Formúla 1

Racing Point verður að Aston Martin

Bragi Þórðarson skrifar
Ljóst er að Sergio Perez mun aka fyrir Aston Martin árið 2021. Mexíkó-búinn hefur samning með liðinu til 2022.
Ljóst er að Sergio Perez mun aka fyrir Aston Martin árið 2021. Mexíkó-búinn hefur samning með liðinu til 2022. Getty

Racing Point liðið, sem áður var Force India, mun breytast í Aston Martin Racing árið 2021. Lawrence Stroll, eigandi liðsins, staðfesti þetta í dag eftir að Kanada maðurinn keypti hlut í Aston Martin.

Stroll keypti 16,7 prósent hlut í breska bílaframleiðandanum fyrir tæpa 30 milljarða íslenskra króna. Aston Martin hefur lengi viljað auka þátttöku sína í Formúlu 1 en fyrirtækið hefur verið að styrkja Red Bull liðið síðastliðin ár.

Samningur Stroll við Aston Martin er talin vera til 10 ára, þannig liðið verður í Formúlunni til að minnsta kosti 2031. Þetta verður í fyrsta skiptið síðan 1960 sem Aston Martin keppir sem framleiðandi í Formúlu 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×