farin að fá liðverki, andþyngsli, bakflæði og ég var alltaf þreytt og orkulaus.“ Hanna Þóra segir að hún hafi verið föst í einhverju fari og vitað að hún þyrfti að ná sér upp úr. „Hluti af þessu orkuleysi var einnig járn og blóðleysi en ég hafði verið að berjast við slíkt síðan ég missti mikið blóð í fæðingu eldra barnsins og endaði í bráðaaðgerð. Ég hafði lesið mig til um að ketó gæti einnig haft áhrif á blóðheilsu og sú var raunin í mínu tilfelli. Mitt markmið til að byrja með var að prófa þessa leið í þrjár vikur með algjörlega opnu hugarfari og taka svo stöðuna á líðan og heilsu að þeim loknum. Ég hafði hreinlega engu að tapa.“ Orkan ótrúleg Fyrsta skrefið var að taka út kolvetni og það hentaði henni best að hætta öllu á einu bretti og taka út allan sykur, hveiti og því sem fylgir. „Það hentar mér að vita hvað má borða og hvað má ekki, þá finnst mér ég hafa stjórn á aðstæðum. Strax á fyrstu viku fóru nokkur kíló af bjúg og líkaminn var augljóslega að bregðast við þeim breytingum sem höfðu átt sér stað með breyttu mataræði. Eftir þrjár vikur var hreinlega ekki aftur snúið.“ Hanna Þóra segir að ketó gangi út á það að nýta fitu sem orkugjafa og fá líkamann í það ástand að hann fari að framleiða ketóna sem við notum svo sem orkukerfi. „Ketónarnir fara að myndast þegar líkaminn fær ekki kolvetni og þeir hafa þá eiginleika að nýta einnig eigin líkamsfitu sem brennsluefni. Við erum í rauninni að skipta um tegund af eldsneyti sem keyrir líkamann okkur áfram, ekkert ósvipað og bílar geta gengið á bensíni eða rafmagni til dæmis. Annað orkukerfi tekur við í staðinn fyrir að vera að ganga á kolvetnum. Þetta er einfalda útskýringin sem fólk tengir oft við.“ Hanna Þóra fann strax mun á bæði líkamlegri og andlegri líðan eftir að hún breytti sínu mataræði. „Öll orkan sem var eiginlega ótrúleg, ég var miklu léttari á mér bæði líkamlega og andlega og ég fann hvað mér leið virkilega vel. Fötin byrjuðu að passa betur og mér leið mun betur í eigin skinni. Orkan gaf mér ótrúlegan kraft til að prófa mig áfram og engin spurning að ég ætlaði að halda áfram. Það er svo góð tilfinning að upplifa sig í bílstjórasætinu í eigin líkama.“ Lífið of stutt fyrir vondan mat Áður hafði hún borðað mikið af kolvetnum og sótti mikið í brauðmeti, pasta og sykur. „Ég var alltaf að leitast í skyndiorku til að ná mér í eitthvað sem myndi duga fram að næstu máltíð. Það virðist vera að kolvetni öskri á meira af kolvetnum og ég gat borðað endalaust, það var enginn stoppari. Í dag get ég ekki borðað jafn mikið magn og áður, það er eins og stopparinn hafi færst mun neðar enda feitur matur oft saðsamari en kolvetnaríkur. Í dag hugsa ég daginn í heild og stefni á að hafa orkuna sem jafnasta yfir heilan dag frekar en orkuskot fram að næstu máltíð. Það er hugarfarsbreyting sem er lykilatriði.“ Hanna Þóra er dugleg að deila uppskriftum með sínum fylgjendum á Instagram.Mynd úr einkasafni Hún segir að andlega hliðin sé sá vinkill sem aldrei megi vanmeta. „Að upplifa það að maður hafi fullkomna stjórn á sinni næringu og vellíðan sem því fylgir gefur manni aukinn kraft. Við tókum þessa umræðu einmitt í podcast þættinum okkar Hrannar vinkonu, Ketócastinu, þar sem við ræðum ketó málin á skemmtilegan hátt. Ketócastið var draumur okkar Hrannar Bjarnadóttur í langan tíma og við ákváðum að taka upp okkar eigið podcast sem hefur notið vinsælda. Þar erum við að ræða allskonar málefni hvað varðar ketó, ráð fyrir byrjendur og fáum að heyra alvöru reynslusögur frá fólki sem hefur verið á ketó. Okkar reynsla var sú að við upplifðum það báðar að manni liði eins og allt væri hægt með orkunni sem fylgir þessari ketónaframleiðslu líkamans og fleiri viðmælendur voru á sama máli.“ Hanna Þóra segir að hún hafi alltaf verið matar megin í lífinu og sé það svo sannarlega enn. „Ég fann mína hillu sem hentar mér fullkomlega og ég upplifi engan skort. Allur góði maturinn sem er í boði á þessu mataræði er allt í uppáhaldi hjá mér og það eru til ketóvænir staðgenglar fyrir flest allt. Orkan og vellíðan er aðal markmið mitt með þessu mataræði en staðreyndin var sú að ég var orðin of þung með tilheyrandi heilsubresti. Ég hef misst tæp 20 kíló á þessu mataræði en þegar líður á hætti ég algjörlega að spá í kílóafjöldanum og vigtinni og einblíni á það að láta mér líða vel og leyfa mér að hlakka ávallt til næstu máltíðar. Lífið er of stutt fyrir vondan mat og ég borða aldrei vondan mat.“ Fólk hrætt við þennan stimpil Hún segir að þó að þetta hafi virkað fyrir hana, henti þessi leið ekkert endilega fyrir alla. „Það er aldrei eitthvað eitt sem getur hentað öllum. Líkamar okkar eru svo mismunandi og einstakir en þetta getur hentað sumum að vera ýmist ketó eða lágkoletna. Ketó matur getur þó algjörlega verið fyrir alla þó svo að þeir borði aðra hluti þess á milli. Eitt sem allir eru sammála um er að sykurneysla er allt of mikil hér á landi og kominn tími á að taka til í þeim efnum. Ketó matvæli hafa þann eiginleika að vera sykurlaus og hækka ekki blóðsykurinn eins og sykur gerir. Einnig eru þau flest laus við glútein og hveitiafurðir eru ekki með í ketó lífstílnum. Það þarf enginn að vera hræddur við ketó stimpilinn sem er kominn víða, hann á að vera samasem merki um að vara sé sykurlaus og laus við hveitiafurðir.“ Að hennar mati ætti fólk að virða val annarra þegar kemur að mataræði. „Fyrst um sinn þegar ég var að byrja á ketó fékk ég oft spurningar í hæðnistón hvort ég væri nokkuð á þessu blessaða ketó mataræði, þá svaraði ég oft þegar ég nennti ekki að taka slaginn að ég væri að sleppa öllum sykri og hveiti. Þá breyttist tóninn algjörlega og fólki fannst ég rosalega dugleg og mikil fyrirmynd. En ef ég sagðist vera á ketó þá var það bara skyndilausn og einhver tískubóla sem fólk gaf mér hámark mánuð í endingartíma. Þetta snýst bara um fræðslu og það að virða val annara varðandi hvaðþeir eru að borða, alveg sama hvaða mataræði fólk kýs að vera á.“ Hanna Þóra hefur fundið mikinn mun á sínu daglega heimilislífi. „Það kannast allir foreldrar við það hversu mikla orku þarf til að sjá um heimili og börn. Það getur verið mjög erfitt að vera sífellt þreyttur, illa nærður og líða illa og eiga að vera að sjá um að allt gangi upp yfir daginn. Áður en ég breytti mínum lífstíl þurfti ég oft að leggja mig vegna þreytu en í dag fæ ég ekki þessa þreytutilfinningu yfir daginn til að hreinlega geta lagt mig. Sólarhringurinn hefur í raun lengst með mataræðinu og ég finn að ég er miklu tilbúnari í daginn og get gefið meira af mér sem móðir. Flestar mæður kannast við mömmu samviskubitið og láta allt annað í forgang heldur en eigin heilsu og vellíðan. En ef þú passar ekki upp á þig sjálfa, hvernig er hægt að ætlast til þess að þú hafir orku og heilsu til að passa upp á aðra?“ Dýrmæt sambönd Flugfreyjan líkir þessu við leiðbeiningar flugvélanna. „Settu grímuna á sjálfa þig áður en þú aðstoðar börn eða aðra“ heyra farþegar spilað í öryggismyndbandinu fyrir hvert einasta flug. „Lífið er alveg eins. Það gerir þetta enginn fyrir þig, þetta þarf að vera eitthvað sem þig langar að gera, sem þú ætlar að gera og gerir fyrir þig. Restin af fjölskyldunni nýtur án efa góðs af um leið að sjálfsögðu og svo er aldrei að vita hver vill vera samferða.“ Hanna Þóra hefur ótrúlega gaman af því að gefa öðrum ráð og hugmyndir og opnar eigin vefsíðu á næstu vikum. Hún er líka að vinna að stóru verkefni sem mun líta dagsins ljós fyrir jól. Hún er vön því að skrifa en árið 2015 byrjaði hún að blogga á síðunni Fagurkerar og deildi þar ástríðu sinni fyrir því sem hún var að taka sér fyrir hendur hverju sinni. „Áhugamálin hafa þroskast og breyst með tímanum eins og ég sjálf. Ég fékk tækifæri til að kynnast bloggheiminum og hef myndað dýrmæt viðskipta- og vinasambönd sem ég bý svo sannarlega að í dag,“ segir Hanna Þóra um hvernig skrifin byrjuðu. „Helstu kostirnir eru án efa félagsskapurinn og vináttan sem hefur myndast. Það að vera saman sem heild gefur einnig mörgum kost á að byrja á vettvangi þar sem að allir leggja sitt af mörkum sem heild og ná þannig oft til fleiri lesenda og deila kostnaði við hýsingu og annað sem fylgir,“ segir Hanna Þóra um hópbloggið. „Það getur verið krefjandi þegar það eru ekki allir sammála um hvernig hlutirnir eiga að vera og þetta snýst að miklu leyti um að hafa gott vinnusamband út í gegn. Það verður svolítið að hugsa um þetta sem lítinn vinnustað og stundum þarf meirihlutinn bara að ráða.“ Bíður eftir að koma þessu í loftið Hanna Þóra ákvað að láta drauminn rætast og opna síðu eftir að missa skyndilega vinnuna. „Ég stóð á stórum tímamótum í lífi mínu þar sem ég var að missa vinnuna sem flugfreyja hjá Icelandair um mánaðarmótin sem er starf sem ég unnið og elskað síðustu þrjú ár. Þar var svo mikið af frábæru og hæfileikaríku fólki þar sem hefur stutt hvort annað á síðustu mánuðum gegnum erfiða tíma og ég er svo þakklát að tilheyra þeim hópi. Það er stundum sagt einu sinni flugfreyja, ávallt flugfreyja í hjartanu og ég tek svo sannarlega undir það en flugfreyjur eru líka meistarar í að gera það besta úr aðstæðum hverju sinni, þetta er nokkuð sem ég hef alltaf tileinkað mér. Í kjölfarið með þessa hugsun í farteskinu fór ég að hugsa hvað mig langaði að taka mér fyrir hendur og hvað hafði setið á hakanum síðustu ár vegna anna í vinnu og skóla.“ Hanna Þóra segir að það hafi ekkert komið annað til greina en að taka ketóvegferðina lengra og opna heimasíðu. „Það er einnig mínum fylgjendum og samstarfsfólki að þakka sem hafa fylgst með mér og minni vegferð á Instagram og hvatt mig áfram til að fara lengra að ógleymdum fjölskyldu og vinum. Ég er að svara kallinu. Þetta verður skemmtilegt matarblogg með fjölbreyttum uppskriftabanka þar sem fólk getur leitað og skoðað girnilegar uppskriftir og lesið fróðleik frá mér ásamt vefverslun með spennandi verkefnum þegar þar að kemur.“ Síðan er væntanleg á allra næstu vikum. „Undirbúningur er á fullu þessa dagana og ég er með frábæran sérfræðing í vefmálum með mér í þessu flotta verkefni. Það er hellingur af skemmtilegu efni sem bíður þess að komast í loftið.“ Vildi hvetja aðra áfram Margir leita nú þegar til Hönnu Þóru í gegnum Instagram. „Það að fá að vera fyrirmynd og hjálpa öðrum er það sem hvetur mig áfram á hverjum einasta degi til að halda áfram að miðla, hvetja aðra og gefa af mér. Það er svo góð tilfinning að geta hjálpað öðrum og oft er fólk að hafa samband á erfiðum tímapunktum í lífi sínu og vill breyta sínum lífstíl og spyr hvernig best sé að prófa. Svo fréttir maður oft af þeim einhverju seinna og þá eru þau að lýsa því hvernig þau hafa náð tökum á ýmsu og líður betur og þá líður manni eins og maður hafi gert eitthvað rétt með því að vera að miðla áfram. Ég hef líka mætt fólki út í búð sem kemur upp að mér með tárin í augunum og segir að ég hafi hvatt það áfram til að breyta um lífstíl og það þakkar mér fyrir sem eru svona augnablik sem lætur manni svo sannarlega hlýna um hjartarætur.“ Hanna Þóra vakti mikla athygli í janúar á þessu ári þegar hún birti myndir af sér fyrir og eftir lífsstílsbreytinguna. Hún segir að viðbrögðin hafi verið gífurlega mikil. „Í kjölfarið langaði mig að hvetja aðra áfram og tók heilan mánuð þar sem ég birti nýja uppskrift frá mér á Instagram nánast á hverjum degi. Mig langaði að sýna fólki alla fjölbreyttu möguleikana sem fylgja þessum mat. Ef ég gat fundið mína hillu þá er möguleiki að aðrir gætu fundið sína líka.“ View this post on Instagram Hvað get ég sagt... Hvar á að að byrja? 16 mánuðir milli mynda 16 mánuðir og 17 kíló sem máttu taka pokann sinn. Þetta ævintýri hófst allt eftir að ég ákvað að gefa þessu ketó matarræði sem ég hafði lesið um 21 dag til að prófa eitthvað nýtt og sjá hvort það myndi henta mér. Ég hafði engu að tapa... Eftir 21 dag var hreinlega ekki aftur snúið. Öll aukna orkan, vellíðanin, bjúgleysið, magaverkjaleysið og almenna heilsan sem gerir þetta ketó að því sem hentar mér. Ég er með mottó í lífinu sem er að borða bara góðan mat og njóta matarins. Ekki borða það sem lætur mér líða illa heldur velja vel og finna vellíðunar tilfinninguna sem fylgir góðum mat. Allt það góða sem má borða kemur mér ennþá á óvart. Ég hugsa óendanlega mikið um mat á hverjum einasta degi og ég hef fundið mína ástríðu í því að vera með matarblogg og búa til skemmtilegar og einfaldar uppskriftir fyrir alla að njóta - þær koma allar hingað inn á instagram. Það hentar engan veginn allt öllum, við getum td. ekki öll átt eins bíla þar sem þarfir hvers og eins geta verið afar ólíkar. Sumir vilja bíl sem gengur fyrir bensíni, aðrir vilja nýta sér rafmagn sem orkugjafa, líkamar okkar eru ekkert öðruvísi. Við þurfum öll að fylla á okkar eigin tanka með orku fyrir líkamann. En það sem ég vil meina er: Hverju hefur maður að tapa með því að prófa eitthvað nýtt? Öll þurfum við að næra okkur, öll viljum við finna hvað hentar okkur og lætur okkur líða vel. Takk - takk -takk fyrir að fylgjast með. Takk fyrir öll skemmtilegu skilaboðin og ég hlakka til að halda áfram að deila minni ástríðu í matargerð með ykkur. - Hanna Þóra - #keto #ketotransformation #ketoadapted A post shared by H A N N A Þ O R A (@hannathora88) on Jan 7, 2020 at 12:49pm PST Þurft að hafa fyrir hlutunum „Mér finnst gaman að deila ýmsu og hvetja sjálfa mig og aðra til að gefast ekki upp alveg sama hvaða hindranir verða á veginum. Hvort sem það eru húðvandamál eða stærðfræði erfiðleikar þá tek ég fyrir þá umræðu sem skiptir mig máli og að hluta til er það líka mín aðferð til að vinna úr þeim erfiðleikum sem ég hef gengið í gegnum en náð að vinna mig upp úr. Það þurfa ekki allir að fara sömu leið og þó svo að þú takir krókaleiðir eða lengri tíma en aðrir í suma hluti þá er nauðsynlegt að fólk viti að það er ekki endastöð. Það eru leiðir til að ná þeim árangri sem þú vilt. Lífið er langhlaup en ekki spretthlaup, heilsan á að vera það líka.“ Hún getur líka nýtt menntunina sína í þessu ævintýri og öllum verkefnunum sem hún tekur sér fyrir hendur. Í augnablikinu vinnur hún að markaðssetningu fyrir fyrirtæki með ketó matvörur. „Mínir fylgjendur eru alveg dásamlegir og mér þykir mjög vænt um þennan hóp. Þetta hefur einnig gefið mér tækifæri að vinna með flottum fyrirtækjum og kynnast fólkinu sem stendur þar að baki. Viðskipta- og markaðsfræðin nýtist mér á hverjum degi en það er frábær grunnur fyrir allt sem ég hef verið að fást við. Markaðsfræðin hafði heillað mig lengi og ég vissi að mig langaði að geta starfað í tengslum við rafræna markaðssetningu fyrir mig sjálfa og fyrirtæki í bland. Það er þessi vinkill að fá að vera skapandi og setja hlutina skemmtilega upp sem mér finnst svo gaman að vinna við, að fá auga neytandans til að taka eftir því sem er fyrir framan hann. Snyrtifræðin gaf mér það að ég komst að því að það getur verið gaman að vera í skóla ef þetta er eitthvað sem þú hefur áhuga á að læra. Ég glímdi við mikla stærðfræðierfiðleika í mörg ár, ég var einfaldlega að flýta mér of hratt og gleymdi að hugsa um undirstöðurnar. Stundum þarf að taka skref aftur á bak og fara aftur í grunn atriðin. Þegar ég náði tökum á þeim þá fannst mér stærðfræði í fyrsta skipti skemmtileg og náði 10 í lokaeinkunn. Ég hef þurft að hafa fyrir hlutunum en það er skóli sem ég hefði aldrei viljað sleppa. Þetta mótar mann allt sem einstakling.“ Það gefur henni mikið að mynda mat og birta uppskriftirnar á vefnum. „Uppskriftirnar eru eitthvað sem fær að lifa áfram löngu eftir að maturinn klárast. Allir þurfa að næra sig á hverjum degi og þar af leiðandi þarf venjuleg manneskja að taka ákvörðun um næringu að meðaltali þrisvar til sex sinnum á dag. Ef mínar uppskriftir komast einhverstaðar inn í þá ákvörðunartöku þá er það frábær tilfinning fyrir mig. “ View this post on Instagram Hindberjadraumur i morgunsa rið Það tekur enga stund að græja þennan morgunmat er tilvalið að græja daginn a ður og geyma i i sska p Uppskriftin er einfo ld : 3 msk hrein Gri sk jo gu rt 3 msk rjo mi 6 dropar vanillu Stevi a fra @goodgoodbrand 1 msk Hindberjasulta fra @goodgoodbrand O llu blandað saman i ska l og hrært vel. . 2 msk Flaxseed mjo l i botninn a glasi eða ska l . Jo gu rt blandan sett yfir og toppað með nokkrum Hindberjum. . Snilldar hugmynd i næsta brunch að bera fram i litlum glo sum . . Ef ykkur li kar þa ma alltaf y ta a . -Hanna Þo ra - #keto #ketorecipes #raspberries #foodblogger #breakfastideas A post shared by H A N N A Þ O R A (@hannathora88) on Jun 3, 2020 at 1:43am PDT Þetta hvetur hana áfram í að halda áfram að vera skapandi og halda áfram á sömu braut. „Það væri draumur að geta verið með sjónvarpsþætti í framtíðinni en ég segi alltaf að fólk eigi að leyfa sér að dreyma og hafið draumana stóra. Manneskjan sem er líklegust til að drepa niður þína drauma er líklega þú sjálf.“ Heilsa Helgarviðtal Matur Tengdar fréttir Vann úr sorginni með fjölskyldu barnsins Bergþóra Ingþórsdóttir gerði dauðann og sorg að viðfangsefni sínu í háskólanámi og hefur ákveðið að starfa á líknardeild að loknu framhaldsnámi. Sorgin var orðin Bergþóru hugleikin fyrir tvítugt, vegna áfalls sem hefur tekið hana nokkur ár að vinna úr. 9. ágúst 2020 07:00 Í lagi að liggja undir sæng í stað þess að hlaupa upp á tíu fjöll á viku „Ég hef skrifað frá því ég var barn og það hefur alltaf verið stóri draumurinn minn að gefa út bók,“ segir Viktoría Blöndal sem á föstudaginn sendir frá sér sína fyrstu bók 1,5/10,5. Um er að ræða ljóð og styttri texta um hversdagsleikann á hráan og beinskeyttan hátt. 5. júlí 2020 07:00 Tegund ofbeldis sem þrífst í þögninni: „Kölluð grjón og núðla“ Anna Jia segir að fordómar þrífist á Íslandi bæði í húmor og þögn. Hún hvetur Íslendinga til að vanda sig meira. 28. júní 2020 07:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Sjá meira
Fyrir tveimur árum ákvað Hanna Þóra að ná stjórn á lífsstílnum sínum. Hún var þá þrítug en alltaf þreytt og orkulaus. Liðverkir, andþyngsli og bakflæði einkenndu hennar líðan, sem var erfitt þar sem hún er tveggja barna móðir og vildi hafa orku til þess að fylgja börnunum sínum eftir. Tuttugu kílóum síðar er Hanna Þóra byrjuð að aðstoða aðra í sömu stöðu. „Ég er viðskipta- og markaðsfræðingur með sveinspróf í snyrtifræði og endalausa ástríðu fyrir mat og matargerð. Ég er gift tveggja barna móðir í Hafnarfirði þar sem ég hef búið alla tíð og raunar maðurinn minn líka,“ segir Hanna Þóra. „Mitt ævintýri hófst í ágúst fyrir tveimur árum síðan þegar ég ákvað að gefa þessu ketó mataræði sem ég hafði heyrt um tækifæri til að sanna sig. Mér fannst ég vera komin í smá öngstræti varðandi aukakíló og leið hreinlega ekki vel, hvorki líkamlega né andlega. Ég var farin að fá liðverki, andþyngsli, bakflæði og ég var alltaf þreytt og orkulaus.“ Hanna Þóra segir að hún hafi verið föst í einhverju fari og vitað að hún þyrfti að ná sér upp úr. „Hluti af þessu orkuleysi var einnig járn og blóðleysi en ég hafði verið að berjast við slíkt síðan ég missti mikið blóð í fæðingu eldra barnsins og endaði í bráðaaðgerð. Ég hafði lesið mig til um að ketó gæti einnig haft áhrif á blóðheilsu og sú var raunin í mínu tilfelli. Mitt markmið til að byrja með var að prófa þessa leið í þrjár vikur með algjörlega opnu hugarfari og taka svo stöðuna á líðan og heilsu að þeim loknum. Ég hafði hreinlega engu að tapa.“ Orkan ótrúleg Fyrsta skrefið var að taka út kolvetni og það hentaði henni best að hætta öllu á einu bretti og taka út allan sykur, hveiti og því sem fylgir. „Það hentar mér að vita hvað má borða og hvað má ekki, þá finnst mér ég hafa stjórn á aðstæðum. Strax á fyrstu viku fóru nokkur kíló af bjúg og líkaminn var augljóslega að bregðast við þeim breytingum sem höfðu átt sér stað með breyttu mataræði. Eftir þrjár vikur var hreinlega ekki aftur snúið.“ Hanna Þóra segir að ketó gangi út á það að nýta fitu sem orkugjafa og fá líkamann í það ástand að hann fari að framleiða ketóna sem við notum svo sem orkukerfi. „Ketónarnir fara að myndast þegar líkaminn fær ekki kolvetni og þeir hafa þá eiginleika að nýta einnig eigin líkamsfitu sem brennsluefni. Við erum í rauninni að skipta um tegund af eldsneyti sem keyrir líkamann okkur áfram, ekkert ósvipað og bílar geta gengið á bensíni eða rafmagni til dæmis. Annað orkukerfi tekur við í staðinn fyrir að vera að ganga á kolvetnum. Þetta er einfalda útskýringin sem fólk tengir oft við.“ Hanna Þóra fann strax mun á bæði líkamlegri og andlegri líðan eftir að hún breytti sínu mataræði. „Öll orkan sem var eiginlega ótrúleg, ég var miklu léttari á mér bæði líkamlega og andlega og ég fann hvað mér leið virkilega vel. Fötin byrjuðu að passa betur og mér leið mun betur í eigin skinni. Orkan gaf mér ótrúlegan kraft til að prófa mig áfram og engin spurning að ég ætlaði að halda áfram. Það er svo góð tilfinning að upplifa sig í bílstjórasætinu í eigin líkama.“ Lífið of stutt fyrir vondan mat Áður hafði hún borðað mikið af kolvetnum og sótti mikið í brauðmeti, pasta og sykur. „Ég var alltaf að leitast í skyndiorku til að ná mér í eitthvað sem myndi duga fram að næstu máltíð. Það virðist vera að kolvetni öskri á meira af kolvetnum og ég gat borðað endalaust, það var enginn stoppari. Í dag get ég ekki borðað jafn mikið magn og áður, það er eins og stopparinn hafi færst mun neðar enda feitur matur oft saðsamari en kolvetnaríkur. Í dag hugsa ég daginn í heild og stefni á að hafa orkuna sem jafnasta yfir heilan dag frekar en orkuskot fram að næstu máltíð. Það er hugarfarsbreyting sem er lykilatriði.“ Hanna Þóra er dugleg að deila uppskriftum með sínum fylgjendum á Instagram.Mynd úr einkasafni Hún segir að andlega hliðin sé sá vinkill sem aldrei megi vanmeta. „Að upplifa það að maður hafi fullkomna stjórn á sinni næringu og vellíðan sem því fylgir gefur manni aukinn kraft. Við tókum þessa umræðu einmitt í podcast þættinum okkar Hrannar vinkonu, Ketócastinu, þar sem við ræðum ketó málin á skemmtilegan hátt. Ketócastið var draumur okkar Hrannar Bjarnadóttur í langan tíma og við ákváðum að taka upp okkar eigið podcast sem hefur notið vinsælda. Þar erum við að ræða allskonar málefni hvað varðar ketó, ráð fyrir byrjendur og fáum að heyra alvöru reynslusögur frá fólki sem hefur verið á ketó. Okkar reynsla var sú að við upplifðum það báðar að manni liði eins og allt væri hægt með orkunni sem fylgir þessari ketónaframleiðslu líkamans og fleiri viðmælendur voru á sama máli.“ Hanna Þóra segir að hún hafi alltaf verið matar megin í lífinu og sé það svo sannarlega enn. „Ég fann mína hillu sem hentar mér fullkomlega og ég upplifi engan skort. Allur góði maturinn sem er í boði á þessu mataræði er allt í uppáhaldi hjá mér og það eru til ketóvænir staðgenglar fyrir flest allt. Orkan og vellíðan er aðal markmið mitt með þessu mataræði en staðreyndin var sú að ég var orðin of þung með tilheyrandi heilsubresti. Ég hef misst tæp 20 kíló á þessu mataræði en þegar líður á hætti ég algjörlega að spá í kílóafjöldanum og vigtinni og einblíni á það að láta mér líða vel og leyfa mér að hlakka ávallt til næstu máltíðar. Lífið er of stutt fyrir vondan mat og ég borða aldrei vondan mat.“ Fólk hrætt við þennan stimpil Hún segir að þó að þetta hafi virkað fyrir hana, henti þessi leið ekkert endilega fyrir alla. „Það er aldrei eitthvað eitt sem getur hentað öllum. Líkamar okkar eru svo mismunandi og einstakir en þetta getur hentað sumum að vera ýmist ketó eða lágkoletna. Ketó matur getur þó algjörlega verið fyrir alla þó svo að þeir borði aðra hluti þess á milli. Eitt sem allir eru sammála um er að sykurneysla er allt of mikil hér á landi og kominn tími á að taka til í þeim efnum. Ketó matvæli hafa þann eiginleika að vera sykurlaus og hækka ekki blóðsykurinn eins og sykur gerir. Einnig eru þau flest laus við glútein og hveitiafurðir eru ekki með í ketó lífstílnum. Það þarf enginn að vera hræddur við ketó stimpilinn sem er kominn víða, hann á að vera samasem merki um að vara sé sykurlaus og laus við hveitiafurðir.“ Að hennar mati ætti fólk að virða val annarra þegar kemur að mataræði. „Fyrst um sinn þegar ég var að byrja á ketó fékk ég oft spurningar í hæðnistón hvort ég væri nokkuð á þessu blessaða ketó mataræði, þá svaraði ég oft þegar ég nennti ekki að taka slaginn að ég væri að sleppa öllum sykri og hveiti. Þá breyttist tóninn algjörlega og fólki fannst ég rosalega dugleg og mikil fyrirmynd. En ef ég sagðist vera á ketó þá var það bara skyndilausn og einhver tískubóla sem fólk gaf mér hámark mánuð í endingartíma. Þetta snýst bara um fræðslu og það að virða val annara varðandi hvaðþeir eru að borða, alveg sama hvaða mataræði fólk kýs að vera á.“ Hanna Þóra hefur fundið mikinn mun á sínu daglega heimilislífi. „Það kannast allir foreldrar við það hversu mikla orku þarf til að sjá um heimili og börn. Það getur verið mjög erfitt að vera sífellt þreyttur, illa nærður og líða illa og eiga að vera að sjá um að allt gangi upp yfir daginn. Áður en ég breytti mínum lífstíl þurfti ég oft að leggja mig vegna þreytu en í dag fæ ég ekki þessa þreytutilfinningu yfir daginn til að hreinlega geta lagt mig. Sólarhringurinn hefur í raun lengst með mataræðinu og ég finn að ég er miklu tilbúnari í daginn og get gefið meira af mér sem móðir. Flestar mæður kannast við mömmu samviskubitið og láta allt annað í forgang heldur en eigin heilsu og vellíðan. En ef þú passar ekki upp á þig sjálfa, hvernig er hægt að ætlast til þess að þú hafir orku og heilsu til að passa upp á aðra?“ Dýrmæt sambönd Flugfreyjan líkir þessu við leiðbeiningar flugvélanna. „Settu grímuna á sjálfa þig áður en þú aðstoðar börn eða aðra“ heyra farþegar spilað í öryggismyndbandinu fyrir hvert einasta flug. „Lífið er alveg eins. Það gerir þetta enginn fyrir þig, þetta þarf að vera eitthvað sem þig langar að gera, sem þú ætlar að gera og gerir fyrir þig. Restin af fjölskyldunni nýtur án efa góðs af um leið að sjálfsögðu og svo er aldrei að vita hver vill vera samferða.“ Hanna Þóra hefur ótrúlega gaman af því að gefa öðrum ráð og hugmyndir og opnar eigin vefsíðu á næstu vikum. Hún er líka að vinna að stóru verkefni sem mun líta dagsins ljós fyrir jól. Hún er vön því að skrifa en árið 2015 byrjaði hún að blogga á síðunni Fagurkerar og deildi þar ástríðu sinni fyrir því sem hún var að taka sér fyrir hendur hverju sinni. „Áhugamálin hafa þroskast og breyst með tímanum eins og ég sjálf. Ég fékk tækifæri til að kynnast bloggheiminum og hef myndað dýrmæt viðskipta- og vinasambönd sem ég bý svo sannarlega að í dag,“ segir Hanna Þóra um hvernig skrifin byrjuðu. „Helstu kostirnir eru án efa félagsskapurinn og vináttan sem hefur myndast. Það að vera saman sem heild gefur einnig mörgum kost á að byrja á vettvangi þar sem að allir leggja sitt af mörkum sem heild og ná þannig oft til fleiri lesenda og deila kostnaði við hýsingu og annað sem fylgir,“ segir Hanna Þóra um hópbloggið. „Það getur verið krefjandi þegar það eru ekki allir sammála um hvernig hlutirnir eiga að vera og þetta snýst að miklu leyti um að hafa gott vinnusamband út í gegn. Það verður svolítið að hugsa um þetta sem lítinn vinnustað og stundum þarf meirihlutinn bara að ráða.“ Bíður eftir að koma þessu í loftið Hanna Þóra ákvað að láta drauminn rætast og opna síðu eftir að missa skyndilega vinnuna. „Ég stóð á stórum tímamótum í lífi mínu þar sem ég var að missa vinnuna sem flugfreyja hjá Icelandair um mánaðarmótin sem er starf sem ég unnið og elskað síðustu þrjú ár. Þar var svo mikið af frábæru og hæfileikaríku fólki þar sem hefur stutt hvort annað á síðustu mánuðum gegnum erfiða tíma og ég er svo þakklát að tilheyra þeim hópi. Það er stundum sagt einu sinni flugfreyja, ávallt flugfreyja í hjartanu og ég tek svo sannarlega undir það en flugfreyjur eru líka meistarar í að gera það besta úr aðstæðum hverju sinni, þetta er nokkuð sem ég hef alltaf tileinkað mér. Í kjölfarið með þessa hugsun í farteskinu fór ég að hugsa hvað mig langaði að taka mér fyrir hendur og hvað hafði setið á hakanum síðustu ár vegna anna í vinnu og skóla.“ Hanna Þóra segir að það hafi ekkert komið annað til greina en að taka ketóvegferðina lengra og opna heimasíðu. „Það er einnig mínum fylgjendum og samstarfsfólki að þakka sem hafa fylgst með mér og minni vegferð á Instagram og hvatt mig áfram til að fara lengra að ógleymdum fjölskyldu og vinum. Ég er að svara kallinu. Þetta verður skemmtilegt matarblogg með fjölbreyttum uppskriftabanka þar sem fólk getur leitað og skoðað girnilegar uppskriftir og lesið fróðleik frá mér ásamt vefverslun með spennandi verkefnum þegar þar að kemur.“ Síðan er væntanleg á allra næstu vikum. „Undirbúningur er á fullu þessa dagana og ég er með frábæran sérfræðing í vefmálum með mér í þessu flotta verkefni. Það er hellingur af skemmtilegu efni sem bíður þess að komast í loftið.“ Vildi hvetja aðra áfram Margir leita nú þegar til Hönnu Þóru í gegnum Instagram. „Það að fá að vera fyrirmynd og hjálpa öðrum er það sem hvetur mig áfram á hverjum einasta degi til að halda áfram að miðla, hvetja aðra og gefa af mér. Það er svo góð tilfinning að geta hjálpað öðrum og oft er fólk að hafa samband á erfiðum tímapunktum í lífi sínu og vill breyta sínum lífstíl og spyr hvernig best sé að prófa. Svo fréttir maður oft af þeim einhverju seinna og þá eru þau að lýsa því hvernig þau hafa náð tökum á ýmsu og líður betur og þá líður manni eins og maður hafi gert eitthvað rétt með því að vera að miðla áfram. Ég hef líka mætt fólki út í búð sem kemur upp að mér með tárin í augunum og segir að ég hafi hvatt það áfram til að breyta um lífstíl og það þakkar mér fyrir sem eru svona augnablik sem lætur manni svo sannarlega hlýna um hjartarætur.“ Hanna Þóra vakti mikla athygli í janúar á þessu ári þegar hún birti myndir af sér fyrir og eftir lífsstílsbreytinguna. Hún segir að viðbrögðin hafi verið gífurlega mikil. „Í kjölfarið langaði mig að hvetja aðra áfram og tók heilan mánuð þar sem ég birti nýja uppskrift frá mér á Instagram nánast á hverjum degi. Mig langaði að sýna fólki alla fjölbreyttu möguleikana sem fylgja þessum mat. Ef ég gat fundið mína hillu þá er möguleiki að aðrir gætu fundið sína líka.“ View this post on Instagram Hvað get ég sagt... Hvar á að að byrja? 16 mánuðir milli mynda 16 mánuðir og 17 kíló sem máttu taka pokann sinn. Þetta ævintýri hófst allt eftir að ég ákvað að gefa þessu ketó matarræði sem ég hafði lesið um 21 dag til að prófa eitthvað nýtt og sjá hvort það myndi henta mér. Ég hafði engu að tapa... Eftir 21 dag var hreinlega ekki aftur snúið. Öll aukna orkan, vellíðanin, bjúgleysið, magaverkjaleysið og almenna heilsan sem gerir þetta ketó að því sem hentar mér. Ég er með mottó í lífinu sem er að borða bara góðan mat og njóta matarins. Ekki borða það sem lætur mér líða illa heldur velja vel og finna vellíðunar tilfinninguna sem fylgir góðum mat. Allt það góða sem má borða kemur mér ennþá á óvart. Ég hugsa óendanlega mikið um mat á hverjum einasta degi og ég hef fundið mína ástríðu í því að vera með matarblogg og búa til skemmtilegar og einfaldar uppskriftir fyrir alla að njóta - þær koma allar hingað inn á instagram. Það hentar engan veginn allt öllum, við getum td. ekki öll átt eins bíla þar sem þarfir hvers og eins geta verið afar ólíkar. Sumir vilja bíl sem gengur fyrir bensíni, aðrir vilja nýta sér rafmagn sem orkugjafa, líkamar okkar eru ekkert öðruvísi. Við þurfum öll að fylla á okkar eigin tanka með orku fyrir líkamann. En það sem ég vil meina er: Hverju hefur maður að tapa með því að prófa eitthvað nýtt? Öll þurfum við að næra okkur, öll viljum við finna hvað hentar okkur og lætur okkur líða vel. Takk - takk -takk fyrir að fylgjast með. Takk fyrir öll skemmtilegu skilaboðin og ég hlakka til að halda áfram að deila minni ástríðu í matargerð með ykkur. - Hanna Þóra - #keto #ketotransformation #ketoadapted A post shared by H A N N A Þ O R A (@hannathora88) on Jan 7, 2020 at 12:49pm PST Þurft að hafa fyrir hlutunum „Mér finnst gaman að deila ýmsu og hvetja sjálfa mig og aðra til að gefast ekki upp alveg sama hvaða hindranir verða á veginum. Hvort sem það eru húðvandamál eða stærðfræði erfiðleikar þá tek ég fyrir þá umræðu sem skiptir mig máli og að hluta til er það líka mín aðferð til að vinna úr þeim erfiðleikum sem ég hef gengið í gegnum en náð að vinna mig upp úr. Það þurfa ekki allir að fara sömu leið og þó svo að þú takir krókaleiðir eða lengri tíma en aðrir í suma hluti þá er nauðsynlegt að fólk viti að það er ekki endastöð. Það eru leiðir til að ná þeim árangri sem þú vilt. Lífið er langhlaup en ekki spretthlaup, heilsan á að vera það líka.“ Hún getur líka nýtt menntunina sína í þessu ævintýri og öllum verkefnunum sem hún tekur sér fyrir hendur. Í augnablikinu vinnur hún að markaðssetningu fyrir fyrirtæki með ketó matvörur. „Mínir fylgjendur eru alveg dásamlegir og mér þykir mjög vænt um þennan hóp. Þetta hefur einnig gefið mér tækifæri að vinna með flottum fyrirtækjum og kynnast fólkinu sem stendur þar að baki. Viðskipta- og markaðsfræðin nýtist mér á hverjum degi en það er frábær grunnur fyrir allt sem ég hef verið að fást við. Markaðsfræðin hafði heillað mig lengi og ég vissi að mig langaði að geta starfað í tengslum við rafræna markaðssetningu fyrir mig sjálfa og fyrirtæki í bland. Það er þessi vinkill að fá að vera skapandi og setja hlutina skemmtilega upp sem mér finnst svo gaman að vinna við, að fá auga neytandans til að taka eftir því sem er fyrir framan hann. Snyrtifræðin gaf mér það að ég komst að því að það getur verið gaman að vera í skóla ef þetta er eitthvað sem þú hefur áhuga á að læra. Ég glímdi við mikla stærðfræðierfiðleika í mörg ár, ég var einfaldlega að flýta mér of hratt og gleymdi að hugsa um undirstöðurnar. Stundum þarf að taka skref aftur á bak og fara aftur í grunn atriðin. Þegar ég náði tökum á þeim þá fannst mér stærðfræði í fyrsta skipti skemmtileg og náði 10 í lokaeinkunn. Ég hef þurft að hafa fyrir hlutunum en það er skóli sem ég hefði aldrei viljað sleppa. Þetta mótar mann allt sem einstakling.“ Það gefur henni mikið að mynda mat og birta uppskriftirnar á vefnum. „Uppskriftirnar eru eitthvað sem fær að lifa áfram löngu eftir að maturinn klárast. Allir þurfa að næra sig á hverjum degi og þar af leiðandi þarf venjuleg manneskja að taka ákvörðun um næringu að meðaltali þrisvar til sex sinnum á dag. Ef mínar uppskriftir komast einhverstaðar inn í þá ákvörðunartöku þá er það frábær tilfinning fyrir mig. “ View this post on Instagram Hindberjadraumur i morgunsa rið Það tekur enga stund að græja þennan morgunmat er tilvalið að græja daginn a ður og geyma i i sska p Uppskriftin er einfo ld : 3 msk hrein Gri sk jo gu rt 3 msk rjo mi 6 dropar vanillu Stevi a fra @goodgoodbrand 1 msk Hindberjasulta fra @goodgoodbrand O llu blandað saman i ska l og hrært vel. . 2 msk Flaxseed mjo l i botninn a glasi eða ska l . Jo gu rt blandan sett yfir og toppað með nokkrum Hindberjum. . Snilldar hugmynd i næsta brunch að bera fram i litlum glo sum . . Ef ykkur li kar þa ma alltaf y ta a . -Hanna Þo ra - #keto #ketorecipes #raspberries #foodblogger #breakfastideas A post shared by H A N N A Þ O R A (@hannathora88) on Jun 3, 2020 at 1:43am PDT Þetta hvetur hana áfram í að halda áfram að vera skapandi og halda áfram á sömu braut. „Það væri draumur að geta verið með sjónvarpsþætti í framtíðinni en ég segi alltaf að fólk eigi að leyfa sér að dreyma og hafið draumana stóra. Manneskjan sem er líklegust til að drepa niður þína drauma er líklega þú sjálf.“
Heilsa Helgarviðtal Matur Tengdar fréttir Vann úr sorginni með fjölskyldu barnsins Bergþóra Ingþórsdóttir gerði dauðann og sorg að viðfangsefni sínu í háskólanámi og hefur ákveðið að starfa á líknardeild að loknu framhaldsnámi. Sorgin var orðin Bergþóru hugleikin fyrir tvítugt, vegna áfalls sem hefur tekið hana nokkur ár að vinna úr. 9. ágúst 2020 07:00 Í lagi að liggja undir sæng í stað þess að hlaupa upp á tíu fjöll á viku „Ég hef skrifað frá því ég var barn og það hefur alltaf verið stóri draumurinn minn að gefa út bók,“ segir Viktoría Blöndal sem á föstudaginn sendir frá sér sína fyrstu bók 1,5/10,5. Um er að ræða ljóð og styttri texta um hversdagsleikann á hráan og beinskeyttan hátt. 5. júlí 2020 07:00 Tegund ofbeldis sem þrífst í þögninni: „Kölluð grjón og núðla“ Anna Jia segir að fordómar þrífist á Íslandi bæði í húmor og þögn. Hún hvetur Íslendinga til að vanda sig meira. 28. júní 2020 07:00 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Sjá meira
Vann úr sorginni með fjölskyldu barnsins Bergþóra Ingþórsdóttir gerði dauðann og sorg að viðfangsefni sínu í háskólanámi og hefur ákveðið að starfa á líknardeild að loknu framhaldsnámi. Sorgin var orðin Bergþóru hugleikin fyrir tvítugt, vegna áfalls sem hefur tekið hana nokkur ár að vinna úr. 9. ágúst 2020 07:00
Í lagi að liggja undir sæng í stað þess að hlaupa upp á tíu fjöll á viku „Ég hef skrifað frá því ég var barn og það hefur alltaf verið stóri draumurinn minn að gefa út bók,“ segir Viktoría Blöndal sem á föstudaginn sendir frá sér sína fyrstu bók 1,5/10,5. Um er að ræða ljóð og styttri texta um hversdagsleikann á hráan og beinskeyttan hátt. 5. júlí 2020 07:00
Tegund ofbeldis sem þrífst í þögninni: „Kölluð grjón og núðla“ Anna Jia segir að fordómar þrífist á Íslandi bæði í húmor og þögn. Hún hvetur Íslendinga til að vanda sig meira. 28. júní 2020 07:00