Virtu ekki heimkomusmitgát og reyndust smituð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. ágúst 2020 19:07 Samskiptastjóri hjá ríkislögreglustjóra segir stikkprufur hafa sannað gildi sitt í málinu. Vísir/Vilhelm Embætti ríkislögreglustjóra þurfti í gær að hafa uppi á einstaklingum úr 13 manna hópi sem kom hingað til lands í fyrradag. Einstaklingarnir sem um ræðir viðhöfðu ekki heimkomusmitgát og reyndust sjö þeirra smitaðir af kórónuveirunni. Þetta staðfesti Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi, en RÚV greindi fyrst frá. Allur hópurinn kom hingað til lands á fimmtudag í gegn um öruggt land, en höfðu dvalist í óöruggu landi innan við 14 dögum fyrir komuna hingað til lands. Þetta kom í ljós við stikkprufu sem landamæraverðir gerðu þegar fólkið kom hingað til lands. Því fór fólkið í sýnatöku og átti í kjölfarið að viðhafa heimkomusmitgát áður en seinni sýnataka færi fram. Jóhann segir að við handahófskennt eftirlit hafi komið í ljós að ekki hafi öll úr hópnum haldið sig þar sem heimkomusmitgátin átti að fara fram. Þó hafi náðst fljótt í öll sem áttu hlut að máli. Hann segir ekki liggja fyrir hvort ásetningur eða misskilningur olli því að heimkomusmitgát var ekki viðhöfð. Jóhann segir málið þá sýna fram á virkni þess að framkvæma stikkprufur á ferðamönnum sem koma hingað til lands, einkum og sér í lagi í ljósi þeirra reglna sem taka gildi næstkomandi miðvikudag. Þá verður öllum sem koma til landsins að fara í sýnatöku, fjögurra til fimm daga sóttkví og svo aftur í sýnatöku. Ljóst er að ekki verður hægt að fylgjast með því að öll fylgi reglunum og því geti stikkprufur gert mikið gagn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra þurfti í gær að hafa uppi á einstaklingum úr 13 manna hópi sem kom hingað til lands í fyrradag. Einstaklingarnir sem um ræðir viðhöfðu ekki heimkomusmitgát og reyndust sjö þeirra smitaðir af kórónuveirunni. Þetta staðfesti Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi, en RÚV greindi fyrst frá. Allur hópurinn kom hingað til lands á fimmtudag í gegn um öruggt land, en höfðu dvalist í óöruggu landi innan við 14 dögum fyrir komuna hingað til lands. Þetta kom í ljós við stikkprufu sem landamæraverðir gerðu þegar fólkið kom hingað til lands. Því fór fólkið í sýnatöku og átti í kjölfarið að viðhafa heimkomusmitgát áður en seinni sýnataka færi fram. Jóhann segir að við handahófskennt eftirlit hafi komið í ljós að ekki hafi öll úr hópnum haldið sig þar sem heimkomusmitgátin átti að fara fram. Þó hafi náðst fljótt í öll sem áttu hlut að máli. Hann segir ekki liggja fyrir hvort ásetningur eða misskilningur olli því að heimkomusmitgát var ekki viðhöfð. Jóhann segir málið þá sýna fram á virkni þess að framkvæma stikkprufur á ferðamönnum sem koma hingað til lands, einkum og sér í lagi í ljósi þeirra reglna sem taka gildi næstkomandi miðvikudag. Þá verður öllum sem koma til landsins að fara í sýnatöku, fjögurra til fimm daga sóttkví og svo aftur í sýnatöku. Ljóst er að ekki verður hægt að fylgjast með því að öll fylgi reglunum og því geti stikkprufur gert mikið gagn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Sjá meira