Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. janúar 2020 07:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. vísir/vilhelm Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu en þar segir að athugun félagsins á launatöflum í nýjum kjarasamningum félaga innan BHM við ríkið leiði í ljós að ríkið hafi þegar veitt „hálaunahópum prósentuhækkanir launa umfram hina flötu krónutöluhækkun í svokölluðum Lífskjarasamningi.“ Segir í tilkynningunni að í texta 2. greinar umræddra samninga BHM-félaga sé gefið til kynna að hækkanir á samningstímanum séu þær sömu og í lífskjarasamningnum, eða samtals 68 þúsund krónur. Miklar umframhækkanir komi hins vegar í ljós þegar launatöflur í fylgiskjölum samninganna séu bornar saman. Ekkert sé minnst á þessar hækkanir í samningstexta. Efling á nú í harðri kjaradeilu við borgina og hafa félagsmenn samþykkt verkfallsaðgerðir í næsta mánuði. Hefur Efling lagt fram tillögu í þeim viðræðum um það sem félagið kallar launaleiðréttingu fyrir þá lægst launuðu hjá borginni. Slík leiðrétting felur í sér hærri krónutöluhækkanir en er að finna í lífskjarasamningnum og hefur tillagan meðal annars verið gagnrýnd harðlega af SA. Samantekt Eflingar á launatöflum umræddra BHM-félaga. Í tilkynningu Eflingar nú segir að þær launahækkanir sem félagið fari fram á fyrir sína félagsmenn sem starfa hjá borginni séu sambærilegar við þær umfram launahækkanir sem hópar innan BHM-félaganna hafi fengið: „Umframhækkanir hærra launaðra starfsmanna samkvæmt launatöflum umræddra BHM-félaga ná til mánaðarlauna sem voru á bilinu 570 til 885 þúsund krónur fyrir undirritun samnings. Hækkanir launa á þessu bili ganga mikla lengra en hin umsamda flata krónutöluhækkun Lífskjarasamningsins upp á 68 þúsund krónur og eru þegar hæst lætur vel á annað hundruð þúsund krónur. Í tilfelli launaflokks 22 hjá BHM er um að ræða heildarhækkun upp á 110.765 kr. en það er 42.765 kr. umfram flata krónutöluhækkun Lífskjarasamningsins. Samanburður á launatöflunum sýnir að hækkanirnar virðast hafa verið stilltar af þannig að hærra launaðir hópar fái aldrei minna en 12,5% heildarhækkun launa á tímabilinu. Ríkið hefur því umbreytt flötum krónutöluhækkunum Lífskjarasamningsins á almennum vinnumarkaði í prósentuhækkanir fyrir hærra launaða ríkisstarfsmenn. Enn fremur eru í launatöflum BHM félaganna nýir og hærri launaflokkar þar sem hæstu grunnlaun fara yfir 1.270 þúsund. Svo virðist sem þeir flokkar muni einnig taka prósentuhækkunum umfram Lífskjarasamninginn. BHM félagi í launaflokki 22 fær þegar upp er staðið um 63% hærri krónutöluhækkun á samningstímanum en launamaður á almennum vinnumarkaði sem starfar ofan við taxta og tekur kjör eftir kjarasamningum Eflingar eða VR. Athuganir Eflingar á kjarasamningum BHM félaganna sýna þannig að Ríkið hefur þegar samið við hálaunahópa á íslenskum vinnumarkaði um launahækkanir umfram Lífskjarasamninginn. Upphæðir þessara umframhækkana eru sambærilegar við launaleiðréttingu sem Efling hefur farið fram á fyrir hönd láglaunafólks hjá Reykjavíkurborg. Tillögur Eflingar um launaleiðréttingu borgarstarfsmanna á lægstu launum hafa verið gagnrýndar harðlega af Samtökum atvinnulífsins fyrir að vera ekki í samræmi við flatar krónutöluhækkanir hins svokallaða Lífskjarasamnings. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur rætt um Lífskjarasamninginn sem ófrávíkjanlegan ramma kjarasamningsgerðar og með þeim rökum hafnað tillögum Eflingar um sérstaka leiðréttingu lægstu launa,“ segir í tilkynningu Eflingar. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Alvarlegt mál ef verkföll verða að veruleika Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa áhyggjur af fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. 27. janúar 2020 20:00 Kröfur Eflingar á við fjóra bragga Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. 27. janúar 2020 17:45 Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir kröfu um að lægstu laun hækki um 142.507 krónur á mánuði á samningstímanum, það er á tímabilinu 2019 til loka árs 2022. 22. janúar 2020 15:24 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu en þar segir að athugun félagsins á launatöflum í nýjum kjarasamningum félaga innan BHM við ríkið leiði í ljós að ríkið hafi þegar veitt „hálaunahópum prósentuhækkanir launa umfram hina flötu krónutöluhækkun í svokölluðum Lífskjarasamningi.“ Segir í tilkynningunni að í texta 2. greinar umræddra samninga BHM-félaga sé gefið til kynna að hækkanir á samningstímanum séu þær sömu og í lífskjarasamningnum, eða samtals 68 þúsund krónur. Miklar umframhækkanir komi hins vegar í ljós þegar launatöflur í fylgiskjölum samninganna séu bornar saman. Ekkert sé minnst á þessar hækkanir í samningstexta. Efling á nú í harðri kjaradeilu við borgina og hafa félagsmenn samþykkt verkfallsaðgerðir í næsta mánuði. Hefur Efling lagt fram tillögu í þeim viðræðum um það sem félagið kallar launaleiðréttingu fyrir þá lægst launuðu hjá borginni. Slík leiðrétting felur í sér hærri krónutöluhækkanir en er að finna í lífskjarasamningnum og hefur tillagan meðal annars verið gagnrýnd harðlega af SA. Samantekt Eflingar á launatöflum umræddra BHM-félaga. Í tilkynningu Eflingar nú segir að þær launahækkanir sem félagið fari fram á fyrir sína félagsmenn sem starfa hjá borginni séu sambærilegar við þær umfram launahækkanir sem hópar innan BHM-félaganna hafi fengið: „Umframhækkanir hærra launaðra starfsmanna samkvæmt launatöflum umræddra BHM-félaga ná til mánaðarlauna sem voru á bilinu 570 til 885 þúsund krónur fyrir undirritun samnings. Hækkanir launa á þessu bili ganga mikla lengra en hin umsamda flata krónutöluhækkun Lífskjarasamningsins upp á 68 þúsund krónur og eru þegar hæst lætur vel á annað hundruð þúsund krónur. Í tilfelli launaflokks 22 hjá BHM er um að ræða heildarhækkun upp á 110.765 kr. en það er 42.765 kr. umfram flata krónutöluhækkun Lífskjarasamningsins. Samanburður á launatöflunum sýnir að hækkanirnar virðast hafa verið stilltar af þannig að hærra launaðir hópar fái aldrei minna en 12,5% heildarhækkun launa á tímabilinu. Ríkið hefur því umbreytt flötum krónutöluhækkunum Lífskjarasamningsins á almennum vinnumarkaði í prósentuhækkanir fyrir hærra launaða ríkisstarfsmenn. Enn fremur eru í launatöflum BHM félaganna nýir og hærri launaflokkar þar sem hæstu grunnlaun fara yfir 1.270 þúsund. Svo virðist sem þeir flokkar muni einnig taka prósentuhækkunum umfram Lífskjarasamninginn. BHM félagi í launaflokki 22 fær þegar upp er staðið um 63% hærri krónutöluhækkun á samningstímanum en launamaður á almennum vinnumarkaði sem starfar ofan við taxta og tekur kjör eftir kjarasamningum Eflingar eða VR. Athuganir Eflingar á kjarasamningum BHM félaganna sýna þannig að Ríkið hefur þegar samið við hálaunahópa á íslenskum vinnumarkaði um launahækkanir umfram Lífskjarasamninginn. Upphæðir þessara umframhækkana eru sambærilegar við launaleiðréttingu sem Efling hefur farið fram á fyrir hönd láglaunafólks hjá Reykjavíkurborg. Tillögur Eflingar um launaleiðréttingu borgarstarfsmanna á lægstu launum hafa verið gagnrýndar harðlega af Samtökum atvinnulífsins fyrir að vera ekki í samræmi við flatar krónutöluhækkanir hins svokallaða Lífskjarasamnings. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur rætt um Lífskjarasamninginn sem ófrávíkjanlegan ramma kjarasamningsgerðar og með þeim rökum hafnað tillögum Eflingar um sérstaka leiðréttingu lægstu launa,“ segir í tilkynningu Eflingar.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Alvarlegt mál ef verkföll verða að veruleika Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa áhyggjur af fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. 27. janúar 2020 20:00 Kröfur Eflingar á við fjóra bragga Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. 27. janúar 2020 17:45 Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir kröfu um að lægstu laun hækki um 142.507 krónur á mánuði á samningstímanum, það er á tímabilinu 2019 til loka árs 2022. 22. janúar 2020 15:24 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Alvarlegt mál ef verkföll verða að veruleika Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hafa áhyggjur af fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. 27. janúar 2020 20:00
Kröfur Eflingar á við fjóra bragga Formaður félagsins segist ekki eiga von á öðru en að verkföll muni hefjast í næstu viku miðað við stöðuna í samningaviðræðum nú. 27. janúar 2020 17:45
Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir kröfu um að lægstu laun hækki um 142.507 krónur á mánuði á samningstímanum, það er á tímabilinu 2019 til loka árs 2022. 22. janúar 2020 15:24