Gengi Al Arabi í Katar hefur ekki verið upp á marga fiska að undanförnu og í dag gerði liðið 1-1 jafntefli við Umm-Salal.
Aron Einar Gunnarsson var á sínum stað í byrjunarlið Al Arabi en staðan var markarlaus í hálfeik.
Þýski framherjinn Pierre-Michel Lasogga kom Al Arabi yfir á 64. mínútu en Umm-Salal jafnaði metin er fjórar mínútur voru eftir.
نهاية المباراة#العربي 1-1 #ام_صلال#دوري_نجوم_QNB | الأسبوع الرابع عشر pic.twitter.com/AGNzk26hsY
— Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) January 30, 2020
Al Arabi hefur því ekki unnið í síðustu þremur leikjum og einungis unnið einn af síðustu níu leikjum.
Heimir Hallgrímsson stýrir liðinu en það situr í 5. sæti deildarinnar með 19 stig.